Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 46
1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR
Langjökull
Primaloft jakki
Stærðir: S–2XL
Verð 39.800 kr.
Laugavegur
Dömu dúnkápa
Stærðir: S–XL
Verð 79.500 kr.
Sleipnir anorak
Stærðir: 104–164
Verð 19.800 kr.
Bragi dún parka
Stærðir: 104–164
Verð 38.000 kr.
66north.is
Úlpurnar frá 66° Norður eru
löngu þjóðþekktar fyrir gæði.
Nú hefur áhugi útlendinga
einnig vaknað enda vörurnar
farnar að seljast vel í Evrópu
og Bandaríkjunum.
„Hér á Íslandi þurfa úlpur að halda
vatni og vera hlýjar, maður veit jú
aldrei hvenær veðrið breytist,“
segir Hilmar Kristjánsson, að-
stoðarverslunarstjóri 66° Norður,
um hvaða eiginleika úlpur þurfi
að hafa. „Við notum aðeins heims-
klassa efni í vörur okkar og gæða-
eftirlitið er mjög gott enda er 66°
Norður íslenskt framleiðslufyr-
irtæki með vörur hannaðar fyrir
íslenskar aðstæður,“ segir hann.
Og hverjar eru helstu nýjung-
arnar? „Nýjasta efnið í dag er svo-
kallað primaloft, en við byrjuðum
að vinna með það í fyrravetur,“
svarar Hilmar og heldur áfram.
„Þetta er örþunn trefjablanda sem
var upprunalega hönnuð fyrir her-
inn, til þess að koma í staðinn fyrir
gæsadún og er að mörgu leiti betri,
efnið þynnra og pakkast betur
saman,“ segir hann en 66° Norð-
ur býður nú upp á tvær útfærslur
af primaloftjökkum; Langjökul og
Vatnajökul.
Fyrirtækið er þó ekki hætt
að nota dúninn enda segir Hilm-
ar hann ávallt standa fyrir sínu.
Hann bendir því til staðfesting-
ar á vinsældir vatnsheldu dúnúlp-
nanna Bragi Parka fyrir börn og
Þórsmörk Parka fyrir fullorðna
sem hafa notið mikilla vinsælda
síðustu ár.
Hilmar segir mjög breiðan hóp
viðskiptavina versla við 66° Norð-
ur. „Við erum með svo vítt svið, allt
frá fatnaði á ungbörn upp í dún-
fatnað á Suðurpólinn. Íslendingar
versla mikið við okkur, þeir þekkja
gæðin og vita að þeir geta leitað til
okkar í sambandi við þjónustu og
viðgerðir,“ segir Hilmar og bætir
við að útlendingar hafi keypt mikið
af vörum fyrirtækisins í sumar.
„Merkið er í raun orðið heims-
þekkt og við erum að koma nokkuð
sterkt inn á Þýskalandsmarkað,“
upplýsir Hilmar. Hann vill meina
að Þýskaland sé hliðið að útivistar-
bransanum í Evrópu.
66° Norður stefnir á frek-
ari útrás. „Við tökum þátt í sölu-
sýningum á borð við Ispo í Evr-
ópu sem er stærsta vetrarúti-
vistarsýning í heimi og Outdoor í
Þýskalandi sem er sumarútivist-
arsýning, ásamt fleiri sýningum í
Bandaríkjunum og þar komum við
okkur á framfæri,“ segir Hilmar.
Bandaríkjamenn og Evrópubúar
versla mikið í gegnum vefverslanir
66° Norður á www.66north.com en
auk þess er fyrirtækið með versl-
anir í Lettlandi, Litháen og Dan-
mörku. Þar að auki fást vörurnar
hjá endursöluaðilum í fjölmörgum
öðrum löndum.
Hér heima rekur fyrirtæk-
ið sex verslanir: í Bankastræti,
Kringlunni, Smáralind, Faxa-
feni, Garðabæ og á Akureyri, auk
tveggja útsölumarkaða í Faxafeni
og á Akureyri. Einnig eru vörurn-
ar í umboðssölu víða um land. Til
nánari glöggvunar á framboði 66°
Norður má benda á vefsíðuna www
.66north.is.
Heimsþekkt vörumerki
Hilmar Kristjánsson, aðstoðarverslunarstjóri 66° Norður, segir fyrirtækið aðeins vinna með heimsklassa efni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tvíhneppti rykfrakkinn hefur
varð ódauðlegur í kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum þegar Hump-
hrey Bogart klæddist einum slík-
um í Casablanca. Frakkinn sem
hann klæddist þar var Burberry-
tegundar og sömuleiðis var frakk-
inn sem Audrey Hepburn klædd-
ist í Breakfast at Tiffany‘s frá
því merki.
Bogart og Hepburn komu
frökkunum á kortið í kvik-
myndaverunum en síðan þá hafa
frakkar oft verið notaðir sem
einkennisklæðnaður aðalpers-
ónunnar. Þannig hafa einkaspæj-
arar svo sem Clouseau og Dick
Tracy klæðst rykfrökkum.
Af sjónvarpsþáttum má
nefna X-Files þar sem bæði Fox
Mulder og Dana Scully mættu á
vettvang í rykfrökkum. Vamp-
írur eru líka einhverra hluta
vegna oft látnar klæðast ryk-
frökkum eins og í Buffy the
Vampire Slayer sem sló öll áhorfs-
met í Bandaríkjunum.
Hinn upprunalegi rykfrakki
var fyrst notaður af hermönnum
í fyrri heimsstyrjöld og var hann
vatnsheldur. - jma
Bogart gerði ryk-
frakkann ódauðlegan
Upprunalegi rykfrakkinn er frá heims-
styrjöldinni fyrri.
Stungnar úlpur með glansáferð
hafa notið nokkurra vinsælda
undanfarin ár enda hefur mátt sjá
stungnu aðferðina víðar á því nýj-
asta nýja, svo sem á
sófasettum, rúmgöfl-
um og púðum. Belg-
íski hönnuðurinn
Dries Van Noten
kynnti þessa
úlpu síðasta
vetur í París.
Glansáferð
og stungnar
ú lpu r er u
mjög vinsæl-
ar áfram í
vetur og ekki
skemmir að fá
úlpuna í fjólu-
bláum lit eins
og þessum.
Stórir treflar og
k lútar poppa
svo úlpulingana
upp ekki síður en
beltin. - jma
Stungið og
glansandi
Fjólublár vetur
er það sem
koma skal.