Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 28

Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 28
Bley öaim - haim HtM POLDI 5aga eííir Ellen Durloa. Ú ert bleyðal sagði Paolo, argentínski dansar- inn, við Poldi — litla Poldi, sem katlaður var. Poldi rjetti úr sjer, — hendurnar á honuni skulfu ennjiá og svitadroparnir runnu niður mjótt og fölt ennið. Hann leit á Paolo, sem var tuttugu ára, og strauk sjer um hárið, sem var að þynnast í hvirflinum, með grannri titrandi hendinni. Paolo hló hæðnislega, yfirlætið skein úr augunum og það gljáði í skjannahvitar tennurnar. — Hálfgamall maður —- hálfgamall, hlægileg- ur maður! hugsaði hann. En Poldi, trúðleikarinn, sagði aðeins: — Hvað veist þú um það, drengur. Þú skilur ekki neitt. Grusinskaja, söngmærin með djúpu alt-röddina og gljáandi steinkolaaugun, kom til lians. Ljóm- andi falleg kona, um fertugt, en Paolo leit hæði- lega til liennar Hka og glotti. Hann fyrirleit fólk, sem orðið er yfir hálfþrítugt. Aðeins æskan átti rjett á sjer — ellin var heimsk og hlægileg og engum að gagni, jafnvel ekki meiri elli en söng- konunnar og og litla Poldi -— 40 og 38 ár. — Poldi, sagði Grusinskaja með mjúkri, rússn- eskri áherslu. — Poldi, reynið þjer að vera ró- legur, reynið þjer það! Hann brosti veikt og fálmaði með fingrunum um hvíta silkiskyrtuna sína eins og hann væri að leita að sígarettu, en það var enginn brjóstvasi ó skyrtunni og engar sígarettur heldur. Hann átti að sýna sig á World Circus og stóð að tjaldbaki og slökkviliðsmaður bak við hann og beinl yfir honum var spjald á veggnum, sem á var letrað „iteykingar bannaðar“ — ó fimm tungumálum. í sömu andránni small aftur i fimm skotum inni á sviðinu; það var skotkappinn Wainbúhl kapteinn, sem var að æfa listir sínar og skaut rós úr munninum á hinni undurfögru meyju, sem hann hafði til aðstóðar sjer. Litli Poldi hallaði sjer fram og stundi lágt. — Madame, jeg get l>að ekki, svaraði hann. — Madame, lietta hefir verið svona í ótján ár! Hvers- vegna getur forstjórinn ekki sett mig á undan kapteininum á skemtiskrána, jeg bað hann um það og allsstaðar annarsstaðar hefir þetta verið gert fyrir mig. — Það þarf að stokka spilin — líka á sýning- arskránum, er það ekki Poldi? sagði Grusinskaja róleg. Paola og dansmærin hans svifu inn á sviðið alveg hjá þeim. Hljóðfæraslátturinn kom eins og alda á móti þeim neðan úr hljómgrófinni, og þegar Poldi hallaði sjer fram gat hann sjeð nokk- urn hluta áhorfendasvæðisins og fólkið þar niðri — liaus við liaus. Loks sagði hann: Þetta hefir gengið svona í átján ár, madame, jeg var tuttugu þá, tuttugu, eins og hann þarna frammi! Hann benti á Paolo. — Þeir kölluðu það sprengjuáfall og sendu mig heim í tvo mánuði. Jeg hjelt þá, að jeg gæti aldrei leikið handfimi- listir framar, jeg var skjálfhentur — altaf! Má- ske ekki mikið, en þó svo mikið, að jeg gat ekki leikið handfimilistir. En þetta batnaði og jeg verð aldrei var við það nema þegar jeg heyri skot eða sprengingar, þá verð jeg skjálfhentur og allur kroppurinn titrar og svitinn hogar af mjer — jeg er ekki eins og manneskja. Stundum •— já oft — dreymir mig að jeg heyri skot, að jeg sje út í miðju vítinu á nýjan leik, og þá vakna jeg æp- andi og með andfælum og verð að hlaupa fram á gólf og get ekki hugsað til meiri hvíldar þá nóttina, það er sjerstaklega ef jeg hefi heyrl skot daginn áður — er þetta ekki stirðbusaskapur af forstjóranum að láta þetta ekki eftir mjer? GRUSINSIvAJA lagði hvíta lioldmikla höndina á öxlina á honum. — Jú, Poldi, víst er það það! En — Poldi, maður getur svo margt þegar maður vill. Viljinn er voldugt vopn í höndum mannsins. Jeg skal einhverntíma segja yður mina sögu •— liún skiftist í tvent, eins og yðar, og tímamótin urðu árið 1918. Jeg hefi einu sinni legið í dimmum kjallara, innan um gamalt rusl, og rotturnar lilupu yfir mig fram og aftur. Jeg fjekk hvorki vott nje þurt í 6 sólarhringa. Þegar jeg slapp þaðan varð jeg að ganga hundruð mílna á þunnum samkvæmis- skóm — ganga á nótunni og fela mig í skúma- skotum á daginn. Þá misti jeg röddina, Poldi. Jeg misti hana, en livað ætli jeg liafi verið að setja það fyrir mig, því livað hafði jeg við rödd að gera — luin var eign sem jeg hafði átt einu sinni, alveg eins og brilliantsdjásnin núna, jeg liafði notað hana til að skreyta mig með og láta dáðst að mjer fyrir. Það var ekki fyr en eftir margar vikur að jeg uppgötvaði, að það var ó- gæfa að liafa mist hana, Jeg komst til París, soltin, aum og eins og tuska. Jeg var spurð: „Hvað kantu? Geturðu dansað? Sungið. Hvað kantu?“ — þá skildi jeg ógæfuna! En jeg hugs- aði sem svo: Hversvegna er röddin horfin? Er barkinn þinn og gómurinn og raddböndin öðr'u- vísi i dag en þau voru fyrir þremur vikum? Nei, þau eru það ekki! En þú hefir fengið taugaáfall, það eru taugarnar, sem eru að leika á þig. Röddin er til ennþá, en þú getur bara ekki not- að hana eins og stendur .... Og svo beitti jeg viljakraftinum, Poldi! Jeg þvoði diska á veitingahúsi á kvöldin og lengst af nóttinni ■—- til að lifa — og á daginn söng jeg. söng og söng! Og viljinn sigraði. Röddin kom aft- ur. Jég vann mig upp og nú, eins og þjer sjáið, Poldi, syng jeg hjer og á öllum stærstu skemti- stöðum heimsins. Gerið þjer eins og jeg, Poldi — beitið þjer viljanum!" Poldi litli andvarpaði, hann svaraði ekki strax. Paolo og stúlkan hans voru enn að dansa inni á á leiksviðinu. Loks sagði Poldi: — Já, en madame — þetta liefir verið svona um mig í átján ár! Madame brosti ofurlítið og angurblítt, og aftur lagði hún fallegu höndina á öxlina á Poldi og sagði: — Poldi, áður en jeg lá sex sólarhringa í kjall- aranum, óður en jeg gekk liundruð mílna á þunnu sainkvæmisskónum míilum, áður en jeg þvoði diskana á veitingaliúseldhúsinu í París — áður en alt. þetta skeði þá hafði jeg ekki svo mikið sem reimað að mjer skóna mina — varla helt í tebollann minn sjálf. Jeg hafði aldrei rent grun í livað vinna var, eða hvaðan peningarnir komu eða hvert þeir fóru. Jeg vissi eiginléga ekki livað peningar voru, því að alt barst upp í hendurnar á mjer af sjálfu sjer og alt var gert fyrir mig. Þjer voruð circusmaður, Poldi, áður en þjer urðuð fyrir áfallinu! Poldi, það er hvorki flónska nje stærilæti, sem talar um minn munn •— nei, Poldi, það er reynsla, dýrkeypt reynsla! Maður getur það sem maður vill! Paolo og slúlkan lians komu í faldafeyki út af leiksviðinu og inn aftur — út og inn. Grusinska- ja rjetti úr sjer, nú átti hún að fara inn á svið- ið bráðum .... Poldi varð rólegri meðan madame var að syngja — mjúka, dimma altröddin var undur- samleg. Hann var „jonglör" — hann varð að vera liandviss, og ef skotkappinn, Wainbiihl liefði ekki verið á undan honum, þá liefði ekk- ert verið að óttast. Þessir draumar á nóttinni, þegar honum fanst hann komin á ný út í skot- hríðina — þá gat hann að vísu afborið, þó þeir reyndu á hann — en liitt — að forstjórinn skyldi ekki ....! Grusinskaja söng! Litli Poldi elskaði söng, og guði sje lof fyrir sönginn hennar. Hann lokaði augunum og sefaðist smám saman. OKKRAR vikur liðu, Litli Poldi forðaðist Grusinskaju; það var áreynslusvipur í and- litinu eins og hann væri sífelt á verði, búinn í stríð. Grusinskaja ljet liann í friði .... Svo var það að byltingin í landinu braust út! Það liafði ólgað lengi undir niðri, það höfðu orðið uppþot i öðrum bæjum og úti í sveitunum, fólk hafði verið drepið og margt hafði skeð — allstaðar ólgaði og sauð og allir töluðu um. að nú niundi skríða til skarar. Grusinskaja las blöðin, bæði innlendu blöðin og frönsk, ensk og þýslc, en litli Poldi átti nóg með að hugsa um sjálfan sig. Hann hafði auðvitað heyrt um þessar óeirðir, eins og allir hinir, en liann sinti því ekkert, því að Poldi var einn af þeim, sem ekki fær skilning ó hlutunum fyr en þeir eru komnir fast upp að honum. Grusinskaja var nú öðru hvoru að reyna að ná tali af honum, en hann dró sig altaf í hlje eins og feimið barn og oftast nær sást hann hvergi allan liðlangann daginn. Hann Ijet duga að mæta slundvíslega á sýningarnar. Ilún sá að Poldi litli hlaut að búa yfir einhverju, einhverju, sem hann vildi vera einn um, og þessvegna ljet hún hann í friði. Ekki langt frá fjölleikahúsinu var stórt gisti- hús og þar bjuggu flestir fjölleikararnir. Þetta var alls ekki glæsilegt gistihús, en það stóð á fjölförnum stað í bænum og það mun hafa ráðið mestii um örlög þess nóttina sælu ....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.