Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 90
66 1. október 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH-inga eru að sjálfsögðu mjög áberandi á listanum yfir þá leikmenn sem stóðu sig best í Pepsi-deild karla í sumar. FH-ingar eiga tvo bestu leikmennina, þrjá af fjórum bestu, sex menn í hópi tólf efstu manna og alls voru það níu leikmenn sem náðu lágmörkunum (14 leikir eða fleiri) og fengu 6 eða hærra í meðaleinkunn. FH-ingurinn Atli Guðnason varð langhæstur í einkunnagjöf Frétta- blaðsins enda átti strákurinn frá- bært tímabil þar sem hann varð fjórði markahæsti maður deildar- innar (11 mörk) og í fjórða sæti í stoðsendingum (9 stoðsendingar). FH-ingar skoruðu alls 57 mörk í 22 leikjum í sumar en mistókst hins vegar að skora í tveimur af þrem- ur leikjum þar sem Atli var ekki í byrjunarliðinu. Félagi Atla í FH-liðinu, Tryggvi Guðmundsson, varð í öðru sæti í einkunnagjöfinni. Þetta var svo- lítið skrýtið sumar hjá Tryggva, sem var mikið á bekknum í upp- hafi móts. Hann vann sér þó sæti í liðinu á nýjan leik og var með 7 mörk og 6 stoðsendingar. Hann átti líka auk stoðsendinganna sex mik- inn þátt í undirbúningi átta annarra marka FH í sumar. Þriðji í einkunnagjöfinni var Valur Fannar Gíslason, sem leiddi spútniklið Fylkis í sumar. Fylkis- menn fengu 21 stigi meira en í fyrra og enduðu í þriðja sæti deildarinn- ar. Valur Fannar var sem klettur á miðjunni og þó svo að það hafi kost- að tíu gul spjöld og sex leiki í leik- banni dreif hann ungt og óreynt lið upp í hóp efstu liða. Fjórði í einkunnagjöfinni og fremstur varnarmanna er FH-ing- urinn Tommy Nielsen, sem varð nú meistari í fimmta sinn með FH. Tommy skilaði að venju leiðtoga- hlutverki í vörninni en hann hefur unnið fimm gull og tvö silfur á sjö tímabilum síðan hann kom til FH sumarið 2003. Blaðamenn Fréttablaðsins mættu á alla 132 leikina í Pepsi-deildinni í sumar og gáfu öllum leikmönn- um sem spiluðu meira en 20 mín- útur einkunn á bilinu 1 til 10. Skal- inn hefur verið aðeins skekktur þar sem fimm þýðir að leikmaður hafi verið í meðallagi. Hér á síðunni má sjá ýmsa tölfræði í tengslum við ein- kunnagjöf Fréttablaðsins í sumar. ooj@frettabladid.is Lið ársins hjá Fréttablaðinu 2009 Atli Guðnason er besti leikmaður Pepsi-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins. Hann er líka einn af sex FH-ingum sem eru í hópi tólf efstu manna á listanum. (Lágmark 10 leikir eða fleiri) FH 1. Atli Guðnason 6,95 (20 leikir) 2. Tryggvi Guðmundsson 6,56 (16) 3. Tommy Nielsen 6,39 (18) 4. Matthías Vilhjálmsson 6,36 (22) 5. Daði Lárusson 6,32 (19) KR 1. Jónas Guðni Sævarsson 6,38 (13) 2. Bjarni Guðjónsson 6,38 (21) 3. Björgólfur Takefusa 6,17 (18) 4. Grétar Sigurðarson 6,14 (22) 5. Guðmundur Benediktsson 6,07 (15) Fylkir 1. Valur Fannar Gíslason 6,53 (17) 2. Andrés Már Jóhannesson 6,39 (18) 3. Ólafur Ingi Stígsson 6,31 (16) 4. Ingimundur Níels Óskarss. 6,25 (20) 5. Einar Pétursson 6,24 (17) Fram 1. Jón Guðni Fjóluson 6,31 (13) 2. Paul McShane 5,88 (16) 3. Almarr Ormarsson 5,86 (21) 4. Samuel Tillen 5,83 (18) 5. Hjálmar Þórarinsson 5,76 (21) Breiðablik 1. Guðmundur Pétursson 6,50 (10) 2. Alfreð Finnbogason 6,28 (18) 3. Arnar Grétarsson 6,20 (15) 4. Guðmundur Kristjánsson 5,94 (18) 5. Kári Ársælsson 5,85 (20) Keflavík 1. Símun Samuelsen 6,39 (18) 2. Lasse Jörgensen 6,38 (21) 3. Alen Sutej 6,05 (21) 4. Hólmar Örn Rúnarsson 6,00 (13) 5. Haukur Ingi Guðnason 6,00 (17) Stjarnan 1. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6,85 (13) 2. Daníel Laxdal 6,24 (21) 3. Halldór Orri Björnsson 6,19 (21) 4. Guðni Rúnar Helgason 5,74 (19) 5. Tryggvi Sveinn Bjarnason 5,70 (20) Valur 1. Kjartan Sturluson 5,54 (13) 2. Marel Baldvinsson 5,53 (17) 3. Helgi Sigurðsson 5,53 (19) 4. Atli Sveinn Þórarinsson 5,35 (20) 5. Pétur Georg Markan 5,33 (12) Grindavík 1. Óli Stefán Flóventsson 6,18 (11) 2. Gilles Mbang Ondo 6,05 (21) 3. Orri Freyr Hjaltalín 5,95 (20) 4. Jósef Kristinn Jósefsson 5,81 (21) 5. Óskar Pétursson 5,76 (21) ÍBV 1. Ajay Leitch-Smith 6,06 (18) 2. Andri Ólafsson 6,05 (20) 3. Christopher Clements 5,57 (14) 4. Tonny Mawejle 5,48 (21) 5. Augustine Nsumba 5,46 (13) Þróttur 1. Sindri Snær Jensson 6,19 (16) 2. Magnús Már Lúðvíksson 5,92 (12) 3. Haukur Páll Sigurðsson 5,80 (15) 4. Dusan Ivkovic 5,70 (10) 5. Dennis Danry 5,68 (22) Fjölnir 1. Tómas Leifsson 6,00 (18) 2. Þórður Ingason 5,62 (13) 3. Aron Jóhannsson 5,60 (10) 4. Gunnar Már Guðmundsson 5,57 (21) 5. Illugi Þór Gunnarsson 5,53 (19) Andrés Már Jóhannesson Varnarmaður úr Fylki 6,39 í 18 leikjum Hæst: 8 sjöur Maður leiksins: 1 sinni Bjarni Guðjónsson Miðjumaður úr KR 6,38 í 21 leik Hæst: 3 áttur Maður leiksins: 1 sinni Matthías Vilhjálmsson Miðjumaður úr FH 6,36 í 22 leikjum Hæst: 2 áttur Maður leiksins: 3 sinnum Alfreð Finnbogason Sóknarmaður úr Breiðabliki 6,28 í 18 leikjum Hæst: 2 áttur Maður leiksins: 2 sinnum Lasse Jörgensen Markvörður úr Keflavík 6,38 í 21 leik Hæst: 3 áttur Maður leiksins: 3 sinnum Atli Guðnason Sóknarmaður úr FH 6,95 í 20 leikjum Hæst: 6 áttur Maður leiksins: 5 sinnum Tryggvi Guðmundsson Miðjumaður úr FH 6,56 í 16 leikjum Hæst: 2 áttur Maður leiksins: 1 sinni Valur Fannar Gíslason Miðjumaður úr Fylki 6,53 í 17 leikjum Hæst: 2 áttur Maður leiksins: 3 sinnum Símun Samuelsen sóknarmaður úr Keflavík 6,39 í 18 leikjum Hæst: 4 áttur Maður leiksins: 2 sinnum Næstu markmenn inn: Daði Lárusson, FH 6,32 Sindri Snær Jensson, Þrótti 6,19 Óskar Pétursson, Grindavík 5,76 Hannes Þór Halldórsson, Fram 5,64 Næstu varnarmenn inn: Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,24 Einar Pétursson Fylki 6,24 Grétar Sigurðarson, KR 6,14 Kristján Valdimarsson, Fylki 6,09 Pétur Viðarsson, FH 6,06 Næstu miðjumenn inn: Ólafur Ingi Stígsson, Fylki 6,31 Arnar Grétarsson, Breiðabliki 6,20 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 6,19 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,16 Andri Ólafsson ÍBV 6,05 Næstu sóknarmenn inn: Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 6,25 Björgólfur Takefusa, KR 6,17 Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylki 6,14 Atli Viðar Björnsson, FH 6,10 Guðmundur Benediktsson, KR 6,07 Góðir en náðu ekki lágmörkunum (10-13 leikir) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan 6,85 (13 leikir) Jónas Guðni Sævarsson, KR 6,38 (13) Jón Guðni Fjóluson, Fram 6,31 (13) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH 6,30 (10) Fjalar Þorgeirsson, Fylkir 6,23 (13) Björn Daníel Sverrisson, FH 6,20 (10) Guðmundur Sævarsson, FH 6,18 (11) Óli Stefán Flóventsson, Grindavík 6,18 (11) Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 6,00 (13) Hörður Sveinsson, Keflavík 6,00 (11) Neðstu menn á listanum Ian Jeffs, Val 4,95 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 4,90 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki 4,89 Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val 4,86 Hallur Hallsson, Þróttur 4,82 Arnór Eyvar Ólafsson, ÍBV 4,81 Óli Baldur Bjarnason, Grindavík 4,81 Sigurbjörn Hreiðarsson, Val 4,76 Viðar Örn Kjartansson, ÍBV 4,64 Þórarinn Brynjar Kristjánss., Grindavík 4,50 Næstir inn Hjörtur Logi Valgarðsson Varnarmaður úr FH 6,28 í 18 leikjum Hæst: 10 sjöur Maður leiksins: Aldrei Tommy Nielsen varnarmaður úr FH 6,39 í 18 leikjum Hæst: 2 áttur Maður leiksins: Aldrei 1. FH 6,15 2. Fylkir 5,87 3. KR 5,80 4. Keflavík 5,73 5. Breiðablik 5,73 6. Fram 5,63 7. Stjarnan 5,58 8. Grindavík 5,42 9. ÍBV 5,312 10. Fjölnir 5,31 11. Þróttur 5,30 12. Valur 5,02 Topp fimm hjá hverju liði 10 Í heimsklassa 9 Í landsliðsklassa 8 Mjög góður 7 Góður 6 Stóð sig vel 5 Skilaði sínu 4 Slakur 3 Lélegur 2 Hörmulegur 1 Í rangri íþrótt Besta meðaleinkunn liða: Einkunnaskalinn okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.