Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 16
16 1. október 2009 FIMMTUDAGUR
BRETLAND, AP Gordon Brown, for-
sætisráðherra Bretlands og for-
maður Verkamannaflokksins, vill
að kjósendur geti rekið þingmenn
sem verða uppvísir að því að brjóta
lög. Þetta kom fram í ræðu hans á
árlegum landsfundi Verkamanna-
flokksins í Brighton á þriðjudag.
Fjölmargir þingmenn urðu
nýverið uppvísir að því að láta
þingið greiða ýmsan kostnað fyrir
sig sem ekki bar að greiða, og
skók hneyksli vegna þessa þingið
í sumar.
Brown reynir nú að snúa
vörn í sókn fyrir kosningar sem
haldnar verða í Bretlandi næsta
vor. Kannanir benda til þess að
Verkamannaflokkurinn muni
missa meirihluta sinn í kosning-
unum. Flokkurinn hefur verið við
völd frá árinu 1997.
Fréttaskýrendur sögðu greini-
legt að tillögur Browns væru sér-
hannaðar til að freista þess að
auka vinsældir hans og Verka-
mannaflokksins. Það mætti til
dæmis sjá í tillögum um að hægt
yrði að reka þingmenn sem verði-
uppvísir af því að brjóta lög, sem
og hugmyndum um að taka hart á
málum ungra glæpamanna.
Þá sagðist Brown vilja stöðva
áform um útgáfu umdeildra per-
sónuskilríkja, og hækka eftirlaun.
- bj
Gordon Brown snýr vörn í sókn og útlistar baráttumál í kosningum næsta vor á fundi Verkamannaflokksins:
Brown vill að hægt verði að reka þingmenn
TILLÖGUR Hugmyndir sem Gordon Brown kynnti í gær þykja sérhannaðar til að auka
vinsældir Verkamannaflokksins í kosningum í vor. NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Þingið í Liechten-
stein samþykkti í sumar að draga
mjög úr leyfilegri hámarks-
geislun frá GSM-sendum og eru
mörkin þar orðin mun lægri en í
nágrannalöndunum.
Einn staðall fyrir þessar geisl-
anir er mældur með vöttum á
fermetra. Liechtenstein ætlar að
lækka leyfileg vött niður í 0,001
vatt á fermetra fyrir árið 2013.
Í Evrópusambandinu og á
Íslandi er viðmiðið tíu vött á fer-
metra, en í Bretlandi 58. Liechten-
stein var áður með sömu mörk og
Sviss, 0,04 vött.
„Við þessar aðstæður verð-
ur ekki lengur hægt að að reka
farsímakerfi,“ segir Christian
Neuhaus, talsmaður símafyrir-
tækisins Swisscom. Fjögur stór-
fyrirtæki á símamarkaði hafa
hótað að yfirgefa landið, þannig
að þar yrði vart hægt að nota
GSM-síma.
Breytingarnar hefðu í för með
sér að sendarnir yrðu margfalt
fleiri, og veikari hver og einn.
Þingið hefur brugðist við hót-
unum fyrirtækjanna með því
að biðja ríkisstjórn landsins að
athuga kosti ríkisrekins farsíma-
kerfis, sem leigði síðan út sendi-
getu til einkafyrirtækja.
Þingið tók þessa ákvörðun með
tilvísun til heilsufars almennings,
en víða er deilt um hugsanlega
skaðsemi GSM-bylgna. - kóþ
Liecthenstein setur ströngustu reglur í heimi, þrátt fyrir hótanir símafyrirtækja:
Smáríki gegn GSM-sendum
GSM-SENDAR Á VALHÚSASKÓLA
Á Íslandi eru viðmiðunarmörk útgeisl-
unar GSM-senda 10 vött á fermetra en
í Liechtenstein er verið að lækka þau í
0,001 vött.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Félag íslenskra stór-
kaupmanna vill meiri áherslu á að
grundvöllur lítilla og meðalstórra
fyrirtækja verði styrktur. Þetta
kemur fram í tillögum FÍS um
örvun efnahagslífsins.
