Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 1. október 2009 39
UMRÆÐAN
Björg Blöndal skrifar um net-
notkun
Hvað getum við gert til að efla öryggi í tækni- og net-
notkun barna og unglinga?
Við þurfum að byrja á því
að sá fræinu. Það gerum við
með því að virkja þá sem eru í
kringum okkur, til dæmis for-
eldra, skólastjórnendur og alla
sem geta komið að þessu verkefni, með
jákvæðu hugarfari til að kenna okkur
sem yngri erum að fara að með gát. Flas
er ekki til fagnaðar og alls ekki þegar
netið er annars vegar. Netið er uppfullt
af fræðandi möguleikum og skemmtun.
Netnotendur ættu hins vegar að gera sér
ljóst að ekki eru allar upplýsingar
á netinu réttar og þar leynast líka
hættur á hverju strái. Ef við, börn
og unglingar, eigum að varast þær
þurfum við stuðning og fræðslu.
Hana viljum við fá frá foreldrum
okkar og við viljum líka fá að
fræðast um þessi mál í skólanum
en í raun ætti að setja örugga net-
notkun barna inn í námskrá skól-
anna sem skyldufag og byrja sem
fyrst.
Það sem við gerum á netinu endurspeglar
okkur sjálf
Tökum dæmi. Þú ert með Facebook-síðu,
sem er læst öllum öðrum en „vinum“
þínum, og þú setur inn ljóta mynd af ein-
hverjum bekkjarfélaga. Þú ert fullviss
um að viðkomandi eigi aldrei eftir að sjá
myndina en svo kemur annað í ljós. Þessi
bekkjarfélagi er í heimsókn hjá einhverj-
um af „vinum“ þínum (sem þú ert með
inni á Facebook) og þessi „vinur“ skoð-
ar svæðið þitt. Flettir í gegnum mynda-
albúmin og klikk – kemur ljóta myndin
ekki á skjáinn! „Vinurinn“ fer að hlæja og
bekkjarfélaginn verður miður sín. Hvern-
ig heldur þú að viðkomandi líði? Gleym-
um því ekki að það er hægt að rekja
tölvupóst og allar færslur sem settar eru
inn á netsíður.
Lærum að nota netið rétt
Verum viss. Hugsum áður en við fram-
kvæmum. Það er góð regla að skrifa ekki
neitt inn á netið í reiði eða fljótfærni.
Munum að það er ekkert einkalíf inni á net-
inu þannig að þú þarft að passa þig hvað þú
setur inn á það. Gullin regla er að hleypa
engum inn á svæðið þitt sem þú þekkir
ekki. Ég vil nota þetta tækifæri til að benda
á heimasíðu Saft.is en hún er uppfull af
fræðslu um örugga net- og tækninotkun
barna. Þar er að finna netorðin fimm, net-
heilræði og fleira. Ég hvet alla foreldra til
að kynna sér þetta efni með börnum sínum.
Slóðirnar eru:
■ http://www.saft.is/oruggnetnotkun/net-
ordinfimm/ og
■ http://www.saft.is/oruggnetnotkun/fyrir-
foreldra/netheilraedi
Ég vísa að lokum í áskorun ungmenna-
ráðs Saft þar sem skorað er á skólastjórn-
endur að halda sérstaka þemaviku nú í
haust um jákvæða og örugga netnotkun
barna og unglinga.
Höfundur er nemandi í 8. bekk Austurbæj-
arskóla og meðlimur í Ungmennaráði Saft.
Öryggi og hegðun barna á netinu
UMRÆÐAN
Kolbrún Baldursdóttir skrifar
um fjölmiðla
Það er mat margra sem komnir eru fram á og yfir miðjan aldur
að sá hluti Morgunblaðsins sem
hvað erfiðast sé að láta framhjá sér
fara sé minningargreinarnar. Tak-
ist ekki að fylgjast með andlátstil-
kynningum eða skanna minningar-
greinar reglulega sé ávallt sú hætta
fyrir hendi að andlát gamalla vina,
kunningja eða
fólks sem teng-
ist vinum og
vandamönnum
fari einfald-
lega framhjá
manni. Pínleg-
ar aðstæður
geta skapast
þegar spurt er
t.d. „hvernig
hefur mamma
þ í n þ a ð ? “
og viðkom-
andi svarar: „hún er látin.“ Til að
fyrirbyggja þetta vilja margir, og
þá sérstaklega þeir sem komnir eru
á þann aldur að þeir eru farnir að
sjá á eftir jafnöldrum yfir móðuna
miklu, fletta minningargreinahluta
Morgunblaðsins helst daglega.
