Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 18
18 1. október 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Ágætt
„Ég er óskaplega lítið inni í þessum
menningarmálum en held að
Tinna sé ágæt í því sem hún er að
gera og þetta sé því ágætt,“ segir
Hermundur Rósinkranz, talnaspek-
ingur og miðill, um þá ákvörðun
menntamálaráðherra að endurskipa
Tinnu Gunnlaugsdóttur í embætti
þjóðleikhússtjóra.
„Ef menntamálaráðherra treystir
henni þá er það gott. Nema þetta
séu einhver krosstengsl, þá líst mér
auðvitað ekki á það, en ég held
reyndar að ekkert svoleiðis eigi nú
við.“
Hermundur segist fara annað
slagið í leikhús, síðast sá hann Hell-
isbúann og þar áður sýningu Péturs
Jóhanns. Báðar voru skemmtilegar
að dómi Hermundar.
Um Tinnu kveðst Hermundur
hafa lítið að segja. Hann telji þó að
hún vinni sín störf af heilindum.
SJÓNARHÓLL
SKIPUN ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA
HERMUNDUR RÓSINKRANZ
Með fullri meðvitund
„Yfirlýsingar forsætisráðherra
fara ekki framhjá mér.“
ÖGMUNDUR JÓNASSON HEIL-
BRIGÐISRÁÐHERRA VEIT HVER
RÆÐUR Í RÍKISSTJÓRNINNI.
Fréttablaðið 30. september
Aftur best í heimi
„Ísland er líklega besti staður
í heimi til að reka gagnaver.“
JEFF MONROE, FORSTJÓRI VERNE
GLOBAL, SEGIR ÞAÐ SEM ÍSLEND-
INGAR VILJA HEYRA Í KREPPUNNI.
Fréttablaðið 30. september
„Ég er með 20 mánaða son minn, Jón Kristófer,
í aðlögun á leikskólanum Sólhlíð sem gengur
ljómandi vel. Hann var tvo tíma í leikskólanum
í dag og ég tók hann með í vinnuna að þeim
loknum: Hann svaf dúrinn sinn á svölunum
hér á Þjóðminjasafninu, líklega fyrsta
barnið sem gerir það,“ segir Ágústa
Kristófersdóttir, sýningarstjóri á
Þjóðminjasafninu.
„Hér hjá okkur í Þjóðminjasafninu
stendur ýmislegt til, við erum að setja
saman vetrardagskrá safnsins, sem nær
fram í maí. Nýjasta viðbótin við dag-
skrána kallast Óþekkt augnablik, en það
er ljósmyndasýning með myndum
af fólki sem við vitum ekki hvert er.
Við höfum fengið gesti safnsins til
þess að leggja okkur lið og viðbrögð
þeirra hafa verið mjög góð. Gestir
hafa nafngreint fólk og sagt okkur hvar mynd-
irnar eru teknar og fleira. Við ætlum að skipta
út myndunum eftir þrjár vikur og halda þannig
þessu samstarfi við gesti safnsins áfram.
Grunnsýningin okkar er svo í þróun, við
vorum að bæta við margmiðlunarefni
um Bjarnastaðahlíðarfjalir sem eru
miðaldafjalir úr Hólakirkju. Af viðburð-
um á næstunni má nefna fyrirlestra-
röð Sagnfræðingafélagsins, Hvað er
kreppa?, sem haldin er hér í hádeginu á
þriðjudögum hálfsmánaðarlega. Sólveig
Ólafsdóttir mun fjalla um kreppukost
í sínum fyrirlestri næsta þriðjudag.
Ég bendi áhugasömum á að
skoða heimasíðu safnsins,
www.thodminjasafn.is, til
að fá frekari upplýsingar um
starfsemina.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR HJÁ ÞJÓÐMINJASAFNINU
Sonurinn sefur á svölum safnsins
■ Elstu smokkarnir sem vitað
er um komu fram í Asíu, fyrir
15. öldina. Þeir voru úr innyflum
dýra og náðu upphaflega aðeins
yfir kónginn, en voru bundnir
með borða fyrir neðan hann.
