Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 84
60 1. október 2009 FIMMTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 L 14 14 16 16 L L JENNIFER´S BODY kl. 5.40 - 8 - 10.20 BIONICLE ÍSLENSKT TAL kl. 4 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE UGLY TRUTH LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 6 - 9 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 SÍMI 462 3500 JENNIFER´S BODY kl. 6 - 8 - 10 BIONICLE ÍSLENSKT TAL kl. 6 THE UGLY TRUTH kl. 8 FINAL DESTINATION kl. 10 16 L 14 16 14 18 L 16 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 ANTICHRIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 SÓLSKINSDRENGURINN kl. 5.45 - 8 - 10.15 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 SÍMI 530 1919 14 16 16 16 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 BEYOND REASONABLE DOUBT kl. 5.45 - 8 - 10.15 HALLOWEEN 2 kl. 5.45 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 H.G.G, Poppland/Rás 2 -H.S.,MBL 51.000 MANNS! 47.000 MANNS! ATH: ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA SÍÐ AST I SÝ NIN GAR DAG UR SÍÐ AST I SÝ NIN GAR DAG UR STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM FRUMSÝND Á MORGUN! 16 HTTP://FACEBOOK.COM/BIOMYNDIR 16 16 16 16 L L L L L L ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6D - 8D FUNNY PEOPLE kl. 5 - 8 - 10 DISTRICT 9 kl. 8 - 10:20 DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:20 BANDSLAM kl. 5:45 - 8 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 10:20 english subt. UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50 DRAG ME TO HELL kl. 10:50 THE PROPOSAL kl. 10:50 HARRY POTTER kl. 5 - 8 16 16 16 V I P 10 12 12 L L L ALL´S WELL THAT ENDS WELL kl. 6 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 8:10D HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8:10 - 10:10 KRAFTUR - SÍÐASTI SPRETTURINN kl. 5:50 - 7 DISTRICT 9 kl. 10:30 FINAL DESTINATION 4 (3D) kl.10:20 UPP M/ ísl. Tali kl. 6 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl 6 - 8 FUNNY PEOPLE kl. 8 - 10 UP M/ ísl. Tali kl. 6 DISTRICT 9 kl 10:40 HAUNTING IN CONNETICUT ÓHUGNALEG MYND ÞAR SEM ÓÚTSKÝRÐIR HLUTIR ÁTTU SÉR STAÐ Í GÖMLU ÚTFARARHEIMILI SUMA HLUTI ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA STÓRKOSTLEG GRÍNMYND MEÐ ÞEIM SETH ROGEN, ERIC BANA OG ADAM SANDLER. - WASHINGTON POST  L STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! - S.V. MBL. - bara lúxus Sími: 553 2075 FUNNY PEOPLE kl. 6 og 9 L JENNIFER’S BODY kl. 8 og 10 16 BIONICLE - Íslenskt tal kl. 6(650 kr.) L THE UGLY TRUTH kl. 6, 8 og 10 12 Megan Fox ATH! 650 kr. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Ragnar Ólafsson úr hljómsveitinni Árstíðum. Henni hefur verið boðið að spila í Svíþjóð og á norsku tónlistarhátíðinni By: Larm næsta vor. Boðið kom eftir góða frammistöðu á tónleikum í Fríkirkjunni í síðustu viku þar sem sænskir útgefendur voru á meðal gesta. „Eftir tónleikana króuðu Svíarnir mig af og voru að ræða plön um að fá okkur til Skandin- avíu. Það stendur til að fara þang- að í vor,“ segir Ragnar. Á By:Larm koma einnig fram íslensku sveit- irnar Hjaltalín og Retro Stefson ásamt tónlistarmanninum Ólafi Arnalds. Hugsanlegt er að Árstíðum verði í framhaldinu boðinn útgáfusamn- ingur af sænsku fyrirtæki, en eitt þeirra sem hafa komið að máli við sveitina er Sony Music í Svíþjóð. „Þess má til gamans geta að við erum með lag í bígerð sem er bæði með íslenskum og sænskum texta. Það er skemmtileg tilviljun að Sví- arnir skuli sýna okkur áhuga,“ segir Ragnar, sem talar reiprenn- andi sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð. Tónlist Árstíða er þjóðlagaskot- in og er undir áhrifum frá flytjend- um á borð við Neil Young, Eagles og CSN. Hún gaf út sína fyrstu plötu í sumar og hefur hún fengið góðar viðtökur. Fram undan hjá hljóm- sveitinni eru tónleikar á Október- fest á lóð Háskóla Íslands í næstu viku og á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um miðjan október. Fyrir jólin spilar sveitin síðan á hinum árlegu jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. - fb Svíar hrifnir af Árstíðum ÁRSTÍÐIR Hljómsveitin Árstíðir ætlar í tónleikaferð til Skandinavíu næsta vor. