Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 70
46 1. október 2009 FIMMTUDAGUR
Evrópsk rómantík er í forgrunni
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í kvöld: Berlioz, Dvorák og
Mendelssohn eiga allir þar verk og
er einleikari í fiðlukonsert Dvorák
nr, 53 frá 1879/82, Ilya Gringolts.
Hin verkin eru forleikurinn
Béatrice et Bénédict, frá 1862, og
Skoska sinfónían 1829–42.
Stjórnandi er úkraínski hljóm-
sveitarstjórinn Kirill Karabits.
Ilya Gringolts vakti heimsathygli
árið 1998 en hann lærði fiðluleik í
St. Pétursborg og við Juilliard-
skólann í New York þar sem Itzhak
Perlman og Dorothy Delay voru
kennarar hans.
Hann hljóðritaði þríleiks-
konsert Beethovens ásamt Bol-
ivar-hljómsveitinni og Claudio
Abbado árið 2007 (fyrir Deutsche
Grammophon) og hljóðritun hans
af kammerverkum eftir Taney-
ev hlaut Gramophone-verðlaunin
sama ár. Nú hljóðritar hann fyrir
Hyperion og hefur nýverið gefið út
disk með konsertum eftir Taneyev
og Arenskíj undir stjórn Ilans Volk-
ov sem einmitt er væntanlegur til
landsins í janúar.
SÍ hefur tvisvar áður flutt forleik-
inn að Béatrice og Bénédict, undir
stjórn Igors Buketoff árið 1964 og
Davids Atherton árið 1971.
Þetta er í tíunda sinn sem fiðlu-
konsert Dvoráks hljómar á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Björn Ólafsson flutti hann fyrstur
á Íslandi í Þjóðleikhúsinu 1958, en
síðan hafa meðal annarra flutt hann
þær Guðný Guðmundsdóttir (1973
og 1984), Sif Tulinius (1991) og Sig-
rún Eðvaldsdóttir (1999). Elfa Rún
Kristinsdóttir lék konsertinn með
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
árið 2008.
Róbert Abraham Ottósson stýrði
Skosku sinfóníu Mendelssohns fyrst-
ur manna á Íslandi í Þjóðleikhúsinu
árið 1959 en hún hefur síðan verið
flutt af Sinfóníunni í fimmgang.
Á undan tónleikunum stendur
Vinafélag SÍ fyrir kynningu í safn-
aðarheimili Neskirkju þar sem
Árni Heimir Ingólfsson tónlistar-
fræðingur kynnir efnisskrána í
orði og tónum. Kynningin hefst kl.
18. Þá verður bein útsending á Rás
1 ríkisins í kvöld. - pbb
Rómantík hjá Sinfó í kvöld
Á þriðjudag opnaði menntamála-
ráðherra, Katrín Jakobsdótt-
ir, nýtt íslenskt safn: vefsafn.is.
Þar verða vefsíður og önnur staf-
ræn gögn sem birt eru á þjóðar-
léninu, .is, varðveitt um aldur og
ævi og öllum aðgengileg. Einnig
verður efni á íslensku, sem birt
er á öðrum lénum en því íslenska,
varðveitt í vefsafninu ásamt efni á
öðrum tungumálum sem íslenskir
aðilar birta og gildir það jafnt um
ritað efni, ýmiss konar myndefni
og tónlist.
Það var mörgum áhyggjuefni
fyrir ári þegar sprenging varð í
umræðum á vefsvæðum um hrun-
ið að þau gögn væru hvergi hýst, en
eins og mönnum er í fersku minni
tóku breskir aðilar að sér söfnun
gagna um hrunið á vefsvæðum um
allan heim.
Í tilkynningu frá Þjóðarbókhlöðu
– Landsbókasafni er Ísland sagt
fyrsta landið í heiminum sem opni
almenningi aðgang að öllu efni sem
safnað sé af þjóðarléni landsins.
Landsbókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn hefur safnað íslensku
vefefni frá árinu 2004 samkvæmt
lögum um skylduskil en í þeim
lögum er ákvæði um að sá sem birti
efni á stafrænu formi á almennu
tölvuneti skuli veita móttökusafni
aðgang að því efni. Það er því ekki
einungis efni frá opinberum aðilum
sem varðveitt verður í vefsafninu
heldur einnig vefsíður og bloggsíð-
ur fyrirtækja, félagasamtaka og
einstaklinga og má búast við því
að safnið verði gríðarlega mikil-
væg heimildanáma fyrir til dæmis
sagnfræðinga og fjölmiðlafólk
framtíðarinnar. Í þeirri námu verða
heimildir um fréttir, stjórnmál,
skoðanaskipti almennra borgara,
íslenskt mál, viðskipti, fyrirtæki,
stofnanir og félagasamtök og hvað-
eina sem Íslendingar sjá ástæðu til
að setja á veraldarvefinn.
Safnið hefur sett sér reglur
um framkvæmdina og er öllum
íslenska vefnum safnað þrisvar
sinnum á ári og völdum vefsíðum
vikulega. Við sérstakar aðstæð-
ur eins og til dæmis kosningar
er safnað vefsíðum sem tengj-
ast þeim. Fyrirmyndin að vefs-
afninu er hið bandaríska Internet
Archive – archive.org sem frá 1996
hefur meðal annars safnað íslensk-
um vefsíðum, en söfnun íslenska
vefsafnsins verður mun ítarlegri
en áður hefur þekkst. - pbb
Vefgögnum komið í öruggt skjól
SÖFN Loksins er komið í notkun varð-
veislusafn fyrir vefsíður.
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands er um þessar mundir
að hefja sitt sautjánda
starfsár. Frá stofnun hljóm-
sveitarinnar hefur mikið
áunnist, tónleikum fjölgað
og starfsemin aukist til
muna. Miklar breytingar
eru fram undan hjá SN því
þetta verður síðasta árið
fyrir flutning hljómsveitar-
innar í HOF en menningar-
húsið á Akureyri verður
tekið í notkun í ágúst á
næsta ári.
Efnisskrá sautjánda ársins verður
fjölbreytt og unnin í samstarfi við
ýmsa aðila, m.a. Leikfélag Akur-
eyrar, Kirkju- og menningarmið-
stöðina Fjarðabyggð og Tónlist-
arskólann á Akureyri. Þrennir
tónleikar verða á fyrri hluta starfs-
ársins auk skólatónleika í grunn-
skólum á Norðurlandi en þeir skipa
stóran sess í dagskrá vetrarins og
hefjast í byrjun október.
Strengjakvartett mun að þessu
sinni fara í skólana og kynna tón-
list frá ýmsum tímabilum tónlist-
arsögunnar. Farið verður í grunn-
skóla allt frá Siglufirði austur á
Þórshöfn. Haldnir verða hátt í 30
tónleikar og er það menningarráð
Eyþings sem er aðalstyrktaraðili
þessa verkefnis.
Í samstarfi við LA verður Sagan
af dátanum sett á svið í Samkomu-
húsinu á Akureyri hinn 17. október.
Stravinskí samdi verkið fyrir þrjá
leikara, dansara og litla hljóm-
sveit. Leikstjóri er María Sig-
urðardóttir og hljómsveitarstjóri
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Verkið sem var frumflutt í Sviss í
lok fyrri heimsstyrjaldar er ádeila
á mannlega græðgi og auðsöfnun
– eitthvað sem virðist eiga erindi
nú jafnt sem þá.
Rétt mánuði síðar verður tekist
á við verk þeirra Beethovens og
Prokofieffs á tónleikum í Glerár-
kirkju. Annars vegar er það Sin-
fónía nr. 1 eftir Prokofieff, oft köll-
uð „Klassíska sinfónían“, og hins
vegar verður leikin Sinfónía nr.
8 eftir L. van Beethoven. Einnig
verður á efnisskránni verk eftir
R. Wagner, Siegfried Idyll.
Á aðventunni leggur Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands land
undir fót austur og haldnir verða
aðventutónleikar á Eskifirði í sam-
starfi við Kirkju- og menningar-
miðstöð Fjarðabyggðar og kóra á
Austurlandi. Flutt verður meðal
annars Messa í C-dúr eftir W.A.
Mozart og ævintýrið um Snjókarl-
inn eftir Hovard Blake.
Eftir hátíðir verða þrennir tón-
leikar í boði. Á hverjum þeirra
koma fram íslenskir einleikar-
ar og þeir ekki af verri endan-
um: Sigrún Eðvaldsdóttir, Brynd-
ís Halla Gylfadóttir og Hjörleifur
Örn Jónsson slagverksleikari.
Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit-
ar Norðurlands er Guðmundur Óli
Gunnarsson. pbb@frettabladid.is
Fjölbreytt dagskrá nyrðra
TÓNLIST Sigrún Eðvaldsdóttir leikur konsert eftir Hauk Tómas-
son. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
TÓNLIST Bryndís Halla Gylfadóttir spilar nyrðra í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TÓNLIST Fiðlungurinn Ilya Gringolts.
Á morgun verður frumsýning í
Arnardal vestra á nýju íslensku
verki eftir Lýð Árnason, lækni
og höfund. Hann kallar verkið
Heilsugæsluna en við Íslending-
ar höfum löngum státað af besta
heilbrigðiskerfi í heimi. Við stær-
um okkur af háum meðalaldri,
þjónustu í hæsta gæðaflokki og
frábærum læknum. En er kerf-
ið eins gott og af er látið? Er það
hugsanlega farið að vinna gegn
tilgangi sínum? Er aukinni eft-
irspurn sjúkdóma svarað með
meira framboði? Hvaða til-
gangi þjónar góð heilsa?
Metum við líf í magni eða
gæðum? Þessara spurninga
meðal annarra vill Lýður
ræða í gamanleik sínum en
Heilsugæslan er gamanleik-
ur. Öll hlutverk eru í höndum
tveggja leikara, þeirra Elfars
Loga Hannessonar og Margrét-
ar Sverrisdóttur. Segir í
tilkynningu frá Kóm-
edíuleikhúsinu
þar vestra
að Heilsu-
gæslan sé
hápólit-
ískt leik-
r it og
umfjöll-
unar-
efnið brennandi á íslensku þjóð-
félagi, ekki síst núna, í skugga
niðurskurðar. Heilsugæslan fyrir
alla!
Heilsugæslan verður frum-
sýnd í Arnardal á föstudag kl.
19.30. Heilsugæslan verður einn-
ig sýnd á Kaffi Riis á Hólmavík, í
Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði
og í Félagsheimilinu á Þingeyri.
Seinna í vetur verður leikurinn
sýndur á Akureyri og í Reykja-
vík. Kómedíuleik-
húsið hefur sett á
svið fjölda ein-
leikja, en er nú
tekið að færa sig
upp á skaftið. Það
stendur einnig
fyrir einleikja-
hátíðinni Act
Alone sem hald-
in er árlega á
Ísafirði.
- pbb
Heilsugæsludrama
LEIKLIST Lýður Árnason,
læknir, höfundur og nú leik-
skáld. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
íslensk hönnun
og handverk
TILBOÐ
4.495,-
3.995,-
á kvikmyndina, Stúlkan sem lék sér að eldinum, fylgir fyrstu
50 eintökunum af, THE GIRL WHO KICKED THE HORNETS’ NEST.
3.495,-
2.695,-
BOÐSMIÐI
Lækjargata 2a 101 R. sími 511- 5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
gildir á meðan birgðir endast