Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 78
54 1. október 2009 FIMMTUDAGUR Ólátabelgirnir Sverrir Þór og Auðunn Blöndal eru óhræddir við að prófa nýja hluti. Þeir hafa meðal annars klætt sig upp sem rónar og verið hótað lífláti. Auðunn segir ekkert hafa toppað Haffa Haff. „Þetta var öðruvísi og það er vægt til orða tekið,“ segir Auð- unn í samtali við Fréttablaðið en tónlistarmaðurinn Haffi Haff tók sig til og sýndi þeim félög- um hvernig ætti að klæða sig að hætti „hippogkúl“-liðsins í nýjasta þætti tvíeykisins. Auðunn vill ekki meina að Haffi hafi fundið dulda og kven- lega hlið á sér þrátt fyrir að hafa verið klæddur upp í bleikan kjól en hvað Sveppa varðar er Auðunn ekki alveg jafn viss. „Það er meiri svona tilhneiging hjá honum; hann virðist alltaf vera tilbúinn í eitthvað svona,“ segir Auðunn og er skemmst að minnast þess að Sveppi tók Auðuni opnum örmum þegar þeir félagar föðmuðust án nokkurra klæða en Auðunn virtist þá vera eitthvað tvístígandi. Óhætt er að segja að þeir félag- ar líti ljómandi vel út á myndun- um og var jafnvel haft á orði að Sverrir Þór gæti jafnvel klæðst þeirri múnderingu dags daglega sem Haffi Haff valdi á hann; „Þetta er sennilega eitt fárán- legasta atriði sem ég hef verið í,“ segir Auðunn. „Að vera þarna í Listasafni Reykjavíkur ásamt Haffa og vini hans, Steina, sem sagði ekkert nema „átta“ allan tímann og stóð nánast eingöngu úti í horni allan tímann. Mér leið eins og ég væri fastur í atriði úr A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick.“ freyrgigja@frettabladid.is Sveppi og Auddi klæddir upp að hætti Haffa Haff ÓVENJULEGIR Auðunn er í bleikum kjól en Sverrir í bol sem kallar fram hárlit hans; Auðunn gæti eflaust ekki farið á Óliver í þessum fötum en Sverrir myndi hiklaust slá í gegn á einhverjum börum borgarinnar í þessari múnderingu. LADY GAGA-STÍLL Haffi og vinur hans Steini voru reffilegir þegar þeir tóku Sveppa og Audda í gegn. Stílinn sem Haffi virðist hafa valið minnir nokkuð á Lady Gaga, sem mætti einmitt á einhverja athöfn í svipuðum klæð- um með tebolla í hægri. „Ég var reyndar bara að sjá auglýsinguna í dag og þetta líkist mjög kjólnum sem ég hannaði. Ég held ekki að auglýsingastof- an hafi stolið hugmyndinni af mér, þetta er örugglega bara tilviljun,“ segir fata- hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson um nýja auglýsingu fyrirtækisins N1, en þar má sjá fyrirsætur klæddar peninga- flíkum ekki ósvipuðum peningakjól sem Ásgrímur Már hannaði fyrir jólasýningu listasafns ASÍ í fyrra. Halldór Reykdal, viðskiptastjóri aug- lýsingastofunnar Fíton, sem framleiðir auglýsinguna, segir fréttirnar koma sér á óvart. „Ég hafði ekki heyrt af peninga- kjól Ásgríms fyrr en núna. Hugmyndin að auglýsingunni poppaði upp hjá okkur fyrir einhverju síðan og okkur fannst hún eiga vel við konseptið. Þannig að þetta var alveg ómeðvitað af okkar hálfu.“ Halldór segir að auglýsingin hafi feng- ið góðar viðtökur frá því að hún fór í birt- ingu, enda hafi mikið verið lagt í hana. „Við létum hanna raunverulegan peninga- kjól fyrir sjónvarpsauglýsinguna en flíkurnar fyrir prentauglýsinguna voru unnar á tölvu. Sú ákvörðun að myndvinna flíkurnar eftir á var tekin því það þótti of erfitt og tímafrekt að hanna margar flíkur fyrir auglýsinguna. En það er skemmtilegt frá því að segja að Ásgrím- ur var á meðal þeirra hönnuða sem við vildum fá til að hanna þessar flíkur.“ Aðspurður hvort þetta sé upphafið að nýrri tískubólu telur Halldór svo ekki vera. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Á netinu hefur til dæmis lengi verið hægt að kaupa svipaðar peningaflíkur og jafn- vel peningaskó,“ segir Halldór að lokum. - sm Peningaflíkum ekki stolið frá Ása PENINGAFLÍKUR Í TÍSKU Ásgrímur Már segir það einskæra tilviljun að fyrirsætur í nýrri auglýsingu klæðist flíkum sem svipar til kjóls sem hann hafi hannað. Í tilefni nýs safndisks bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu verður haldin sérstök draggsýn- ing til heiðurs söngkonunni á Batteríinu annað kvöld. Á sýning- unni verður farið yfir tónlistar- feril Madonnu og eru það Georg Erlingsson Merritt, Atli Freyr Arn- arson, Díana Ómel og Elís Veigar Ingibergsson sem munu skella sér í gervi söngkonunnar og skemmta gestum. „Ég er einn mesti aðdáandi Madonnu hér á landi og hef fimm sinnum farið á tónleika með henni. Það er mögnuð upplifun að sjá hana á tónleikum og sýning- ar hennar slá allt annað út í flott- heitum. Það eru margar dragg- drottningar hræddar við hlutverk Madonnu því hún er svo svakalega mikil díva og það er erfitt að leika það eftir, en við ætlum að reyna og þetta verður þá annað hvort frá- bær sýning eða algjört klúður,“ segir Georg Erlingsson, skipu- leggjandi sýningarinnar. Draggdrottningarnar, auk hóps dansara, munu koma fram sem Madonna á ýmsum tímabilum og segist Georg leggja mikið upp úr að skapa notalega stemningu á staðnum. „Við sem tökum þátt í sýningunni munum hoppa inn og út af sviðinu í mismunandi gerv- um þannig það verður brjálað að gera baksviðs og ég geri ráð fyrir að við verðum allir pungsveitt- ir þarna í bókstaflegri merk- ingu,“ segir Georg, sem verður eina drottningin sem mun syngja lög Madonnu í raun. Húsið verður opnað á miðnætti annað kvöld og er aðgangseyrir 1.000 krónur. - sm Pungsveittar draggdrottningar TIL HEIÐURS MADONNU Sérstök draggsýning verður haldin í tilefni nýs safndisks poppdrottningarinnar á Batteríinu annað kvöld. > NÝTT OFURPAR? Sögusagnir um meint ást- arsamband Justins Timber- lake og Rihönnu eru enn á sveimi. Samkvæmt Star Magazine á parið að hafa verið í stöðugu símasam- bandi síðan á VMA-hátíðinni og á Rihanna meðal ann- ars að hafa spurt Timberlake hvort hann hafi slitið sam- bandi sínu við leikkonuna Jessicu Biel. folk@frettabladid.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.