Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 20

Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 20
14 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 Einkennileg „tilviljun“ Eftir Júlíns T. Júlinusson skipstjóra. (Júlíus skipstjóri Júlinusson hafdi tæplega slitiö barnsskónum er hann fór aö stunda siglingar. Stýrimannsnám sitt stundaði hann erlendis og sigldi að því loknu lengi vel með útlendum skipum. Frá þeim árunii er eftirfarandi saga, sem segir frá sönnum viðburði, er gerðist á jólunum fyrir 30 árnm. — Uefir Júlíus jafnan skrifað hjá sjer þaö sem merkilegt hefir gerst i ferðum hans og er þetta ein af minnisgreinum hans. — RitstjJ. Það var undir árslokin 1905, l'inn tíunda desember, að eim- skip eitt sigidi niður Elben frá Hamborg. Ferðinni var heitið vestur til Ameríku — til Sav- onnah — og skipið hlaðið salt- pjetursúrgangi, en hann er no1- aður til áburðar. Jeg var 3. stýri- maður á þessu skipi. Við fengum besta veður yfir Norðursjóinn og vestur úr Erraa- sundi og eiginlega var ágætis- veður alveg fram til jóla. — En a Þorláksmessu var komið mót- vindi og stormur, með miklum sjógangi. Svo breyttist hann smátt og smátt á áttinni og gekk í norðvestur og þá fór okkur að miða dálítið áfram á nýjan leik. Þegar hjer var komið sögunni vorum við staddir skamt fyrir sunnan Azoreyjar. Á Þorláksmessu gekk brytinn á röðina milli allra yfirmanna á skipinu og bauð okkur til borð- halds á aðfangadagskvöldið í skipstjórakáetunni. Var þetta gömul venja um borð. Einnig var það fastur siður, að skipshöfnin fram á, hásctai- og kvndarar, fengi glaðning á aðfangadags- kvöldið, með jólagæsinni sinni — ýmiskonar áfengi — „sína ögn- ina af hverju“ sem kallað er, en aldrei var þetta misbrúkað, hvorki fyr eða síðar í öll þau sex ár, sem jeg var með skipinu. En á aðfangadagsmorgun kom 1. vjelstjóri þungbrýnn til skip- stjórans og segir: Jeg ætla að mælast til þess, að kyndararnir fái helsl ekki neitt áfengi í kvöld. Við höfum liaft slæmt veður og slæmt er það enn. Og það hefir gengið svo illa að halda nægum hita á kötlunum, að það má ekki tæp- ara standa. Ekki get jeg fallist á, að setja þá hjá, sagði skipstjórinn. En það skal ekki verða mikið, sem þeir fá. Þegar jólahelgin gekk i garð á aðfangadagskvöld söfnuðumst við yfirmennirnir allir saman í híbýlum skipstjóra, nema stýri- maðurinn og vjelstjórinn, sem liöfðu vakt þá stundina, en sem voru leystir af hólmi undir eins og við höfðum matast. Við ósk- uðum hverjir öðrum gleðilegra jóla og svo hófst þessi óbrotna jólahátíð okkar. Jeg er sannfærð- ur um að liver og einn i þessum hóp dvaldi i huganum heima Iijá ástvinunum og kunningjunum og sendi þeim lilýjar ltveðjur cg óskir um, að þeirra jólahátið yrði ekki síðri en okkar. Því næst var tekið til matar og þeg- ar hinni óvenjulega íburðarmiklu máltið var lokið komu spilin á horðið og timinn leið fljótt. Rjett undir klukkan ellefu um kvöldið fórum við að taka eftir, að vjclin var ekki eins og hún átti að sjer. Hún var farin að b.ægja á sjer, eins og hún væri að sýna á sjer snið til að taka jólafrí. 1. vjelstjóri kunni ekki við þetta og hvarf á burt til þess að athuga hvað að væri. Eftir dálitla stund kom liann aftur og sagði sínar farir ekki sjjettar. Hann liafði sem sje þær frjettir að færa, að kyndararnir væru allir meira eða minna út- úrdrukknir og eldur að deyja út á ristinni. Þeir höfðu slegið slöku við kyndinguna. Undir ldukkan tólf á miðnætti varð einkennilega hljótt í skipinu niðurinn frá vjelinni, sem maður venst svo vel á sjónum, að mað- ur man ekki eftir honum fyr en liann þagnar, var hljóðnaður — vjelin var hætt að ganga og við vögguðum á bárunum eins og latur máfur, þó að veðrið væri síður en svo bentugt til þeirra hluta. Jóladagsmorgun um khdíkan sex voru svertingjarnir farnir að rakna úr rotinu og skipið komst smátt og smátt á svo mikla hreyf- ingu að það ljet að stjórn. Var nú haldið áfram ferðinni í rjetta stefnu. Jeg hafði árdegisvaktina a stjórnpallinum, frá klukkan 8 lil 12. Undir klukkan ellefu sje jeg ekki betur en að eldstólpi mikill standi upp úr sjónum í fjarska á hljeborða. Þótti mjer þetta undrun sæta og fór þegar til skipstjóra og skýrði honum frá Jiessu og bað hann að koma og sjá. Hann vildi ekki trúa mjer i fyrstu. Við værum úti á miðju Atlantshafi og óhugsanlegt að við gætum nokkursstaðar sjeð eld í landi og engin viti hjer ná- lægur. Hann kom þó hið bráð- asta upp á stjórnpall og nú sá- um við í kíkirum okkar enn greinilegar en áður mikið eldliaf á hljeborða, þar sem jeg bafði áður sjeð logann. Hafði eldfjalli skotið þarna upp úr iðrum liafs- ins eða ....'