Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 23

Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 17 hefi jeg reynt að láta rjettlætið ráða, eftir því sem hæfileikar mínir hafa enst til, og ástæðan til þess er at- burður sá, sem brendist inn i hug- skot mitt í bernsku: Fátækur bóndi, sem barðist vonlausri baráttu fyrir þvi að verja lieimili sitt sulti og sjúkdómum, en á þrautpíndum ökr- um hans voru veiðidýr óðalsherrans, sem tróðu niður gróðurinn. Einn daginn skaut bóndinn eitt dýrið og stutta stund var gleði og farsæld en umfram alt gnægð matar í hreysi fátæklingsins. En ein af skyttunum hafði fenglð vitneskju um hina ó- leyfilegu veiði og nokkrum dögum síðar kom hann til bóndans og hafði hann á burt með sjer, frá konu og börnum. Hann var dæmdur til gal- eiðuþrælkunar, konan dó — hún var þó ekki nema þrítug — af hjartasorg. Hún var eins og sjötug útlits, bogin og gráhærð af sulti og striti. Og börnin, spyrjið mig ekki Rouget höfuðsmaður liafði setið og starað á eitt kertið. Nú tók Iiann fram í og sagði bitur: — Og þó furðar konungurinn og aðallinn sig á byltingunni! Gamla manninum virtust vera heiftarorð á vörum, en nú beindist hugur hans að öðru, því að hávaði frá hersveit á götunni barst inn um gluggann. — Jeg er orðinn þreyttur, borgari Rouget, sagði liann hljóð- lega. Nú er eigi heldur tóm til að rökræða um fortíðina, þegar fjendur þjóðarinanr standa standa við dyrn- ar og ógna ættjörðinni. Hann stóð upp og bauð Rouget góða nótt með liandabandi. — Sitjið þjer áfram, sagði liann vingjarnlega og svo bætti hann við íbygginn: — Eftir nokkra daga ganga borgararnir fram undir fána, til þess að bjarga ættjörðinni. í því liggur von vorra tíma um bjartari tíð! Gamli maðurinn bauð dóttur sinni góða nótt með kossi og fór inn til sín. Rouget höfuðsmaður stóð kyr og virtist ekki taka eftir að hinn væri farinn. Alt í einu þreif hann gamla fiðlu og fór að spila. Fing- urnir ljeku fyrst seint og hikandi um strengina, en siðar fastar og ákveðnar. Bettina liafði setið grafkyr og horft á hann, stór.tár runnu niður kinnar hennar er hún hlustaði liug- fangin á ákefðina- og eldmóðinn í vísunni sem maðurinn söng. Svo greip hún fjöður og skrifaði upp orð- in, sem livað ofan í annað konni yfir varir mannsins sem hún elsk- aði: Allons enfants de la patrie, Le jour de gloire est arrive, Contre nous de la tyrannie L’etendart sanglaid est leve. Entendez-vous dans les Campagnes: Mugir ces féroces soldats? Ils viennent jusque dans vos bras Egorger vos fils, vos Compagnes; Aux armes, citoyensl Formez vos batillons! Marchons, qn’un sang impur abreuve nos sillons’l Ljósin blöktu á skari i stjökunum og gami borgarstjórinn svaf svefni hinna rjettlátu í rúminu sínu og hafði ekki hugmynd um, að i næstu stofu var ungi höfuðsmaðurinn að semja ljóð og lag, en dóttir hans hlustaði á og skrifaði livert orð af ljóðinu, en stornnirinn fyrir utan gluggann ljek undir. Þegar aftureldingin guðaði á glugg- ann og kynti konni hins nýja dags Iiafði Rouget höfuðsmaður samið sönginn sinn. Hann fór með hann einu sinni enn og Bettina liorfði á náfölt andlitið á honum á meðan. Augu lians voru gljáandi ag starandi. Ilann hætti og liengdi fiðluna upp á vegg. Þakka yður fyrir sönginn, sem þjer hafið gefið mjer, sagði Bettina. J^VÖLÐIÐ eftir söng Bettina Diel- ■*■*■ rich „Hersöng Rínarhersins“ á leikhúsinu i Strassburg. í byrjun hlustuðu áheyrendurnir hugfangnir á, en þegar söngnum lauk varð fögn- uðurinn og lófaklappið svo mikið, að hún varð að syngja aftur og aftur. Á þeirri stundu sat Rouget liöf- uðsmaður einn og i öngum sínum i herskálanum. Þegar hann fór á fæt- ur um daginn eftir fárra tima óró- legan svefn, liafði honum fundist það sem gerðist í gær eins og ljót- ur draumur; en þegar liann hefði mætt barónsdótturinni de Launay síðdegis um daginn hafði lnin svar- að kveðju hans svo kuldalega og með svo miklum hroka, að hann varð að viðurkenna beiskan sann- leikann. Og þó elskaði liann liana, elskaði hana svo heitt að hann fann, að án hennar gat liann ekki lifað. Hann sat lengi með þunga pístól- una í hendinni og hugsaði um það, sem liafði gerst daginn áður, án þess að minnast þess sem gerðist um nóttina í borgarstjórahúsinu. Bitur, kraminn og kvalinn lyfti liann pístól- unni ....... En nú leit hann alt í einu upp. Hann heyrði fjarlægan nið, sem smám saman færðist nær og nær. Taktfast fótatak mannfjölda, undir sönglagi, sem honum fanst hann kannast við. Hvar hafði hann heyrt þetta lag fyr, og hversvegna átti luinn einmitt að heyra það núna? Nú var hljómurinn kominn mjög nærri — eftir augnablik mundi hóp- urinn koma fyrir hornið. Nú kom hann og hami heyrði