Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 53

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 53
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2009 5dagur græðara ● fréttablaðið ● Þegar barn er í móðurkviði geta komið upp alls kyns „vandamál“ eða atvik sem geta haft áhrif á barnið. Ferðalagið í gegnum fæð- ingarvefinn er alltaf mikið álag og oft á tíðum áfall fyrir barnið og/ eða móður. Í nútíma þjóðfélögum erum við komin langt frá náttúr- unni og eru alls kyns inngrip í eðli- legt ferli. Oft gleymist að í móð- urkviði er lítil manneskja með tilfinningar eins og ég og þú. Ef fullorðin manneskja gengi í gegn- um fæðingu, ekki síst fæðingu þar sem eru einhverjir erfiðleikar, þá er ég viss um að hún fengi áfalla- hjálp á eftir. Það er eins og við horfum framhjá því að ung- börn upplifa hræðslu, örvænt- ingu og óöryggi sem og verki eins og höfuðverk. Mikilvægt er að með- höndla börnin sem fyrst með höfuð- beina- og spjald- hryggjarmeðferð, þessari mildu en djúpu aðferð sem slakar á spennu, minnk- ar bólgur og losar um spennu í himnum mið- taugakerfisins. Algengt er að for- eldrar komi með börnin sín í meðferð vegna magakveisu sem oftar en ekki or- sakast af klemmu í hnakkagróf. Hún veld- ur þrýstingi á flökku- taugina en það er ein af orsökum magakveisu, eða vegna skaða í fæðingu, til dæmis tognun á taugum (tortikollis) eða skekkju á höfuð- beinum sem iðulega fylgir spenna í heilahimnum. Heilataugar liggja á milli tveggja laga þverlægu heila- himnunnar, álag á þessar taugar getur haft afleiðingar eins og at- hyglisbrest, ofvirkni, lesblindu, sjónvandamál og fleira þegar barnið vex úr grasi. Meðferðin hefur reynst ein- staklega áhrifarík fyrir ungbörn sem þjáðst hafa af magakveisu, óróleika eða vandamálum með svefn. Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST. Höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð og ungbörn Á vordögum 2009 kom út meistaraprófsverkefnið Áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða: Að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa. Rannsóknina vann Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunar- fræðingur með M.Sc. í heilbrigðis- vísindum og svæða- og viðbragðs- fræðingur, undir leiðsögn Árúnar K. Sigurðardóttur, dósents við Há- skólann á Akureyri. Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæða- meðferðar, náttúrulegrar og heild- rænnar meðferðar, á þunglyndi og kvíða. Rannsóknin var framskyggn, slembuð meðferðarprófun (RCT). Rannsókn hvetur fylgjendur heild- rænna og hefðbundinna meðferða að snúa bökum saman og vinna að bættri heilsu og líðan almennings – í því liggur framtíðin. HVAÐ ER SVÆÐAMEÐFERÐ? Svæðameðferð (zonetherapy, reflexology) felur í sér sérstaka þrýstiaðferð (ákveðna nuddað- ferð) sem beitt er á svæði, punkta og orkubrautir á fótum og höndum. Hún byggir á þeirri kenningu að tiltekin svæði á fótum og höndum samsvari líffærum, kirtlum, vöðv- um og beinum í líkamanum og að með því að meðhöndla þessi svæði megi hafa markviss áhrif ann- ars staðar í líkamanum, það er að hægt sé að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa. ÞYNGSTI OG DÝRASTI SJÚKDÓMUR HEIMS Þunglyndi vegur þyngst í að veikja heilsufarslegt ástand einstaklinga samanborið við aðra sjúkdóma. Þunglyndi er leiðandi orsök í sjúkdómsbyrði margra langvinnra sjúkdóma eins og hjartakveisu, sykursýki, astma og gigt. Á vef- síðu landlæknisembættisins kemur fram að þunglyndi sé og verði einn þyngsti og dýrasti sjúkdómurinn á heimsvísu. FJÖLBREYTTARI MEÐFERÐAR ÚRRÆÐA ER ÞÖRF Það ástand sem nú ríkir í þjóðfé- laginu gefur tilefni til að skoða enn frekar þær aðferðir sem stuðla að andlegu heilbrigði manns og nátt- úru. Niðurstöður rannsóknarinn- ar gefa til kynna að skoða eigi fjöl- breyttari meðferðarúrræði fyrir þá einstaklinga sem þjást af þung- lyndi, kvíða og streitu. Jafnframt styðja niðurstöður samleið með þeim hefðbundnu aðferðum sem nú þegar eru í notkun. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa fært okkur nokkra vissu um að svæðameðferð dragi úr þung- lyndi og ástandskvíða. Þunglynd- ir og kvíðnir einstaklingar geta nú átt þess kost að velja heildræna meðferð með meiri upplýsingar á bak við valið. Skoða má svæða- meðferð sem sjálfstæða- og/eða viðbótarmeðferð við þunglyndi og kvíða. Niðurstöðurnar gefa jafn- framt tilefni til frekari rannsókna um hvernig meðferðin þjóni best skjólstæðingum innan sem utan heilbrigðiskerfisins. Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. og svæða- og viðbragðsfræðingur, hmb@simnet.is Gegn þunglyndi og kvíða Þunglyndi vegur þyngst í að veikja heilsufarslegt ástand einstaklinga samanborið við aðra sjúkdóma, segir Hólmfríður meðal annars. NORDICPHOTOS/GETTY Erla segir ferðalagið gegnum fæðingar- vefinn mikið álag fyrir barnið. NORDICPHOTOS/GETTY Að mati Erlu er mikilvægt að meðhöndla börn sem fyrst með höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N www.cranio.cc Markmið námskeiðisins: Að nemendur kynnist undirstöðuatriðum hagnýtrar kinesiologiu (applied kinesiology) og geti gert vöðvapróf, leiðrétt orkuójafn- vægið með þrýstipunktum og kinesio-teipun í lok námskeiðs. Á námskeiðinu er farið í prófanir á 44 vöðvum og nemendum kennt að meta orkuna til þeirra og leiðrétta orkuflæðið. Farið er í undirstöðuatriði kinesio -teipunar og fá nemendur verklega þjálfun í meðhöndlunum. Skráning og nánari upplýsingar hjá Svövu Magnúsdóttir í síma 894 0550 og 551 6146 eða á netfang. svavam@internet.is. Námskeið verður haldið í nóvember í Hagnýtri kinesiologi og kinesio-teipun Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.