Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 52
1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● úlpur og yfi rhafnir
Á hippatímabilinu þegar ung-
menni gerðu kröfur um að fötin
væru ekki úr gerviefnum komust
kápur og yfirhafnir úr mokka-
skinni í mikla tísku og farið var
að súta mokkaskinn hérlendis.
Fyrstu auglýsingar um mokka-
klæðnað sjást í Morgunblaðinu á
áttunda áratugnum en gæran var
notuð mikið í húfur, vettlinga og
svo kápur.
Fram til þessa tímabils höfðu
bændur lítið hugsað um skinnin
sjálf en Svíar höfðu aftur á móti
reynslu af framleiðslu mokka-
skinns allt frá fyrri heimsstyrj-
öld. Fljótlega urðu íslensku skinn-
in þó eftirsótt og ekki síst erlend-
is. Hippar voru hins vegar ekki
hippar nema eiga mokkakápu hér
á landi. - jma
Mokkaskinn í
yfirhafnir
Jökull Jakobsson, rithöfundur og leik-
ritaskáld, í mokkajakka árið 1974.
MYND/BJARNLEIFUR
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
Notað & Nýtt
Mörkinni 1
108 Reykjavík
sími 517 2030
www.nogn.is
LAGERSALA
úr versluninni Max Mara
80%
afsláttur
Þrátt fyrir að svarti leðurjakkinn
sé í dag í hugum flestra sá klass-
íski og upprunalegi var leðurjakk-
inn brúnn í byrjun. Þeir jakkar
voru kallaðir „bomber jackets“
og voru það bandarískir hermenn
sem klæddust einkum jakkan-
um. Á fimmta og sjötta áratugn-
um varð jakkinn vinsæll meðal
almennings í Bandaríkjunum en
sjá má Jimmy Stewart í einum
slíkum í myndinni Night Passage
frá árinu 1957. Harrison Ford var
einnig í brúnum leðurjakka sem
ævintýramaðurinn Indiana Jones.
Marlon Brando lék aðalhlutverk-
ið sitt í svörtum leðurjakka, sem
Johnny Strabler í The Wild One
árið 1953. - jma
Leðurjakkinn
var fyrst brúnn
Harrison Ford klæðist leðurjakka sem
Indiana Jones fyrir nokkrum árum.
Sagan um franskan uppruna orðs-
ins peysa hefur verið langlíf hér á
landi. Sagt er að franskir sjómenn
hafi bent og kallað, þegar þeir sáu
íslenska bændur: „paysan, pays-
an“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Ís-
lendingar hafi misskilið orðið, hald-
ið að verið væri að benda á prjóna-
peysurnar þeirra og farið að kalla
flíkurnar peysur. Vefsíðan visinda-
vefur.hi.is dregur þennan skýr-
ingu uppruna orðsins þó í efa þótt
skemmtileg sé.
Orðið sé búið að vera til í
íslensku að minnsta kosti frá því á
16. öld í merkingunni „prjónuð bol-
flík við peysuföt“ og einnig í merk-
ingunni „skinnkyrtill“ en hún er
ekki lengur notuð. Í Íslenskri orð-
sifjabók Ásgeirs Blöndals Magnús-
sonar segir að óvíst sé hvort stofn-
hljóðið sé ei- eða -ey- og að engin
samsvörun sé til í grannmálunum.
Hann telur því líklegast að orðið sé
tökuorð og stytting úr miðlágþýsku
eða miðhollensku og bendir á hol-
lenska orðið wambuis og stytting-
una buis sem merki „bolflík“ en
það er einmitt síðari liðurinn
sem gæti tengst peysunni.
Hollenska orðið á rætur að
rekja til miðaldalatínu wamba-
sium, „kviðflík höfð undir
brynju“, en það er aftur sótt til
miðaldagrísku bámbax „bóm-
ull“. Íslendingar höfðu tals-
verð viðskipti við Hollend-
inga og þýska Hansakaup-
menn svo ekki er ólíklegt að
orðið hafi borist þá leiðina.
Nánar má fræðast um orðið
á visindavefur.hi.is.
Peysan frá Frökkum