! Nú var þegar breytt um stefnu og haldið í átt- ina til þessara dularfullu elda, og allir mennirnir voru kallaðir á þilfar, lil þess að við værum við öllu búnir. Við færðumst brátl nær og gátum nú sjeð livað um var að vera. Þarna var stórt seglskip í björtu báli. Og við sáum vesl- ings mcnnina á hlaupum á þil- farinu. Ennþá var veður all- hvast og' mikill sjór, svo að skipsmenn gátu stýrt undan vindi og sjó og haldið skipinu í horfi, en sjálfir gátu þeir hafst við á aftanverðu þilfari, fyrir aftan bálið. Þessari sjón gleymi jeg aldrei! Skipið, sem var að brenna þarna, var úr járni og bvrðingurinn allur, ofan sjávar- borðs var orðinn glórauður af hitanum. Hvenær sem skipið hallaðist, þannig að sjórinn snerti glóandi byrðinginn, gaus upp þjettur bvítur mökkur, eins og þjettast lir gufuhver, en suðu- bvinurinn lieyrðist gegnum sjáv- arniðinn. Þetta var margþúsund- falt stækkuð mynd þess sem skeður, þegar smiðurinn herðir glóandi járnið úr eldinum. Framsiglurnar höfðu báðar orðið eldinum að bráð og voru fallnar, en mezan-mastrið eitt stóð eftir. Þar höfðu skipsmenn- irnir í öngum sínum dregið upp treyju í hálfa stöng — sem neyð- armerki manna, sem voru að berjast við tvær andstæðar höf- uðskepnur i senn: eldinn og vatnið. Skipbrotsmennirnir leituðu sjer samastaðar þar sem belst hlífði fyrir hinum óbærilega bita frá eldinum og sumir bjengu jafn- vel utanborðs aftast á skipinu. Þeir kölluðu lil okkar, en ekki gátum við heyrl hvað þeir sögðu. Björgunarbátur okkar á bak- borða var nú tygjaður til ferðav og við vorum sjö, sem fórum í bátinn. 1. stýrimaður stjórnaði ferðinni, en við urðum þess brátt vísari, að piltunum okkar var varlega treystandi til stórræða, þvi að þeir böfðu tekið sjer helsl til mikið neðan í því kvöldið áð- ur og líöfðu ekki jafnað sig að fullu enn. Við, sem áttum að fara í björgunarferðina, hlupum nú í skyndi í bátinn, en þeir sem eftir voru á þilfarinu áttu að láta liann síga og gæta þess að sæta lagi þegar kyrrast væri, þvi að sjór var allmikill. En þeir, glóparnir, Ijetu kylfu ráða kasti um, hvernig báturinn kæmi nið- ur, og í því að liann var að snerta sjóinn reið stór alda vfir og braut björgunarbátinn við skipshliðina. Það tókst að draga okkur upp úr sjónum, sem í bátnum vorum og um boi-ð aftur. En nú böfð- um við ekki nema einn björgun- arbát eftir og ekki var þorandi að hætta lionum líka. Meðan við vorum að þessari tilraun hafði ckkur rekið allnærri skipinu og nú köllum við til mannanna a liiiiu brennandi skipi, að þeir yrðu að fleygja sjer fyrir borð. En jafnframt urðum við nú að fara fulla ferð áfram til þess að komast hjá áreksti-i við skip þeirra. Þegar þeir sáu að skip okkar sveigði undan hafa þeir lialdið, að við værum að yfirgefa sig og nú hrópuðu þeir og æptu til okkar. Við komum upp að þeim aftur er við höfðum farið hring frá þeim, og nú sáum við að einn skipsmanna flevgði sjer fyrir borð og synti í áttina tii olckar og brátt komu fleiri á eftir. Þessi maður, sem fyrstur fieygði sjer útbyrðis, var sá, sem við náðum fyrst um borð. Ekki var hann fyr kominn upp á þil- farið en við spurðum hvaða skip þetta væri, en hann svaraði okk- ur engu, en kraup á knje og þakkaði guði fvrir björgunina frá yfirvofandi dauða. Nú náð- um við binum sex um borð smátt og smátt — þeir voru alls sjö Iifandi á skipinu. Erfiðast gekk að bjarga 1. stýrimanni af brunaskipinu. Hann var í björg- unarbauju, kunni ekki að synda og bafði slasast á bandleggnum. Loks náðum við í hann tveir, við skipshliðina og gátum dregið hann upp. Og nú voru þeir komnir um borð allir sjö, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.