Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 56
 1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● dagur græðara Lækningalögmál Herings nýtast enn í dag. Af hverju græðari? Græðari er gamalt íslenskt orð yfir þá sem hlúa að og græða sár, hvort sem það er af sálræn- um, tilfinningalegum eða lík- amlegum toga. Það er einmitt það sem heildrænir meðhöndl- arar eða græðarar starfa við. Talað er um óhefðbundnar lækningar sem yfirtitil yfir margvíslegar og oft ólíkar að- ferðir sem notaðar eru til að efla og bæta heilbrigði. Þess- ar aðferðir eiga það sameigin- legt að unnið er heildrænt með manneskjuna og þær falla ekki undir viðurkennda hefð- bundna heilbrigðisþjónustu. - ásm Af hverju græðari? Óhefðbundnar lækningar er notað sem yfirtitill yfir margvís- legar aðferðir til að efla og bæta heilsuna. Menntun er mjög mismunandi innan heildrænna meðferðar- forma. Algengast innan BÍG er þriggja til fimm ára nám á framhaldsskólastigi og upp í þriggja til fimm ára nám á háskólastigi. Engar reglur hafa verið um viðurkenningu náms eða starfs- réttinda. Nám í sumum grein- unum var viðurkennt en þegar námi lauk var viðurkenning á starfsréttindum engin. Á meðan svo var gat hver sem er stund- að heildrænar meðferðir. Við- urkenning felur í sér ákveðna vernd og öryggi fyrir neytend- ur og einnig skapast ákveðið traust og trú fyrir almenning á viðkomandi starfsstétt. Staða þeirra fjölmörgu aðila sem höfðu aflað sér vandaðrar menntunar á sviði óhefðbund- inna lækninga var algjörlega óviðunandi, bæði hvað varðar þá sem þær stunduðu og þann fjölda fólks sem þær notuðu. Sú menntun var lögð að jöfnu við nokkurra vikna menntun eða helgarnámskeið fúskara. Neyt- endur áttu erfitt með að átta sig á hver tilhlýðileg menntun skyldi vera vegna skorts á við- urkenningu opinberra aðila. Lög um græðara voru sam- þykkt á Alþingi 2005 og var Bandalaginu falið að koma á fót frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara. Þar með var brotið blað í sögu græðara. - ásm Ólík menntun Alþingi samþykkti lög um græðara árið 2005. Constantine Hering (1800-1880) var þýskur hómópati. Hann er frægast- ur fyrir kenningu um lækningu, byggða á ævilangri reynslu sinni af meðferð sjúklinga. Samkvæmt henni breytast sjúkdómseinkenni á ákveðinn hátt meðan raunveruleg- ur og varanlegur bati á sér stað. 1. Einkenni ferðast frá innstu líf- færum að hinum ystu. Lækning færist m.ö.o. að innan og út. T.d. astmasjúklingur fær exem í stað astma á leið sinni að heilbrigði. 2. Einkenni fara frá mikilvægustu og lífsnauðsynlegustu líffærunum að síður mikilvægum líffærum. Dæmi: astmasjúklingur fær exem í stað astmans, hjartasjúklingur skiptir á hjartasjúkdómi og magasári. 3. Einkennin færast niður á við, útbrot byrja ef til vill á/í höfði en víkja þaðan niður eftir líkamanum og enda á höndum og/eða fótum. 4. Gömul einkenni sem hafa verið bæld niður skjóta oft aftur upp kollinum meðan á lækningarferl- inu stendur, og gera það oftast í öfugri tímaröð, þ.e. afturábak. Ef tekist hefur að bæla niður exem með sterakremum en sami sjúklingur fær astma síðar, þá gæti exemið komið aftur þegar astminn læknast og er því boðið velkomið sem jákvætt merki um góðan árangur í meðferð. Birna Imsland, skráður græðari, hómópati, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, Bowentæknir. Lækningalögmál Herings Hemi-Sync® er hljóðtækni sem rannsök- uð hefur verið í 50 ár af Monroe-stofnun- inni í Bandaríkjunum í samvinnu við marga virta háskóla, geðlækna, lækna, kennara, verkfræðinga og fleiri bæði innan og utan Bandaríkjanna. Hemi-Sync® samstillir heilann samtím- is því að breyta bylgjulengd og mynstrum. Athyglin verður einbeittari, minni eykst og fólk hvílist betur meðan það sefur. Einstaklingar sem þjást af vefjagigt, sí- þreytu og öðrum truflunum í ónæmiskerf- inu eiga í erfiðleikum með að ná hinum djúpa, delta-svefni sem er nauðsynlegur góðri heilsu. Heilinn virðist ekki hafa hæfi- leika til að framkalla delta-svefn eða halda honum, ef hann næst, í nægan tíma. Viðkom- andi vaknar þreyttur þótt hann hafi sofið í 8 til 9 tíma. Í hinu eðlilega 90 mínútna svefn- mynstri eigum við að nota 20 prósent af tím- anum í delta-svefni. Það er þá sem líkaminn seytir hormónum sem skipta miklu máli um viðhald vöðva. Án þessara 18 mínútna í delta- svefni er líkaminn kannski meðvitundarlaus en án hins endurnærandi svefns. Ef slíkur skortur á delta-svefni heldur áfram getur það orsakað einkenni eins og vefjagigt og mikla vöðvaverki. Endurheimting djúpa svefnsins eyðir einkennum vefjagigtar. Hemi-Sync®-tæknin aðstoðar heilann við að komast í og viðhalda delta-mynstri sem er nauðsynlegt fyrir endurnærandi svefn. Svefn getur verið lærð hegðun. Dagleg notkun disk- anna kennir heilanum eðlilega svefnhegð- un. Það getur tekið marga mánuði að ná því marki að þurfa ekki á diskunum að halda til að ná eðlilegum svefni og jafnvel 1 til 2 ár að ná því fram að vakna og vera verkjalaus. Reglubundin notkun þjálfar sjúklinga með margþætt kvíðatengd einkenni að ná slökun á einfaldan hátt. Þetta er hjálplegt í sálrænni meðferð til að hamla kvíða meðan á meðferð stendur. Hemi-Sync®-tækni færir okkur lyfjalausa lausn með varanleg áhrif. Minnkar kvíða og bætir svefn KYNNING Hemi-Sync®-tæknin aðstoðar heilann við að komast í og viðhalda delta-mynstri sem er nauðsynlegt fyrir endurnærandi svefn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.