Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 24
24 1. október 2009 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 3 Velta: 8 milljónir
OMX ÍSLAND 6
809 -0,01%
MESTA HÆKKUN
FØROYA BANKI +0,70%
MESTA LÆKKUN
ÖSSUR -0,40%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,50 +0,00% ... Atlantic
Airways 145,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 330,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,75 +0,00% ... Eik Banki 90,00 +0,00 ... Føroya Banki
144,00 +0,70% ... Icelandair Group 2,20 +0,00% ... Marel Food Syst-
ems 62,90 +0,00% ... Nýherji 10,50 +0,00% ... Össur 122,50 -0,40%
Stjórn Alfesca hefur óskað eftir
því að hlutabréf fyrirtækisins
verði tekin úr viðskiptum í Kaup-
höllinni. Óskin
kemur í kjölfar
yfirtöku Lur
Berri Iceland
ehf. og lyk-
ilstjórnenda
fyrirtækisins
á Alfesca um
miðjan ágúst.
Tilboðinu lauk
17. ágúst síðast-
liðinn og fór fram innlausn á hluta-
bréfum þeirra sem ekki toku því.
Lur Berri Iceland ehf. og sam-
starfsaðilar eiga nú 99,43 prósent
af útgefnu hlutafé Alfesca og fara
með allan atkvæðisrétt í félaginu.
Stærsti einstaki hluthafi Alfes-
ca er Ólafur Ólafsson í gegnum
félagið Alta Food Holding en það
á fjörutíu prósenta hlut í Alfesca.
- jab
Alfesca
óskar eftir
afskráningu
ÓLAFUR ÓLAFSSON
Evrópski seðlabankinn mun
lána 589 bönkum og fjármála-
fyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2
milljarða evra, jafnvirði rúmra
13.700 milljarða króna, til næstu
tólf mánaða.
Þetta er tæplega helmingi
lægri upphæð en fjármálasér-
fræðingar höfðu almennt reiknað
með að bankarnir myndu sækja
sér. Bloomberg-fréttaveitan segir
þetta merki um að traust sé að
aukast á millibankamarkaði.
Seðlabankinn setti prent-
vélarnar í gang og opnaði hirslur
sínar í ársbyrjun með það fyrir
augum að blása lífi í lánveiting-
ar til einstaklinga og fyrirtækja
en útlán drógust hratt saman við
upphaf fjármálakreppunnar.
Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir
helstu seðlabanka heims hratt og
eru vextir evrópska seðlabank-
ans nú eitt prósent. Bloomberg
bendir jafnframt á að vextir á
millibankamarkaði á evrusvæð-
inu hafi lækkað mjög, farið úr
5,24 prósentum fyrir ári niður í
0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei
verið lægri.
Þetta var í annað sinn sem
bönkum á evrusvæðinu gafst
kostur á að sækja sér fé með
þessum hætti í skugga hremm-
inga og vantrausts á fjármála-
mörkuðum. Þeir fengu 442 millj-
arða evra í júní síðastliðnum og
verður lánaglugginn opnaður í
þriðja sinn í árslok. - jab
EVRÓPSKI BANKASTJÓRINN Bankar og
fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu sóttu
um tæplega helmingi lægra lán hjá
evrópska seðlabankanum en búist var
við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Traust eykst á evr-
ópskum markaði
Afgangur af vöruskiptum nam 12,6
milljörðum króna í ágúst, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof-
unnar, sem birtar voru í gær. Þetta
er mesti afgangur af vöruskiptum
í einum mánuði það sem af er árs.
Til samanburðar nam afgangurinn
4,6 milljörðum króna í júlí. Á sama
tíma í fyrra voru vöruskipti hins
vegar neikvæð um 4,7 milljarða
króna.
Greining Íslandsbanka telur
ekki útilokað að afgangurinn
muni nema áttatíu til 85 milljörð-
um króna á árinu öllu.
