Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 52
 1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● úlpur og yfi rhafnir Á hippatímabilinu þegar ung- menni gerðu kröfur um að fötin væru ekki úr gerviefnum komust kápur og yfirhafnir úr mokka- skinni í mikla tísku og farið var að súta mokkaskinn hérlendis. Fyrstu auglýsingar um mokka- klæðnað sjást í Morgunblaðinu á áttunda áratugnum en gæran var notuð mikið í húfur, vettlinga og svo kápur. Fram til þessa tímabils höfðu bændur lítið hugsað um skinnin sjálf en Svíar höfðu aftur á móti reynslu af framleiðslu mokka- skinns allt frá fyrri heimsstyrj- öld. Fljótlega urðu íslensku skinn- in þó eftirsótt og ekki síst erlend- is. Hippar voru hins vegar ekki hippar nema eiga mokkakápu hér á landi. - jma Mokkaskinn í yfirhafnir Jökull Jakobsson, rithöfundur og leik- ritaskáld, í mokkajakka árið 1974. MYND/BJARNLEIFUR Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 Notað & Nýtt Mörkinni 1 108 Reykjavík sími 517 2030 www.nogn.is LAGERSALA úr versluninni Max Mara 80% afsláttur Þrátt fyrir að svarti leðurjakkinn sé í dag í hugum flestra sá klass- íski og upprunalegi var leðurjakk- inn brúnn í byrjun. Þeir jakkar voru kallaðir „bomber jackets“ og voru það bandarískir hermenn sem klæddust einkum jakkan- um. Á fimmta og sjötta áratugn- um varð jakkinn vinsæll meðal almennings í Bandaríkjunum en sjá má Jimmy Stewart í einum slíkum í myndinni Night Passage frá árinu 1957. Harrison Ford var einnig í brúnum leðurjakka sem ævintýramaðurinn Indiana Jones. Marlon Brando lék aðalhlutverk- ið sitt í svörtum leðurjakka, sem Johnny Strabler í The Wild One árið 1953. - jma Leðurjakkinn var fyrst brúnn Harrison Ford klæðist leðurjakka sem Indiana Jones fyrir nokkrum árum. Sagan um franskan uppruna orðs- ins peysa hefur verið langlíf hér á landi. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, pays- an“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Ís- lendingar hafi misskilið orðið, hald- ið að verið væri að benda á prjóna- peysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Vefsíðan visinda- vefur.hi.is dregur þennan skýr- ingu uppruna orðsins þó í efa þótt skemmtileg sé. Orðið sé búið að vera til í íslensku að minnsta kosti frá því á 16. öld í merkingunni „prjónuð bol- flík við peysuföt“ og einnig í merk- ingunni „skinnkyrtill“ en hún er ekki lengur notuð. Í Íslenskri orð- sifjabók Ásgeirs Blöndals Magnús- sonar segir að óvíst sé hvort stofn- hljóðið sé ei- eða -ey- og að engin samsvörun sé til í grannmálunum. Hann telur því líklegast að orðið sé tökuorð og stytting úr miðlágþýsku eða miðhollensku og bendir á hol- lenska orðið wambuis og stytting- una buis sem merki „bolflík“ en það er einmitt síðari liðurinn sem gæti tengst peysunni. Hollenska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu wamba- sium, „kviðflík höfð undir brynju“, en það er aftur sótt til miðaldagrísku bámbax „bóm- ull“. Íslendingar höfðu tals- verð viðskipti við Hollend- inga og þýska Hansakaup- menn svo ekki er ólíklegt að orðið hafi borist þá leiðina. Nánar má fræðast um orðið á visindavefur.hi.is. Peysan frá Frökkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.