Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 70
46 1. október 2009 FIMMTUDAGUR Evrópsk rómantík er í forgrunni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld: Berlioz, Dvorák og Mendelssohn eiga allir þar verk og er einleikari í fiðlukonsert Dvorák nr, 53 frá 1879/82, Ilya Gringolts. Hin verkin eru forleikurinn Béatrice et Bénédict, frá 1862, og Skoska sinfónían 1829–42. Stjórnandi er úkraínski hljóm- sveitarstjórinn Kirill Karabits. Ilya Gringolts vakti heimsathygli árið 1998 en hann lærði fiðluleik í St. Pétursborg og við Juilliard- skólann í New York þar sem Itzhak Perlman og Dorothy Delay voru kennarar hans. Hann hljóðritaði þríleiks- konsert Beethovens ásamt Bol- ivar-hljómsveitinni og Claudio Abbado árið 2007 (fyrir Deutsche Grammophon) og hljóðritun hans af kammerverkum eftir Taney- ev hlaut Gramophone-verðlaunin sama ár. Nú hljóðritar hann fyrir Hyperion og hefur nýverið gefið út disk með konsertum eftir Taneyev og Arenskíj undir stjórn Ilans Volk- ov sem einmitt er væntanlegur til landsins í janúar. SÍ hefur tvisvar áður flutt forleik- inn að Béatrice og Bénédict, undir stjórn Igors Buketoff árið 1964 og Davids Atherton árið 1971. Þetta er í tíunda sinn sem fiðlu- konsert Dvoráks hljómar á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Björn Ólafsson flutti hann fyrstur á Íslandi í Þjóðleikhúsinu 1958, en síðan hafa meðal annarra flutt hann þær Guðný Guðmundsdóttir (1973 og 1984), Sif Tulinius (1991) og Sig- rún Eðvaldsdóttir (1999). Elfa Rún Kristinsdóttir lék konsertinn með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands árið 2008. Róbert Abraham Ottósson stýrði Skosku sinfóníu Mendelssohns fyrst- ur manna á Íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 1959 en hún hefur síðan verið flutt af Sinfóníunni í fimmgang. Á undan tónleikunum stendur Vinafélag SÍ fyrir kynningu í safn- aðarheimili Neskirkju þar sem Árni Heimir Ingólfsson tónlistar- fræðingur kynnir efnisskrána í orði og tónum. Kynningin hefst kl. 18. Þá verður bein útsending á Rás 1 ríkisins í kvöld. - pbb Rómantík hjá Sinfó í kvöld Á þriðjudag opnaði menntamála- ráðherra, Katrín Jakobsdótt- ir, nýtt íslenskt safn: vefsafn.is. Þar verða vefsíður og önnur staf- ræn gögn sem birt eru á þjóðar- léninu, .is, varðveitt um aldur og ævi og öllum aðgengileg. Einnig verður efni á íslensku, sem birt er á öðrum lénum en því íslenska, varðveitt í vefsafninu ásamt efni á öðrum tungumálum sem íslenskir aðilar birta og gildir það jafnt um ritað efni, ýmiss konar myndefni og tónlist. Það var mörgum áhyggjuefni fyrir ári þegar sprenging varð í umræðum á vefsvæðum um hrun- ið að þau gögn væru hvergi hýst, en eins og mönnum er í fersku minni tóku breskir aðilar að sér söfnun gagna um hrunið á vefsvæðum um allan heim. Í tilkynningu frá Þjóðarbókhlöðu – Landsbókasafni er Ísland sagt fyrsta landið í heiminum sem opni almenningi aðgang að öllu efni sem safnað sé af þjóðarléni landsins. Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn hefur safnað íslensku vefefni frá árinu 2004 samkvæmt lögum um skylduskil en í þeim lögum er ákvæði um að sá sem birti efni á stafrænu formi á almennu tölvuneti skuli veita móttökusafni aðgang að því efni. Það er því ekki einungis efni frá opinberum aðilum sem varðveitt verður í vefsafninu heldur einnig vefsíður og bloggsíð- ur fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og má búast við því að safnið verði gríðarlega mikil- væg heimildanáma fyrir til dæmis sagnfræðinga og fjölmiðlafólk framtíðarinnar. Í þeirri námu verða heimildir um fréttir, stjórnmál, skoðanaskipti almennra borgara, íslenskt mál, viðskipti, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök og hvað- eina sem Íslendingar sjá ástæðu til að setja á veraldarvefinn. Safnið hefur sett sér reglur um framkvæmdina og er öllum íslenska vefnum safnað þrisvar sinnum á ári og völdum vefsíðum vikulega. Við sérstakar aðstæð- ur eins og til dæmis kosningar er safnað vefsíðum sem tengj- ast þeim. Fyrirmyndin að vefs- afninu er hið bandaríska Internet Archive – archive.org sem frá 1996 hefur meðal annars safnað íslensk- um vefsíðum, en söfnun íslenska vefsafnsins verður mun ítarlegri en áður hefur þekkst. - pbb Vefgögnum komið í öruggt skjól SÖFN Loksins er komið í notkun varð- veislusafn fyrir vefsíður. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands er um þessar mundir að hefja sitt sautjánda starfsár. Frá stofnun hljóm- sveitarinnar hefur mikið áunnist, tónleikum fjölgað og starfsemin aukist til muna. Miklar breytingar eru fram undan hjá SN því þetta verður síðasta árið fyrir flutning hljómsveitar- innar í HOF en menningar- húsið á Akureyri verður tekið í notkun í ágúst á næsta ári. Efnisskrá sautjánda ársins verður fjölbreytt og unnin í samstarfi við ýmsa aðila, m.a. Leikfélag Akur- eyrar, Kirkju- og menningarmið- stöðina Fjarðabyggð og Tónlist- arskólann á Akureyri. Þrennir tónleikar verða á fyrri hluta starfs- ársins auk skólatónleika í grunn- skólum á Norðurlandi en þeir skipa stóran sess í dagskrá vetrarins og hefjast í byrjun október. Strengjakvartett mun að þessu sinni fara í skólana og kynna tón- list frá ýmsum tímabilum tónlist- arsögunnar. Farið verður í grunn- skóla allt frá Siglufirði austur á Þórshöfn. Haldnir verða hátt í 30 tónleikar og er það menningarráð Eyþings sem er aðalstyrktaraðili þessa verkefnis. Í samstarfi við LA verður Sagan af dátanum sett á svið í Samkomu- húsinu á Akureyri hinn 17. október. Stravinskí samdi verkið fyrir þrjá leikara, dansara og litla hljóm- sveit. Leikstjóri er María Sig- urðardóttir og hljómsveitarstjóri Guðmundur Óli Gunnarsson. Verkið sem var frumflutt í Sviss í lok fyrri heimsstyrjaldar er ádeila á mannlega græðgi og auðsöfnun – eitthvað sem virðist eiga erindi nú jafnt sem þá. Rétt mánuði síðar verður tekist á við verk þeirra Beethovens og Prokofieffs á tónleikum í Glerár- kirkju. Annars vegar er það Sin- fónía nr. 1 eftir Prokofieff, oft köll- uð „Klassíska sinfónían“, og hins vegar verður leikin Sinfónía nr. 8 eftir L. van Beethoven. Einnig verður á efnisskránni verk eftir R. Wagner, Siegfried Idyll. Á aðventunni leggur Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands land undir fót austur og haldnir verða aðventutónleikar á Eskifirði í sam- starfi við Kirkju- og menningar- miðstöð Fjarðabyggðar og kóra á Austurlandi. Flutt verður meðal annars Messa í C-dúr eftir W.A. Mozart og ævintýrið um Snjókarl- inn eftir Hovard Blake. Eftir hátíðir verða þrennir tón- leikar í boði. Á hverjum þeirra koma fram íslenskir einleikar- ar og þeir ekki af verri endan- um: Sigrún Eðvaldsdóttir, Brynd- ís Halla Gylfadóttir og Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is Fjölbreytt dagskrá nyrðra TÓNLIST Sigrún Eðvaldsdóttir leikur konsert eftir Hauk Tómas- son. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI TÓNLIST Bryndís Halla Gylfadóttir spilar nyrðra í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLIST Fiðlungurinn Ilya Gringolts. Á morgun verður frumsýning í Arnardal vestra á nýju íslensku verki eftir Lýð Árnason, lækni og höfund. Hann kallar verkið Heilsugæsluna en við Íslending- ar höfum löngum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við stær- um okkur af háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerf- ið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eft- irspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða til- gangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum? Þessara spurninga meðal annarra vill Lýður ræða í gamanleik sínum en Heilsugæslan er gamanleik- ur. Öll hlutverk eru í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrét- ar Sverrisdóttur. Segir í tilkynningu frá Kóm- edíuleikhúsinu þar vestra að Heilsu- gæslan sé hápólit- ískt leik- r it og umfjöll- unar- efnið brennandi á íslensku þjóð- félagi, ekki síst núna, í skugga niðurskurðar. Heilsugæslan fyrir alla! Heilsugæslan verður frum- sýnd í Arnardal á föstudag kl. 19.30. Heilsugæslan verður einn- ig sýnd á Kaffi Riis á Hólmavík, í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og í Félagsheimilinu á Þingeyri. Seinna í vetur verður leikurinn sýndur á Akureyri og í Reykja- vík. Kómedíuleik- húsið hefur sett á svið fjölda ein- leikja, en er nú tekið að færa sig upp á skaftið. Það stendur einnig fyrir einleikja- hátíðinni Act Alone sem hald- in er árlega á Ísafirði. - pbb Heilsugæsludrama LEIKLIST Lýður Árnason, læknir, höfundur og nú leik- skáld. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is íslensk hönnun og handverk TILBOÐ 4.495,- 3.995,- á kvikmyndina, Stúlkan sem lék sér að eldinum, fylgir fyrstu 50 eintökunum af, THE GIRL WHO KICKED THE HORNETS’ NEST. 3.495,- 2.695,- BOÐSMIÐI Lækjargata 2a 101 R. sími 511- 5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 gildir á meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.