Smokkar breiddust út í Evrópu á
16. öld í kjölfar útbreiðslu sýfilis.
Með tímanum urðu smokkarnir
full klæði, náðu ekki aðeins yfir
kónginn.
Fyrsti gúmmísmokkurinn var
framleiddur árið 1855 og fyrstu
latexsmokkarnir árið 1930.
Smokkar eru taldir
veita um 98 pró-
senta vörn gegn
getnaði. Þá veita
þeir vörn gegn
kynsjúkdómum.
SMOKKAR
AF KÓNGI Í FULL KLÆÐI
Hvert á land sem franski
ljósmyndarinn Bruno
Compagnon fer er mynda-
vélin alltaf með í för. Mynd-
efnið er þó heldur óvenju-
legt, því Bruno sérhæfir sig
í að mynda kýr. Hann sinnti
þessu starfi sínu og áhuga-
máli hér á landi í sumar.
„Á Íslandi getur maður séð mynd-
ir af íslenska hestinum út um
allt, en aðeins örfáar myndir af
íslensku kúnum,“ segir Bruno.
Hann hefur unnið sem ljósmynd-
ari fyrir franskt landbúnaðar-
blað.
Áhugi hans á kúm byrjaði fyrst
fyrir alvöru fyrir tæpum tveimur
áratugum, þegar hann eyddi heilu
ári í að ferðast um Frakkland til
að mynda kúakynin 43 sem enn
finnast þar á landi. Um helming-
ur þeirra er í útrýmingarhættu
vegna tilkomu verksmiðjubúa.
„Hvert á land sem ég fer tek ég
myndir af kúm,“ segir Bruno. „Ég
komst að því að aðeins væri til eitt
íslenskt kúakyn, en með ólíkum
litbrigðum. Þá varð ég að koma til
Íslands og mynda kýrnar.“
Gengisfall krónunnar gerði
svo þetta ferðalag að raunhæfum
möguleika, og Bruno komst hingað
til lands í myndaferð ásamt konu
sinni í sumar.
„Við ferðuðumst um landið
í fimmtán daga. Fyrir konuna
mína var þetta frí, en fyrir mig
var þetta fyrst og fremst tæki-
færi til að mynda kýr og íslenska
náttúru,“ segir Bruno.
Hann segir kýr afar mismunandi
eftir löndum, enda hafi þau kyn
sem verði ofan á á hverju svæði
oft aðlagast umhverfinu á ein-
hvern hátt. Ekki sé víst að kúakyn
ættað af láglendi gæti spjarað sig
í fjalllendi, og öfugt.
„Hvert kúakyn segir sögu land-
búnaðar hvers héraðs, sögu bænda
og aðferða sem þeir hafa beitt í
aldanna rás. Kýrnar eru partur
af menningarsögu okkar.“
Ísland er ekki eini viðkomu-
staður kúaljósmyndarans Brun-
os í sumar. Hann ljósmyndaði
einnig spænskar kýr í sumar, og
hefur nýlega heimsótt Króatíu og
Búlgaríu í sama tilgangi.
brjann@frettabladid.is
Ævistarfið að mynda kýr
BRUNO COMPAGNON Áhugi ljósmyndar-
ans á kúm vaknaði fyrir tæpum tveimur
áratugum.
FORVITIN Þó að flestar íslensku kýrnar kipptu sér lítið upp við áhuga Bruno Compagnon á þeim þá var þessi forvitin um hvað hann væri að vilja. MYND/BRUNO COMPAGNON
HEILLAÐUR Íslensk náttúra og íslenska kúakynið heilluðu Bruno Compagnon, sem
vill heimsækja landið aftur sem fyrst. MYND/BRUNO COMPAGNON