Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 86
62 1. október 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Íslandsmeistarar Vals töpuðu 4-1 fyrir ítölsku bikarmeist-
urunum í Torres í fyrri leik liðanna í Meistaradeild UEFA
í gær en leikurinn fór fram í Sassari á Sardiníu. Valur
lenti 3-0 undir í leiknum en Hallbera Guðný Gísla-
dóttir minnkaði muninn fyrir Valsstúlkur áður en þær
ítölsku skoruðu fjórða markið. Þjálfarinn Freyr Alex-
andersson varð vissulega fyrir vonbrigðum með úrslit
leiksins en er að sama skapi vongóður í ljósi þess að
Valur hafi í það minnsta náð að skora mark á útivelli
fyrir seinni leikinn sem fram fer á Vodafonevellinum
næstkomandi miðvikudag.
„Þetta var skrýtinn leikur þar sem þær skoruðu
öll sín mörk úr föstum leikatriðum. Við vissum
fyrir leikinn að það væri þeirra styrkleiki
þannig að við erum mjög svekkt með það.
Dómarinn hjálpaði okkur heldur ekki mikið
því hann gaf allt of mikið af ódýrum auka-
spyrnum sem þær ítölsku náðu að nýta
sér vel. Það er hins vegar engin afsökun
þar sem fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. Lélegar sendingar
og móttökur og stelpurnar voru ekki að spila sinn leik og virtust vera
hræddar á boltanum. Seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá okkur.
Við fórum að spila okkar bolta og náðum að skapa okkur nokkur
færi fyrir utan markið sem við skoruðum. Útivallarmarkið heldur
okkur lifandi í keppninni og það er alveg ljóst að þrátt fyrir að
mótherjarnir séu sterkir getum við alveg komist áfram,“ segir Freyr.
Freyr var annars mjög ósáttur með móttökurnar sem Valsstúlkur
fengu á Sardiníu og segir að þeim hafi verið gert eins erfitt fyrir og
mögulegt hafi verið.
„Þetta er búinn að vera algjör sirkus í kringum þennan leik.
Ferðalagið fór illa af stað á mánudeginum þar sem mikil seinkun
gerði það að verkum að við náðum lítið sem ekkert að sofa í London
áður en förinni var svo haldið áfram til Ítalíu. Þeir hjá
Torres sáu svo um að setja okkur á hótel sem var í yfir
klukkutíma fjarlægð í rútu frá vellinum, sem er bannað
samkvæmt reglum hjá UEFA. Rútan kom í ofanálag allt
of seint og við erum því að spá í að bóka þau á hótel á
Selfossi fyrir seinni leikinn,“ segir Freyr á léttum nótum.
FREYR ALEXANDERSSON: VONGÓÐUR ÞRÁTT FYRIR 4-1 TAP VALSSTÚLKNA GEGN TORRES Í MEISTARADEILD UEFA Í GÆR
Útivallarmarkið heldur okkur lifandi í keppninni
Meistaradeild Evrópu
A-riðill:
Bayern München-Juventus 0-0
Bordeaux-Maccabi Haifa 1-0
1-0 Michael Ciani (83.).
B-riðill:
CSKA Moskva-Besiktas 2-1
1-0 Alan Dzagoev (7.), 2-0 Milos Krasic (61.), 2-1
Ekrem Dag (90.).
Man. Utd-Wolfsburg 2-1
0-1 Edin Dzeko (56.), 1-1 Ryan Giggs (59.), 2-1
Michael Carrick (78.).
C-riðill:
AC Milan-FC Zürich 0-1
0-1 Hannu Tihinen (10.).
Real Madrid-Marseille 3-0
1-0 Cristiano Ronaldo (58.), 2-0 Cristiano
Ronaldo (64.), 3-0 Kaka (61.).
D-riðill:
Apoel Nicosia-Chelsea 0-1
0-1 Nicolas Anelka (18.).
Porto-Atletico Madrid 2-0
1-0 Radamel Falcao Garcia (75.), 2-0 Rolando
(82.).
Enska b-deildin
Newcastle-QPR 1-1
0-1 Ben Watson (7.), 1-1 Marlon Harewood (70.).
N. Forest-Scunthorpe 2-0
Þýski handboltinn
Rhein-Neckar Löwen-Grosswallstadt 32-25
Ólafur Stefánsson skoraði 2, Guðjón Valur
Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson 1 hvor.
Minden-Kiel 25-32
Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Minden en
Aron Pálmarsson náði ekki að skora fyrir Kiel.
Gummersbach-Hamburg 28-34
Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir
Gummersbach.
Powerade-bikar karla
KR-Njarðvík 85-94
Grindavík-Snæfell 95-89
Grindavík: Arnar Freyr Jónsson 31 (4 fráköst, 4
Stoðs.), Amani Daanish 21 (6 fráköst). Páll Axel
Vilbergsson 17 (7 fráköst), Ómar Sævarsson 16
(6 fráköst, 5 stoðs.), Þorleifur Ólafsson 8 (5
fráköst), Ó. Ólafsson 2.
Snæfell: Jón Ó. Jónsson 33 (7 fráköst), Sigurður
Á. Þorvaldsson 21 (7 fráköst), Hlynur Bæringsson
15 (16 fráköst, 4 stoðs.), Emil Þór Jóhannsson 13,
S. Davíðsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.
ÚRSLIT
HANDBOLTI Íslendingarnir höfðu
sig hæga í 32-25 sigri Rhein-
Neckar Löwen gegn Grosswalls-
tadt í kvöld en staðan í hálfleik
var 14-12 RN Löwen mönnum í
vil.