En hvað er nú til ráða ef þetta
sama fólk er kannski mjög ósátt
við ráðningu Davíðs Oddssonar í
ritstjórastól Moggans og langar
jafnvel hvað mest til að segja upp
áskriftinni? Þessir einstaklingar
þurfa að velja á milli þess að:
1. Sætta sig við ráðningu fyrr-
verandi formanns Sjálfstæðis-
flokksins í ritstjórastól „Blaðs allra
landsmanna“ og fá áfram sendan
Moggann með minningargreinum
og öðru því sem ritstjórnin kýs að
birta.
2. Að segja upp áskriftinni og
auka þannig líkurnar á að finna
sig í ofangreindum aðstæðum þar
sem andlát einhvers kunnugs hefur
farið framhjá þeim.
Ein lausn á þessu er sú að Frétta-
blaðið taki það upp hjá sér að birta
minningargreinar. Þá skapast þeir
valmöguleikar að fólk getur ákveðið
hvort það vilji birta eftirmæli ást-
vina sinna í Morgunblaðinu, Frétta-
blaðinu eða í báðum þessum blöð-
um. Telja má víst að Fréttablaðið
muni auka vinsældir sínar til muna
birti blaðið minningargreinar og
mörgum kann þá að finnast að með
því uppfylli það þessa sammann-
legu þörf að fylgjast með fréttum
af mönnum og málefnum.
Höfundur er sálfræðingur.
Tímabært að
Fréttablaðið
birti minn-
ingargreinar
KOLBRÚN
BALDURSDÓTTIR
BJÖRG BLÖNDAL
Auglýsingasími
– Mest lesið
Nýtt. Advanced Night Repair
Synchronized Recovery Complex
Á grundvelli tímamótarannsókna á genum þeim er stjórna lífsklukku okkar og því mikilvæga
hlutverki sem þau gegna í viðgerðum á erfða-efni húðarinnar (DNA), hefur Estée Lauder nú
framleitt einhverja áhrifamestu öldrunarvörn sem fram hefur komið fyrir húðina.
Notaðu þessa frábæru vöru á hverjum degi til að stuðla að samfellu í viðgerð á ummerkjum
fyrri skemmda sem orðið hafa vegna mikils umhverfisáreitis – útfjólublárra geisla, reyks,
mengunar, jafnvel tilfinningastreitu. Líttu á þetta sem „tryggingu“ fyrir húð sem virðist yngri
og við betri heilsu dag eftir dag.
ALVÖRU FULLYRÐINGAR STUDDAR ALVÖRU VÍSINDUM
Leitaðu uppi www.esteelauder.com á vefnum til að fræðast betur
um þessa frábæru nýjung sem húð þín ætti ekki að vera án.
ER Í RAUN OG VERU HÆGT AÐ GERA VIÐ DNA-SKEMMDIR?
VÍSINDAMENN OKKAR TELJA SVO VERA
Allt þetta fyrir þig ef þú kaupir vörur frá Estée Lauder fyrir 5.500 eða meira
í Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáratorgi og Lyfju Selfossi dagana 1. – 7. október.
Gjöfin inniheldur:
Daywear Plus 15ml – dagkrem
Idealist 7ml – kraftaverkakrem
Gentle Eye Makeup Remover 30ml
– augnfarðahreinsi
Silky Eyeshadow duo – tvo augnskugga
Pure Color Crystal Lipstick
– varalit 301, crystal baby
Projectionist Mascara – svartan maskara
Fallega snyrtitösku og snyrtibuddu.
Verðgildi kr. 22.245.-
Meðan birgðir endast.