Aukningin skrifast að mestu á
samdrátt í innflutningi og aukinn
útflutning á sama tíma. Verðmæti
innflutnings nam 31,4 milljörð-
um króna á fyrstu átta mánuðum
ársins. Verðmæti vöruútflutnings
nam 44,1 milljarði króna á sama
tíma.
Bæði jókst útflutningur á áli og
sjávarafurðum, samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar. Greining
Íslandsbanka segir helstu ástæð-
una hvað álið varðar vera verð-
hækkun á alþjóðamörkuðum en
magnaukningu í sjávarafurðum.
Á móti dróst innflutningur á
eldsneyti saman auk þess að inn-
flutningur á bílum dróst saman
um helming milli ára. - jab
SILFUR SJÁVAR DREGIÐ INN Verðmæti útflutnings á sjávarafurðum og áli jókst á milli
ára í ágúst, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Verulegur viðsnún-
ingur á vöruskiptum
BREYTING Á VÖRUSKIPT-
UM MILLI ÁRA
Tímabil Fjárhæð
Ágúst 2008 - 4,7 ma
Ágúst 2009 12,6 ma
janúar - ágúst 2008 - 76,1 ma
janúar - ágúst 2009 44,6 ma
Heimild: Hagstofa Íslands
„Við ætluðum að byrja fyrir ári.
En hrunið tafði okkur,“ segir
Andri Ottesen, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Carbon Recycling
International.
Skóflustunga verður tekin að
fyrstu verksmiðju fyrirtækisins við
Svartsengi á Reykjanesi 17. október
næstkomandi. Reiknað er með
að verksmiðjan verði reist á ári og
að því loknu hefjist framleiðsla á
metanóli frá útblæstri orkuvers HS
Orku. Metanólið verður í kjölfarið
blandað bensíni og sett á markað
fyrir bíla og ökutæki.
Stefnt er að því að framleiða 2,1
milljón lítra af metanóli á ári fyrsta
kastið en rúmlega fjórar milljónir
lítra þegar frá líður. Verksmiðjan er
næsta sjálfvirk en gert er ráð fyrir
að starfsmenn verði sex.
Stefnt er að því að tífalt stærri
verksmiðja verði reist fljótlega á
Reykjanesi, að sögn Andra. - jab
Metanól á bíla að ári
GUFUSTRÓKAR Útblástur frá orkuveri
HS Orku á Svartsengi verður virkjaður á
næsta ári.
Gengi íslensku krónunnar hefur
styrkst um tíu prósent gagnvart
evru á aflandsmörkuðum frá
miðjum ágúst. Hér hefur gengið
hins vegar lækkað um eitt prósent
gagnvart evru. Ytra kostar ein
evra nú 200 krónur en 182 hér.
Greining Íslandsbanka bend-
ir á að munurinn hafi ekki verið
minni á árinu. Talið er að minni
áhættufælni á alþjóðlegum mörk-
uðum kunni að skýra styrking-
una auk meiri tiltrúar á íslenskt
efnahagslíf.
Íslandsbanki telur sömuleiðis
að lítill munur á gengi krónu hér
og úti dragi úr líkum á hugsan-
legu gengisfalli krónu við afnám
gjaldeyrishafta. - jab
Dregur úr mun
á evru og krónu
Bandarískir vogunarsjóðir
sjá gróðavon í kaupum á
skuldabréfum gömlu bank-
anna. Bréf gamla Lands-
bankans þykja verðlausir
pappírar sem fáir vilja eiga.
Líflegur markaður hefur verið
með skuldabréf Glitnis og gamla
Kaupþings á erlendum fjármála-
mörkuðum frá því snemma á
árinu.
Fjárfestar keyptu bréfin með 95
til 98 prósenta afslætti skömmu
eftir ríkisvæðingu bankanna fyrir
ári. Verð þeirra hefur margfald-
ast síðan þá, er nú fjórfalt til ell-
efufalt hærra. Þetta fer þó bæði
eftir þeirra mynt sem bréfin eru
í og skuldabréfaflokkum.