glögt: Allons enfants de ta patrie Le jour de gloire est arrivé ...... Nú staðnæmdist fjöldinn fyrir framan lnisið lians og liann fór að glugganum til að líta út. Pístólan datt úr liendinni á honum þegar hann sá mannfjölda, sem skifti þús- undum í rauðleitu skini blaktandi blysa. Og þarna, í gullstól, sat Bett- ina og söng fyrir. Þá mundi hann nóttina, ljóðið og lagið sem liann hafði samið án þess að liugsa út i, að hann hefði ekki verið einn. Hann sá höfuð Bettínu upp úr mannfjöldanum. Um svart, gljáandi liár hénnar var lárviðar- krans. Augu þeirra mættust — Bettinu voru Ijómandi af fögnuði. Hann sagði lágt: — Þakka þjer Bettína, að þú söngst ljóðið mitt og bjargaðir mjer frá að drýgja heigulslegan og ó- sæmandi verknað! Hún brosti angurblítt til hans og svaraði svo lágt, að varla heyrðist: — Jeg söng það, og jeg söng það vel, af þvi ... af því jeg elska yður. tí ERSÖNGUR RÍNARHERSINS A breiddist út um alt Frakkland eins og eldur í sinu. í hverjum klúbb, liverju leikhúsi var söngur Rouget de l’Isle sunginn, og þegar Marsiljubúar, hermenn og sjálf- boðaliðar úr þjóðverði borgarinnar, sóttu fram til Parísar með 500 manna sveit, lieýrðu Parísarbúar í fyrsta sinn sönginn, sem síðar átti eflir að hljóma innan um ópin frá stöðunum, sem fallöxin vann stanslaust að mál- efni býltingarinnar. Og með söngn- um Chant de guerre aux armées des frontieres — en því nafni var hann kallaður þá — hitti upreisnarherinn, undir forustu Dumoiriez liershöfð- ingja, Prússana við Valmy og stöðv- aði framrás þeirra til París, þar sem grunclvallarlagaþingið hjelt fund sama dag. Robespierre og villidýrið Marat náðu völdunum, og liöfuð konungs- sinna og lýðveldissinna lentu undir fallöxinni i einni bendu. Barón de Launay og hin fagra og drambsama dóttir hans voru hálshöggin. En gandi borgðarstjórinn Dietrich var einnig kallaður fyrir rjett og ljett- vægur fundinn. Rouget höfuðsmaður reyndi að bjarga þessum gamla vini sínum, en fjell sjálfur í ónáð og bjargaði sjer á flótta á siðustu( stundu. Hann flýði norður á bóg-' inn og' vonaðist til að sjer yrði gleymt, en einn góðan veðurdag hljómaði Rínarsöngurinn i eyrum hans og villisveitir byltingarinnar sóttu að smábænum sem hann dvaldi í, úr öllum áttum. — Hvað kallið þjer þennan söng, borgari? spurði hann einn af for- ingjum byltingaliersins. — „La Marseillaise“ var svarað, og sem fangi lieyrði Rouget de l’- lsle i fyrsta sinn hið raunverulega nafn söngsins, seni liann hafði samið. Rouget de Tlsle var fluttur til Saint Lazare, gamla klaustursins í Faubourg Saint Denis, en ránin á þeim stað urðu hið eiginlega upp- haf byltingarinnar, 13. júlí 1789. í Saint Lazare hitti Rouget ágætt fólk, sem reyndi að bjargast eins og best gekk við þann þrönga kost, sem það átti jmrna. Þar var með naumindum rúm fyrir 1200 fanga, en þó var kasað þar saman 2000 körlum og konum, sem biðu þess, að mál þeirra kæmi fyrir dómstólana. — Hvenær skyldi koma að mjer? hugsaði Rouget og leit yfir fangana sem með honum voru og allir voru milli vonar og ótta um örlög sín. En nú leið að falli Robespierres. Nokkrum dögum síðar brást honum röddin í orðasennu í Konventinu, er einn af andstæðingum hans hróp- aði hæðilega til hans: — Blóð Dantons kæfir þig! Nokkpr dögum síðar opnuðust járnliurðirnar i Saint Lazare og ýmsir menn og konur yfirgáfu þenn- an forgarð dauðans sem frjálsir menn. Rouget hjelt í skyndi til Par- is og liitti þar einn dag Bettínu, sem nú var orðin fræg söngkona og mikil fríðleikskona. — Rouget! sagði luin, —- þjer hjer? Jeg hjelt þjer liefðuð orðið að fara sömu leiðina og liann faðir minn. — Nei, Bettina, örlögin vildu haga því öðruvísi og vildu, að jeg hugs- aði sem oftast til yðar og næturinn- ar í Strassburg, þegar þau gerðu okkur bæði fræg. Þá voruð þjer varla nema barn. Munið þjer þegar við vorum borin samhliða um göt- urnar og þjer hvísluðuð að mjer, að þjer hefðuð sungið lagið mitt vel, vegna þess að þjer elskuðuð mig? Hann horfði á hana sterkum aug- um, sem hún þekti aftur síðan nótt- ina þegar þau gljáðu sem mest og veikir fiðlutónarnir runnu saman við rödd hans. — Já, jeg man það, svaraði hún hljótt. — Nú eruð þjer fullvaxta, fögur og fræg kona, Bettina; en — elskið þjer mig ennþá? Hún horfði alvarlega í augu hans: Já, Rouget, jeg hefi aldrei verið hugfangin af öðrum .... ])ví að jeg hefi altaf elskað þig .... einan! Mánuði síðar fóru gæfusöm hjón til smábæjarins undir Jurafjöllum, þar sem byltingin hafði fyrst kent Rouget nafnið á byltingasöngnum, sem hann hafði sjálfur samið, söng eldmóðstónanna sem franskar her- sveitir síðan unnu svo margan sig- ur undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.