Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 6
6 1. október 2009 FIMMTUDAGUR HRIKTIR Í STJÓRNARSAMSTARFINU ÍS LE N SK A S IA .I S F LU 4 74 00 0 9. 20 09 1 kr. aðra leiðina + 990 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir 1. – 31. október – bókaðu á www.flugfelag.is Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, ábyrgð stjórnenda, reikninga o.fl . Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt 7., 9. og 12. október kl. 16-19. Kennslustaður er Holtasmári 1, 8. hæð, Kópavogur. Verð 30.000 kr. Leiðbeinandi er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M VR og fl eiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 894 6090 eða á alb@lexista.is Hefur þú áhyggjur af þyngd þinni? Já 52% Nei 48% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sérðu eftir Ögmundi Jónassyni úr stól heilbrigðisráðherra? Segðu skoðun þína á visir.is. Staða ríkisstjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur er afar veik eftir atburði síðustu daga og óvíst hvort hún hefur pólitískt þrek til að starfa mikið lengur. Afsögn Ögmundar Jónasson- ar og óljós staða Icesave-málsins ráða mestu en fleira kemur til. Togstreitu gætir í röðum Sam- fylkingarinnar í garð samstarfs- flokksins. Til að mynda eru Sam- fylkingarþingmenn óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdótt- ur umhverfisráðherra um að una ekki úrskurði Skipulagsstofnunar um ónauðsyn sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Helguvíkur- álvers. Jafnframt telja þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, ganga fullhart fram í andstöðu sinni við ESB- aðild. Enda þótt hann sé frjáls að skoðunum sínum hafi ríkisstjórn og Alþingi ákveðið að ganga til aðildarviðræðna við sambandið. Hvað sem þessari óánægju líður telja þeir þingmenn Samfylking- arinnar sem Fréttablaðið ræddi við annað ríkisstjórnarsamstarf ófært. Hinir sömu sögðu algjöra ein- urð ríkja í þingflokki sínum um að halda áfram samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og semja þannig um Icesave að Bretar og Hollendingar geti við unað. Að öðrum kosti sé endurreisn efna- hagslífsins ómöguleg. Jóhanna Sigurðardóttir hefur því stuðning alls síns liðs. Staðan innan VG er flóknari. Efasemda gagnvart Icesave gætir víðar en hjá Ögmundi Jónassyni. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni er í nöp við málið en heldur er talið að Guðfríður Lilja og Ásmundur greiði götu þess þegar ríkisstjórninni, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, hefur auðnast að ná samkomulagi við viðsemj- endurna. Með öllu er óvíst um afstöðu Lilju Mósesdóttur. Innan þingflokks VG er, líkt og hjá Samfylkingunni, full samstaða um að halda beri stjórnarsamstarf- inu áfram. Þingsetningarathöfnin hefst á guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag. Að henni lokinni verður eiginleg þingsetn- ing í Alþingishúsinu með ávarpi forseta. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt klukkan fjögur. Stefnuræða forsætisráðherra er áformuð á mánudag. bjorn@frettabladid.is Þingsetning í skugga pólitísks glundroða Ríkisstjórnin gengur löskuð til þingsetningar í dag. Lyktir Icesave-málsins eru enn óljósar. Togstreita er milli stjórnarflokkanna vegna ákvarðana í ríkisstjórn. GENGIÐ TIL ÞINGSETNINGAR Þing kom saman 15. maí eftir kosningarnar í apríllok. Ríkisstjórnin var þá full orku og sjálfstrausts. Annað er uppi á teningunum nú; stjórnin kemur löskuð til þings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er orðinn áhyggjufullur yfir þessari stöðu sem blasir við okkur,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins. „Ríkisstjórnin virðist væg- ast sagt ekki standa traust- um fótum, og hefur nú ekki gert það lengi að mati okkar margra.“ Trú- lega hafi aldrei verið eins mik- ilvægt að búa við trausta rík- isstjórn og því þurfi stjórnar- flokkarnir að fara að ræða almennilega saman og leysa sín vandamál. Hann segir hugsanlegt að annað stjórnarmynstur sé heppi- legra við þessar aðstæður. „Menn úr öllum flokkum verða að fara að setjast niður og ræða það hvern- ig koma má á starfhæfri ríkis- stjórn.“ Mynda þarf starfhæfa stjórn BIRKIR JÓN JÓNSSON Óánægðir láta til sín taka: Mótmælt við þingsetningu Viðbúið er að nokkur fjöldi fólks verði við þingsetn- inguna á Austurvelli í dag og láti í ljós óánægju með ástandið í stjórnmálunum. Á netinu hafa síðustu daga gengið áskoranir og hvatn- ingar um að fólk mæti á Austurvöll vopnað skilt- um, búsáhöldum og jafnvel skyri. Þykir afstaða Ögmundar virðingarverð Ögmundur er fulltrúi lýðræð- isins í þessu,“ segir Þór Saari. „Hann talar eins og sann- ur lýðræðis- sinni.“ Þór segir að ef rík- isstjórnin kjósi að hún falli með ákveðnu máli eins og Icesave þá sé það val Jóhönnu Sig- urðardótt- ur. Þótt það sé nýtt í íslensk- um stjórnmálum að menn taki afstöðu með þeim hætti sem Ögmundur gerði í gær sé þetta „virðingarverð afstaða sem hefði átt að vera komin fram fyrir löngu“. ÞÓR SAARI „Jóhanna er búin að missa fyrir borð eina ráðherrann sem er í tengslum við þjóðina í Icesa- ve-málinu,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sem er áhyggjufull- ur yfir stöð- unni. Það sé fleira en bara Icesave-málið sem veldur rík- isstjórninni vandræðum – hún standi til dæmis í vegi fyrir atvinnu- uppbyggingu. Það hafi verið alvarlegt þegar skrifað var undir samning við Breta og Hollendinga sem hún hafði ekki meirihluta fyrir á þingi, en nú sé verið að ræða fyrir opnum tjöldum að ganga gegn ákvörðun þingsins í málinu. „Ríkisstjórn sem fer ítrekað gegn þingviljan- um í svona stóru máli getur auð- vitað ekki setið,“ segir hann. Stjórnin getur ekki setið BJARNI BENEDIKTSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.