Eftir því sem næst verður kom-
ist er lítil ef nokkur hreyfing á
skuldabréfum gamla Landsbank-
ans. Ástæðan er sú að verri trygg-
ingar voru á bak við lán bankans
og afar ólíklegt að skuldabréf-
in skili eigendum þeirra nokkru.
Áhættan með kaupum á skulda-
bréfum gamla Landsbankans er
því mun meiri en hinna.
Eftir því sem næst verður
komist eiga lífeyrissjóðirnir enn
skuldabréf gömlu bankanna í
krónum. Þeir hafa setið á þeim
frá í fyrra og ekki losað sig við
þau þrátt fyrir mikið verðfall.
Lítil hreyfing hefur því verið á
skuldabréfum bankanna í krónum
á innlendum mörkuðum.
Bandarískir vogunarsjóðir hafa
upp á síðkastið leitað eftir því að
kaupa skuldabréf gömlu bankanna
af evrópskum bönkum og fjár-
málafyrirtækjum sem vilja losna
við bréfin úr bókum sínum.
Viðmælendur blaðsins segja
ekki loku fyrir það skotið að
starfsmenn gömlu bankanna og
innlendir aðilar með þekkingu á
skuldabréfamarkaði hafi sömu-
leiðis keypt skuldabréfin í gegn-
um miðlara. Erfitt er þó að greina
hverjir eiginlegir kaupendur eru
þar sem kaupin eiga sér alla jafna
stað í gegnum verðbréfasjóði og
fjármálafyrirtæki jafnt hér sem
erlendis og eru fyrirtækin skráð-
ir eigendur bréfanna. Flestir telja
að hulunni verði svipt að hluta af
raunverulegum eigendum bank-
anna þegar endanleg aðkoma
kröfuhafa að þeim verður tekin.
jonab@frettabladid.is
Skuldabréf gömlu bank-
anna reynast gullnáma
BANKARNIR Bandarískir vogunarsjóðir hafa sýnt áhuga á að kaupa skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings. Enginn vill sjá bréf
Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
ÁÆTLAÐAR HEIMTUR
Banki Endurheimtuhlutfall
Glitnir 22-30%
Gamla Kaupþing 20%
Gamli Landsbankinn 5%
Stjórn Stoða (áður FL
Group) hefur í kjölfar
úttektar á starfsemi fyr-
irtækisins á árunum 2006
til 2008 gert ráðstafanir
til riftunar fjögurra við-
skiptagjörninga. Um er að
ræða riftun greiðslu líf-
eyrissjóðsiðgjalda í janúar
2009 sem félagið er ekki
talið hafa verið skyldugt
að greiða og sölu Stoða á
hlutabréfum í Alfesca til
Teymis í júlí 2008 þar sem endurgjald er
ekki talið viðunandi.
Hin tvö tilfellin lúta að veðsetningu og
sölu eigna Stoða til Glitnis.
Í tilkynningunni segir að eignarhlutir
Stoða í Eikarhaldi og Fasteignafélagi Íslands
hafi verið veðsettir Glitni samhliða lántöku
í apríl 2008, og síðan seld-
ir bankanum tveimur mán-
uðum síðar. Þá hafi eign-
arhlutur Stoða í House of
Fraser verið veðsettur
Glitni samhliða lántöku í
mars 2008. Hluturinn var
seldur bankanum fimm
mánuðum síðar. Veðsetn-
ing eignanna og ráðstöfun
söluandvirðis var að mestu
nýtt til niðurgreiðslu
skulda Stoða við Glitni.
Þetta er talið hafa í för með sér mismunun
gagnvart öðrum lánardrottnum Stoða.
Stoðir hafa þegar sent umræddum mótað-
ilum kröfur um riftun og endurgreiðslu. Í til-
kynningu kemur fram að ljóst sé að töluverð-
an tíma geti tekið að leiða þessi mál til lykta.
- jab
Stoðir rifta samningum
SKRIFSTOFUR STOÐA Stjórn fyrirtækisins
vill rifta viðskiptagjörningum sem gerðir
voru í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I