Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2009 5dagur græðara ● fréttablaðið ● Þegar barn er í móðurkviði geta komið upp alls kyns „vandamál“ eða atvik sem geta haft áhrif á barnið. Ferðalagið í gegnum fæð- ingarvefinn er alltaf mikið álag og oft á tíðum áfall fyrir barnið og/ eða móður. Í nútíma þjóðfélögum erum við komin langt frá náttúr- unni og eru alls kyns inngrip í eðli- legt ferli. Oft gleymist að í móð- urkviði er lítil manneskja með tilfinningar eins og ég og þú. Ef fullorðin manneskja gengi í gegn- um fæðingu, ekki síst fæðingu þar sem eru einhverjir erfiðleikar, þá er ég viss um að hún fengi áfalla- hjálp á eftir. Það er eins og við horfum framhjá því að ung- börn upplifa hræðslu, örvænt- ingu og óöryggi sem og verki eins og höfuðverk. Mikilvægt er að með- höndla börnin sem fyrst með höfuð- beina- og spjald- hryggjarmeðferð, þessari mildu en djúpu aðferð sem slakar á spennu, minnk- ar bólgur og losar um spennu í himnum mið- taugakerfisins. Algengt er að for- eldrar komi með börnin sín í meðferð vegna magakveisu sem oftar en ekki or- sakast af klemmu í hnakkagróf. Hún veld- ur þrýstingi á flökku- taugina en það er ein af orsökum magakveisu, eða vegna skaða í fæðingu, til dæmis tognun á taugum (tortikollis) eða skekkju á höfuð- beinum sem iðulega fylgir spenna í heilahimnum. Heilataugar liggja á milli tveggja laga þverlægu heila- himnunnar, álag á þessar taugar getur haft afleiðingar eins og at- hyglisbrest, ofvirkni, lesblindu, sjónvandamál og fleira þegar barnið vex úr grasi. Meðferðin hefur reynst ein- staklega áhrifarík fyrir ungbörn sem þjáðst hafa af magakveisu, óróleika eða vandamálum með svefn. Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST. Höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð og ungbörn Á vordögum 2009 kom út meistaraprófsverkefnið Áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða: Að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa. Rannsóknina vann Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunar- fræðingur með M.Sc. í heilbrigðis- vísindum og svæða- og viðbragðs- fræðingur, undir leiðsögn Árúnar K. Sigurðardóttur, dósents við Há- skólann á Akureyri. Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæða- meðferðar, náttúrulegrar og heild- rænnar meðferðar, á þunglyndi og kvíða. Rannsóknin var framskyggn, slembuð meðferðarprófun (RCT). Rannsókn hvetur fylgjendur heild- rænna og hefðbundinna meðferða að snúa bökum saman og vinna að bættri heilsu og líðan almennings – í því liggur framtíðin. HVAÐ ER SVÆÐAMEÐFERÐ? Svæðameðferð (zonetherapy, reflexology) felur í sér sérstaka þrýstiaðferð (ákveðna nuddað- ferð) sem beitt er á svæði, punkta og orkubrautir á fótum og höndum. Hún byggir á þeirri kenningu að tiltekin svæði á fótum og höndum samsvari líffærum, kirtlum, vöðv- um og beinum í líkamanum og að með því að meðhöndla þessi svæði megi hafa markviss áhrif ann- ars staðar í líkamanum, það er að hægt sé að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa. ÞYNGSTI OG DÝRASTI SJÚKDÓMUR HEIMS Þunglyndi vegur þyngst í að veikja heilsufarslegt ástand einstaklinga samanborið við aðra sjúkdóma. Þunglyndi er leiðandi orsök í sjúkdómsbyrði margra langvinnra sjúkdóma eins og hjartakveisu, sykursýki, astma og gigt. Á vef- síðu landlæknisembættisins kemur fram að þunglyndi sé og verði einn þyngsti og dýrasti sjúkdómurinn á heimsvísu. FJÖLBREYTTARI MEÐFERÐAR ÚRRÆÐA ER ÞÖRF Það ástand sem nú ríkir í þjóðfé- laginu gefur tilefni til að skoða enn frekar þær aðferðir sem stuðla að andlegu heilbrigði manns og nátt- úru. Niðurstöður rannsóknarinn- ar gefa til kynna að skoða eigi fjöl- breyttari meðferðarúrræði fyrir þá einstaklinga sem þjást af þung- lyndi, kvíða og streitu. Jafnframt styðja niðurstöður samleið með þeim hefðbundnu aðferðum sem nú þegar eru í notkun. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa fært okkur nokkra vissu um að svæðameðferð dragi úr þung- lyndi og ástandskvíða. Þunglynd- ir og kvíðnir einstaklingar geta nú átt þess kost að velja heildræna meðferð með meiri upplýsingar á bak við valið. Skoða má svæða- meðferð sem sjálfstæða- og/eða viðbótarmeðferð við þunglyndi og kvíða. Niðurstöðurnar gefa jafn- framt tilefni til frekari rannsókna um hvernig meðferðin þjóni best skjólstæðingum innan sem utan heilbrigðiskerfisins. Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. og svæða- og viðbragðsfræðingur, hmb@simnet.is Gegn þunglyndi og kvíða Þunglyndi vegur þyngst í að veikja heilsufarslegt ástand einstaklinga samanborið við aðra sjúkdóma, segir Hólmfríður meðal annars. NORDICPHOTOS/GETTY Erla segir ferðalagið gegnum fæðingar- vefinn mikið álag fyrir barnið. NORDICPHOTOS/GETTY Að mati Erlu er mikilvægt að meðhöndla börn sem fyrst með höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N www.cranio.cc Markmið námskeiðisins: Að nemendur kynnist undirstöðuatriðum hagnýtrar kinesiologiu (applied kinesiology) og geti gert vöðvapróf, leiðrétt orkuójafn- vægið með þrýstipunktum og kinesio-teipun í lok námskeiðs. Á námskeiðinu er farið í prófanir á 44 vöðvum og nemendum kennt að meta orkuna til þeirra og leiðrétta orkuflæðið. Farið er í undirstöðuatriði kinesio -teipunar og fá nemendur verklega þjálfun í meðhöndlunum. Skráning og nánari upplýsingar hjá Svövu Magnúsdóttir í síma 894 0550 og 551 6146 eða á netfang. svavam@internet.is. Námskeið verður haldið í nóvember í Hagnýtri kinesiologi og kinesio-teipun Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.