Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 46
 1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR Langjökull Primaloft jakki Stærðir: S–2XL Verð 39.800 kr. Laugavegur Dömu dúnkápa Stærðir: S–XL Verð 79.500 kr. Sleipnir anorak Stærðir: 104–164 Verð 19.800 kr. Bragi dún parka Stærðir: 104–164 Verð 38.000 kr. 66north.is Úlpurnar frá 66° Norður eru löngu þjóðþekktar fyrir gæði. Nú hefur áhugi útlendinga einnig vaknað enda vörurnar farnar að seljast vel í Evrópu og Bandaríkjunum. „Hér á Íslandi þurfa úlpur að halda vatni og vera hlýjar, maður veit jú aldrei hvenær veðrið breytist,“ segir Hilmar Kristjánsson, að- stoðarverslunarstjóri 66° Norður, um hvaða eiginleika úlpur þurfi að hafa. „Við notum aðeins heims- klassa efni í vörur okkar og gæða- eftirlitið er mjög gott enda er 66° Norður íslenskt framleiðslufyr- irtæki með vörur hannaðar fyrir íslenskar aðstæður,“ segir hann. Og hverjar eru helstu nýjung- arnar? „Nýjasta efnið í dag er svo- kallað primaloft, en við byrjuðum að vinna með það í fyrravetur,“ svarar Hilmar og heldur áfram. „Þetta er örþunn trefjablanda sem var upprunalega hönnuð fyrir her- inn, til þess að koma í staðinn fyrir gæsadún og er að mörgu leiti betri, efnið þynnra og pakkast betur saman,“ segir hann en 66° Norð- ur býður nú upp á tvær útfærslur af primaloftjökkum; Langjökul og Vatnajökul. Fyrirtækið er þó ekki hætt að nota dúninn enda segir Hilm- ar hann ávallt standa fyrir sínu. Hann bendir því til staðfesting- ar á vinsældir vatnsheldu dúnúlp- nanna Bragi Parka fyrir börn og Þórsmörk Parka fyrir fullorðna sem hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár. Hilmar segir mjög breiðan hóp viðskiptavina versla við 66° Norð- ur. „Við erum með svo vítt svið, allt frá fatnaði á ungbörn upp í dún- fatnað á Suðurpólinn. Íslendingar versla mikið við okkur, þeir þekkja gæðin og vita að þeir geta leitað til okkar í sambandi við þjónustu og viðgerðir,“ segir Hilmar og bætir við að útlendingar hafi keypt mikið af vörum fyrirtækisins í sumar. „Merkið er í raun orðið heims- þekkt og við erum að koma nokkuð sterkt inn á Þýskalandsmarkað,“ upplýsir Hilmar. Hann vill meina að Þýskaland sé hliðið að útivistar- bransanum í Evrópu. 66° Norður stefnir á frek- ari útrás. „Við tökum þátt í sölu- sýningum á borð við Ispo í Evr- ópu sem er stærsta vetrarúti- vistarsýning í heimi og Outdoor í Þýskalandi sem er sumarútivist- arsýning, ásamt fleiri sýningum í Bandaríkjunum og þar komum við okkur á framfæri,“ segir Hilmar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar versla mikið í gegnum vefverslanir 66° Norður á www.66north.com en auk þess er fyrirtækið með versl- anir í Lettlandi, Litháen og Dan- mörku. Þar að auki fást vörurnar hjá endursöluaðilum í fjölmörgum öðrum löndum. Hér heima rekur fyrirtæk- ið sex verslanir: í Bankastræti, Kringlunni, Smáralind, Faxa- feni, Garðabæ og á Akureyri, auk tveggja útsölumarkaða í Faxafeni og á Akureyri. Einnig eru vörurn- ar í umboðssölu víða um land. Til nánari glöggvunar á framboði 66° Norður má benda á vefsíðuna www .66north.is. Heimsþekkt vörumerki Hilmar Kristjánsson, aðstoðarverslunarstjóri 66° Norður, segir fyrirtækið aðeins vinna með heimsklassa efni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tvíhneppti rykfrakkinn hefur varð ódauðlegur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þegar Hump- hrey Bogart klæddist einum slík- um í Casablanca. Frakkinn sem hann klæddist þar var Burberry- tegundar og sömuleiðis var frakk- inn sem Audrey Hepburn klædd- ist í Breakfast at Tiffany‘s frá því merki. Bogart og Hepburn komu frökkunum á kortið í kvik- myndaverunum en síðan þá hafa frakkar oft verið notaðir sem einkennisklæðnaður aðalpers- ónunnar. Þannig hafa einkaspæj- arar svo sem Clouseau og Dick Tracy klæðst rykfrökkum. Af sjónvarpsþáttum má nefna X-Files þar sem bæði Fox Mulder og Dana Scully mættu á vettvang í rykfrökkum. Vamp- írur eru líka einhverra hluta vegna oft látnar klæðast ryk- frökkum eins og í Buffy the Vampire Slayer sem sló öll áhorfs- met í Bandaríkjunum. Hinn upprunalegi rykfrakki var fyrst notaður af hermönnum í fyrri heimsstyrjöld og var hann vatnsheldur. - jma Bogart gerði ryk- frakkann ódauðlegan Upprunalegi rykfrakkinn er frá heims- styrjöldinni fyrri. Stungnar úlpur með glansáferð hafa notið nokkurra vinsælda undanfarin ár enda hefur mátt sjá stungnu aðferðina víðar á því nýj- asta nýja, svo sem á sófasettum, rúmgöfl- um og púðum. Belg- íski hönnuðurinn Dries Van Noten kynnti þessa úlpu síðasta vetur í París. Glansáferð og stungnar ú lpu r er u mjög vinsæl- ar áfram í vetur og ekki skemmir að fá úlpuna í fjólu- bláum lit eins og þessum. Stórir treflar og k lútar poppa svo úlpulingana upp ekki síður en beltin. - jma Stungið og glansandi Fjólublár vetur er það sem koma skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.