Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 11
51.—52. Reykjavík, föstudaginn 19. desember 1941. XIV .Sjerti .Siíixirbjörn Eínarssomj Dyröiin er Droltins Enn hljómar J liinn dýri boð- í skapur jólanna ®) um dýrð Guðs í ( upphæðum og frió V á jörðu og vel- þóknun Guðs yf- ir mönnunum. Enn fær hann að dreypa m júkri svölun ísármann- anna, enn mun hann laða fram góðleik, fegurð, birtu og ástúð í þessum heimi, sem annars er mikils til of fátækur af þessu öllu, enn heyrum vjer í hljómi hans vængjatak vonarinnar, sem oss virðist ef iil vill annars flúin og frá oss snúin, enn virð- ist oss dagroðinn þokast hærra og morguninn færast nær. En hvað eru þessir draumar og sýnir í tjósbirtu hinnar helgu hátíðar, þessar hillingar í gliti hinnar björtu nætur? Er- um vjer annað en börn, sem látum sefast um stund við mjúklátan hreim kunnrar sagn- ar, svo að kvíðinn, uggurinn, óttinn strýkst af oss og hörm- um heimsins hvarflar frá oss eina stutta næturstund? Erum vjer annað en börn með lítið kerti, sem logar í vari fyrir veruleikanum og gefur oss fag- urt en hvikult æfintýri fyrir handan allar þær staðreyndir, sem vjer þreyfum á í grárri birtu hins langa skammdegis? Vitum vjer ekki að tjósið myndi slokna, ef það væri bor- ið út í hið rúmhelga tíf? Vitum vjer ekki að skinið út u'm Ijór- ann, skinið frá jólakertinu, lýsir skammt, og að úti ríkir ægilegt myrkur? Og innan stundar er kertið útbrunnið og eftir stöndum vjer, börn í myrkri, tjóslaus, og langt tit næstu jóla. Vjer stöndum eftir með útbrunnið skar, fjarlægan fortíðarboðskap um frið á jörðu, — og á jörðunni er eng- inn friður. Mynd tjóssins dvel- ur um stund fyrir sjónum vorum, en ef til vill aðeins til þess að myrkrið verði því þjett- ara, uns vjer liöfum vanist því aftur. Hljómur jólaklukkunn- ar, friðarklukkunnar, druknar i vopnabraki og vígaglami, enn ríkir kúgun, ógn og hörmung í þeim heimi, sem fluttur var þessi boðskapur: Sjá, jeg boða yður mikinn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðnum. Því að yður er í dag frelsari fæddur Je.g vildi biðja þess, að hin blessaða hátíð yrði oss með öðrum hætti gleðileg, áþreifan- legri, varahlegri blessun og á- vinningur, en hjer var lýst. Englarnir, sem boðuðu hinn mikla fögnuð, „lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sje Guði í upp- hæðum“, og þetta er þeirra ei- lífi fögnuður, þeirra eilífa líf, því að þeir þeklcja Guð, vita, að hann er alt, bókstaflega alt. „Vjer undirtökum englasöng“, syngjum vjer í sálminum. Vjer syngjum um dýrð Guðs. En er hann veruleikinn í lífi voru, sem yfirskyggir alt annað? Verður ekki hitt ósjálfrátt að- alatriðið fyrir oss, vor jarð- neska tilvera, með hennar fyrir- heitum og vonbrigðum, til- breytni og rúmhelgi, friðartil- boðum og friðslitum, Ijósum og skuggum? Guð? Dýrð Guðs? Ríki hans, vilji hans, takmark hans? Skyldi hann ekki ganga til þjónustu við oss, vor mark- mið, vora drauma, vorar til- finningar, sem eru eitt í dag og annað á morgun? Ættum vjer að ganga til þjónustu við hann, lúta honum, dýrka hann, tigna og tilbiðja? Mennirnir hafa svarað þessum spurning- um neitandi í lijarta sínu, hvað sem varirnar sögðu. Þeir hafa leitað eigin dýrðar og eigin veg- semdar. Þeir hafa krýnt sjálfa sig með smáin annara, sóst eftir þeirri frægð, sem aðrir menn urðu að gjalda með tárum og sárum, blóði og dauða. Hjer crum vjer allir sekir. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, segir postulinn. Það er aðeins einn, sem gat sagt frammi fyrir almáttugum Guði: Jeg hefi gjört þig dýrlegan á jörðunni, með því að fullkomna það verk, sem þú fjekst mjer að vinna, — það var liann, sem ekki fjekk að fæðast í liíbýlum mannanna og dó sem illræðis- maður, dæmdur af mönnunum. En öllúm þeim, sem tóku við honum, trúðu á hann, gaf hann rjett til þess að verða Guðs börn, segir Jóhannes, hann gaf þeim sinn rjett, sína verðskuld- un, þá tign og dýrð, sem hann ber í augum Guðs, einti allra. Hann gaf þeim möguleika til þess að efla dýrð Guðs á jörð- iinni og íklæðast henni í eilifð- inni. Ef vjer eigum hlutdeild í þessum fögnuði, þái verður gleði jólanna annað en geislabrot i gegnum ský, meir en völt og hverful harmabót, sem engum umskiftum veldur í veruleika lífs vors. Vjer höfum mætt lif- andi Guði, þreifað á kærleika hans, sjeð dýrð hans, vjer vit- um, að hann er alt, svo á jörðu sem á himni, vitum, að hann elskar heiminn, elskar oss. Ilans er ekki aðeins dýrðin, hans er líka ríkið og mátturinn um aldir alda. Hann gaf oss frels- ara. Sái, sem fylgir honum, gengur ekki i myrkrinu, heldur hefir tjós lífsins. Það Ijós slokn- ar ekki. Það þolir veruleika jarðlífsins. „Það lýsir mjer heim.“ Eilífum Guði sje lof og dýrð. Hann gefi þjer gleðileg jól. Sigurbjörn Einarsson. \ /‘W.t*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.