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSON Gaukur Úlfarsson fylgir Emilíönu Torrini eftir á Evróputúr hennar. Hann er að gera mynd um tónleika- ferðina og er afar ánægður að hafa fengið að komast aðeins burt frá Íslandi. „Ég er að gera mynd um túrinn, en þetta verður engin venjuleg dag- bókarmynd, heldur annað konsept,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Gaukur Úlfarsson, sem nú þeysir um Evrópu í fylgdarliði Emilíönu Torrini. „Ég er að gera þessa mynd fyrir Emilíönu og útgáfufyrirtækið hennar, Rough Trade. Ég stefndi að því að myndin yrði tilbúin í janúar en á þessari fyrstu viku er ég búinn að filma svo mikið að mér líst orðið ekkert á það plan lengur.“ Emilíana hefur verið dugleg að spila síðustu misserin, en eigin- legur Evróputúr hennar hófst á fimmtudaginn fyrir viku. Gauk- ur hefur tekið upp efni í Hollandi, Þýskalandi og í Frakklandi. Í gær- kvöldi voru tónleikar í Brussel. Svona heldur túrinn áfram um alla Evrópu til 21. október. Þá hætt- ir Gaukur að elta bandið en Emil- íana heldur áfram að spila út árið. „Emilíana er orðin nokkuð vinsæl í Evrópu. Lagið „Jungle Drum“ var í efsta sæti vikum saman, ekki bara í Þýskalandi heldur líka í Austur- ríki, Sviss og í fleiri löndum sem við ferðumst til,“ segir Gauk- ur. „Hún er að spila á 1.000-1.500 manna stöðum og það er alltaf upp- selt. Mjög glæsilegt, allt saman. Mér finnst Emilíana ákveðin í að halda sér niðri á jörðinni miðað við umfangið á þessu.“ Mikið Íslendingastóð er í kring- um Emilíönu. Lay Low hitar upp og Pétur Hallgrímsson spilar með henni. Pétur spilar líka með Emilí- önu, sem og Sigtryggur Baldurs- son, og Lay Low spilar á bassa í sumum lögunum með Emilíönu. „Það er mjög skemmtilegt að vera á svona túrum, sérstaklega þegar maður er með frábæru fólki. Rútan ruggar manni í svefn og svo vakn- ar maður í nýrri borg á hverjum morgni,“ segir Gaukur, sem er vanur túralífinu. Hann spilaði á bassa með Quarashi, sem fór í allt upp í hálfs árs túra í sínu meiki. En saknar hann ekki Íslands og umræðunnar um Icesave? „Nei, við skulum orða það þannig að ég hafi verið bænheyrður að komast á þennan túr,“ segir Gaukur og flissar í steikjandi hitanum í Frakklandi. drgunni@frettabladid.is Ég hef verið bænheyrður LÆTUR RÚTUNA RUGGA SÉR Í SVEFN Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður nýtur tón- leikaferðarinnar um Evrópu. „Síðasti opnunardagurinn var á sunnudaginn og við erum bara að pakka öllu dótinu niður í þessum töluðu orðum,“ segir Helena Stefánsdóttir, ein fjögurra eigenda Kaffi Hljómalindar sem hætti rekstri á mánudaginn. Ástæða þess mun vera sú að Hljómalindarfólkið fékk ekki framlengdan leigusamninginn og missti því húsnæðið. „Þegar við tókum húsnæðið á leigu á sínum tíma gerðum við það upp fyrir næstum sex milljónir. Við áttum að fá að endurnýja samninginn og vera hér næstu árin og þess vegna lögðum við mikla vinnu og pening í að gera húsnæðið upp. Leigusalinn ákvað svo að hækka leiguna áður en nýr samningur var gerður og við höfðum einfaldlega ekki efni á því að borga þá upphæð og í kjölfarið sagði hann okkur upp leigunni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hljómalindarfólk- ið þarf að flytja sig um set því umræddur leigusali rak þau einnig úr Hljómalindarhúsinu við Laugaveg 21 árið 2008. „Fólkið sem kom á eftir okkur inn í Hljómalindar- húsið var mjög heppið, það þurfti lítið að gera við húsnæðið til að byggja upp sinn rekstur. Svipað átti sér stað með skemmtistaðinn Sirkus, en það hús- næði er í eigu sama aðila, þar var leigutaka sagt upp og húsið stendur enn autt,“ segir Helena. Hún segir að eigendur Hljómalindar leiti nú að nýju húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og segir jafnvel koma til greina að kaupa hús undir reksturinn. „Það kemur vel til greina að kaupa einfaldlega húsnæði til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig enn eina ferðina. Vonandi getum við byrjað aftur sem allra fyrst, enda hefur Hljómalind þjónað sem hálf- gerð félagsmiðstöð bæði fyrir fjölskyldufólk og ungmenni um árabil.“ - sm Hljómalindarfólk á götunni á ný ALLTAF UPPSELT Emilíana Torrini er að gera það gott á meginlandinu. Þarna glittir líka í Pétur Hallgrímsson gítarleikara. MYND/GAUKUR ÚLFARSSON HLJÓMLIND HÆTTIR Helena Stefánsdóttir, ein fjögurra eigenda Hljómalindar, vonar að hægt verði að hefja rekstur í nýju húsnæði í nánustu framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.