„Við teljum mjög mikilvægt að
þessi fyrirtæki einmitt haldi sinni
stöðu og styrk þannig að efna-
hagslífið haldi áfram að snúast,“
sagði Margrét Guðmundsdóttir,
formaður FÍS.
Að sögn Almars Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra FÍS, er mikil-
vægt að opinberir aðilar lækki hjá
sér launakostnað um tíu prósent.
Á árunum 2007 hafi einkageirinn
dregist saman um fjörutíu prósent
en ríkið vaxið um tíu prósent. Hann
sagði fyrirtækin ekki þola frekari
skattbyrðar og dró í efa að slíkar
aðgerðir skiluðu árangri. Betra
væri að leyfa atvinnulífinu að ná
sér á strik og styrkja þannig skatt-
stofna til lengri tíma.
Almar sagði FÍS styðja áform um
orkufrekan iðnað. Ekki síður væri
mikilvægt að örva fjárfestingu á
almennari máta. Í tillögum félags-
ins felst meðal annars að skatta-
afsláttur verði veittur til kaupa á
hlutabréfum í einkafyrirtækjum
og að launþegar fái beint í vasann
fé sem atvinnurekendur greiði nú
í ýmsa sjóði launþega. Þá er gert
ráð fyrir flýtiafskriftum til að örva
fjárfestingar og afnámi vörugjalda
á fjárfestingarvörur.
Almar sagði stöðugleika á vinnu-
markaði áhyggjuefni. „Möguleg
lausn gæti verið að tímabundið sé
ákveðnum gjöldum, sem fara núna
í sjóði launþega, veitt beint í launa-
umslagið hjá launþegum,“ sagði
Almar, sem kvað þarna til dæmis
um að ræða framlag atvinnurek-
enda í ýmiss konar starfsmennta-
sjóði, sjúkrasjóði og orlofshúsasjóði.
„Þarna gæti náðst tveggja til fjög-
urra prósenta kaupamáttaraukning
fyrir launþegana án þess að um sé
að ræða kostnaðaraukningu fyrir
atvinnulífið.“
Um skattaafslátt til hlutabréfa-
kaupa sagði Almar tillögu FÍS
fela í sér svipaða útfærslu og áður
þekktist en að hún yrði víðtækari
og næði bæði til einstaklinga og
fjárfestingarfélaga. Miða mætti
við tíu milljóna króna þak og eign-
arhaldstíma til fimm ára. „Tíu
milljónir eru mun hærra en við
þekktum en það er líka vegna þess
að við teljum mikilvægt að þessir
aðgerðir bíti,“ útskýrði hann.
FÍS leggur einnig til að skylt
verði að bjóða til sölu á innlend-
um mörkuðum fiski sem annars
er fluttur úr óunninn í gámum.
„Við teljum það jafnræðisatriði að
þessi afli fari á markað og að það
sé hægt fyrir innlenda fiskvinnslu
að nálgast þennan afla og vinna á
Íslandi með tilheyrandi fjárfest-
ingu og atvinnusköpun í stað þess
að hann fari óunninn út í gámum,“
sagði Almar Guðmundsson.
gar@frettabladid.is
Hið opinbera lækki
útgjöld vegna launa
Félag íslenskra stórkaupmanna vill að ríkið veiti skattaafslátt vegna hlutabréfa-
kaupa og að launþegar fái beint ýmsar greiðslur sem renni í sameiginlega sjóði
þeirra. Þetta er meðal tillagna félagsins til að smyrja hjól efnahagslífsins.
ALMAR GUÐMUNDSSON „Það er hreinlega mjög áberandi ójafnræði í skattheimtu,“
sagði framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna um ný vörugjöld sem lögð
voru á sumar matvörur en ekki aðrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BARDAGAÆFINGAR Í SUÐUR-KÓREU
Suður-kóreskir hermenn æfa sig í
bardagalist ásamt dreng sem fékk að
taka þátt í æfingunni með þeim.
NORDICPHOTOS/AFP
afmælishátíð
Korputorgs
um helgina
afmælishátíð
Korputorgs
um helgina
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki