Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 1. október 2009
Kringlunni
Franska fyrirsætan Noemie
Lenoir fór á stefnumót við hæst-
bjóðanda eftir að hún var boðin
upp í nafni AmfAR.
AmfAR, bandarísk samtök sem
stuðla að rannsóknum á alnæmi,
héldu á dögunum uppboð til fjár-
öflunar í Mílanó á Ítalíu.
Þar var ýmislegt á boðstólum
en mesta athygli vakti þó þegar
franska fyrirsætan og leikkon-
an Noemie Lenoir steig fram og
bauðst til að láta bjóða sjálfa sig
upp. Þannig fengi hæstbjóðandi að
fara með henni á stefnumót.
Lenoir safnaði þannig litlum
16.097 Bandaríkjadölum til
styrktar þessu góða málefni.
Lenoir hóf störf sem fyrirsæta
aðeins sextán ára fyrir Ford-fyrir-
sætuskrifstofuna. Árið 2001 gerði
hún samning við L’Oréal og hefur
síðan komið fram í auglýsingum
fyrir fyrirtækið ásamt leikkonunni
Andie MacDowell. Hún hefur
unnið fyrir mörg þekkt fatamerki
en er eins og stendur andlit Marks
& Spencer. Af leikaraferlinum er
það helst að nefna að hún lék smátt
hlutverk í myndinni Rush Hour 3
árið 2007. - sg
Boðin upp í nafni
alnæmisvarna
Noemie Lenoir lofaði hæstbjóðanda
stefnumóti. NORDICPHOTOS/AFP
Anorakkur og buxur eru á meðal
nýjunga hjá Farmers Market.
Hönnunarfyrirtækið Farmers
Market setti nýverið á markað
anorakkinn Hof sem er úr vaxbor-
inni bómull. Í honum mætast ano-
rakkur, ponsjó og skikkja í einni
flík en hún er tilvalin utan yfir
ullarpeysur sem
fyrirtækið
framleiðir í stór-
um stíl. Ullin er
ekki vind- og
vatnsheld og
hentar stakkur-
inn því sérstak-
lega í roki og
rigningu.
„ Þ a ð v a r
alltaf partur
af stóra plan-
inu hjá okkur
að breikka lín-
una og bjóða upp á fleira en ull-
arvörur og er anorakkurinn liður
í því. Við höfum verið með silki-
kjóla um nokkurt skeið og einbeit-
um okkur að því að nota náttúruleg
efni,“ segir Bergþóra Guðnadóttir,
hönnuður fyrirtækisins.
Bómullar-anorakkurinn fæst í
verslun Farmers Market að Eyja-
slóð 9 en um helgina verður sams
konar stakk úr flaueli dreift til
söluaðila. „Auk þess eru buxur
sem ég hef verið að þróa í tvö ár
væntanlegar í búðir. Þær byggja á
nokkrum sérþörfum mínum sem
mig langar nú að deila með öðrum
en þær eru þægilegar, teygjanleg-
ar, án vasa og klaufar að framan,“
segir Bergþóra.
Hún stofnaði Farmers Market
haustið 2005 ásamt eiginmanni
sínum Jóel Pálssyni en hugmynda-
fræðin byggist á því að nýta nátt-
úruleg hráefni með sérstaka
áherslu á íslensku ullina. Hönnun-
in hefur vakið mikla athygli bæði
hér heima og erlendis og eru vörur
þeirra nú til sölu í hönnunar- og
tískuverslunum í tólf löndum. Á
síðasta ári voru notuð um tíu tonn
af íslenskri ull í vörulínuna.
Fyrr í vikunni hlaut Bergþóra
viðurkenningu úr Verðlaunasjóði
iðnaðarins. Verðlaunagripurinn
heitir Hjólið og er tákn mannsins
fyrir uppgötvun, framfarir og
virkni.
vera@frettabladid.is
Farmers Market
eykur við úrvalið
Bergþóra hlaut
viðurkenningu úr
Verðlaunasjóði
iðnaðarins fyrr í
vikunni.
Um helgina er von
á nýjum flauels-
anorakki í verslanir.
Hér mætast anorakkur, ponsjó og
skikkja í einni flík. MYND/ÚR EINKASAFNI
Farmers
Market Hof
anorakkur.