Ólafur Stefánsson skoraði tvö
mörk fyrir liðið og Guðjón Valur
Sigurðsson og Snorri Steinn Guð-
jónsson skoruðu eitt mark hvor.
Alfreð Gíslason og lærisvein-
ar í Kiel unnu 25-32 sigur gegn
Minden í kvöld en staðan í hálf-
leik var 13-12 Minden í vil. Aron
Pálmarsson komst ekki á blað hjá
Kiel en Gylfi Gylfason skoraði
fimm mörk fyrir Minden.
Þá skoraði Róbert Gunnarsson
sex mörk í 28-34 tapi Gummars-
bach gegn Hamburg. - óþ
Þýski handboltinn:
RN Löwen og
Kiel með sigra
ÓLAFUR Skoraði tvö mörk í sigri Rhein-
Neckar Löwen í gærkvöldi.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Guðmundur Benediktsson
var í gær ráðinn þjálfari Selfoss sem
vann sér sæti í Pepsi-deild karla nú
í haust. Hann skrifaði í gær undir
tveggja ára samning við félagið.
„Þetta leggst mjög vel í mig og
ég er mjög spenntur fyrir þessu,“
sagði Guðmundur í gær. „Þetta
kemur kannski einhverjum á óvart
en þegar svona tækifæri bjóðast er
ýmist að hrökkva eða stökkva. Ég
stökk í þetta skiptið.“
Guðmundur er nú að taka við
þjálfun liðs í fyrsta sinn en hann á
langan feril að baki sem leikmað-
ur. Hann lék með KR í sumar og
reyndist drjúgur í sóknarlínu liðs-
ins. Hann viðurkennir að það hafi
freistað að taka eitt ár til viðbót-
ar með KR og freista þess að ná
Íslandsmeistaratitlinum.
„Ég held að alla kitli til að spila
með KR. Þetta var mitt ellefta
tímabil hjá félaginu og mér fannst
þetta því ágætur tímapunktur
fyrir þessa breytingu. Það koma
alltaf gatnamót í boltanum og nú
ákvað ég að taka beygjuna aust-
ur fyrir fjall. Ég sé ekki eftir því
enda spennandi tímar fram undan
fyrir austan.“
Hann segir að ráðningin hafi átt
sér nokkurn aðdraganda. „Fyrir
tveimur vikum fékk Selfoss leyfi
hjá KR til að ræða við mig og
höfum við síðan þá átt nokkra
fundi. Selfoss mun spila í efstu
deild í fyrsta sinn á næsta ári og er
ég ákaflega þakklátur og stoltur að
mér skuli treyst fyrir því verkefni
að stýra liðinu við þær krefjandi
aðstæður.“
Hann ætlar að sjá til hvort hann
muni spila sjálfur með liðinu.
„Ég mun sjá til hvernig líkam-
inn verður. Hann er ekkert sér-
staklega spenntur fyrir því núna
í lok september en það gæti breyst
þegar það fer að hlýna.“
Hann segist byrjaður að kynna
sér lið Selfyssinga. „Ég hef kíkt
á upptökur af leikjum og kynnt
mér liðið. Þetta er ákaflega efni-
legt lið og leikmenn eru á frábær-
um aldri. Flestir hafa spilað með
yngri landsliðum Íslands og marg-
ir að spila með því enn í dag. Það
verður gaman að starfa með þess-
um leikmönnum og þróa þá áfram
sem knattspyrnumenn.“ - esá
Guðmundur Benediktsson ráðinn þjálfari Selfoss sem leikur í Pepsi-deildinni á næsta ári:
Stoltur að mér skuli treyst fyrir verkefninu
Á NÝJUM STAÐ
Guðmundur Benediktsson verð-
ur í nýju hlutverki á nýjum stað.
MYND/HAFLIÐI BREIÐFJÖRÐ
> Björgólfur áfram í KR
Björgólfur Takefusa skrifaði í gær undir nýjan tveggja
ára samning við KR en gamli samningurinn hans átti að
renna út um miðjan mánuðinn. Björgólfur
kom til KR árið 2006 og hafði þá verið á
mála hjá bæði Þrótti og Fylki. Hann hefur
tvívegis unnið gullskóinn í efstu deild
karla, nú síðast í sumar. Hann hefur á
sínum ferli alls skorað 66 mörk í 117
leikjum í efstu deild.
KÖRFUBOLTI Leikið var í undan-
úrslitum Powerade-bikars karla í
körfubolta í kvöld og þá varð ljóst
að boðið verður upp á Suðurnesja-
slag í úrslitaleiknum. Grindvík-
ingar unnu 95-89 sigur gegn Snæ-
felli í Grindavík annars vegar og
Njarðvíkingar unnu 85-94 sigur
gegn KR í Vesturbænum hins
vegar.
Hjá Grindavík var Arnar Freyr
Jónsson atkvæðamestur með 31
stig en Amani Daanish skoraði 21
stig, Páll Axel Vilbergsson skor-
aði 17 stig og Ómar Sævarsson 16
stig. Hjá Snæfelli var Jón Jóns-
son með 33 stig en Sigurður Þor-
valdsson skoraði 21 stig og Hlyn-
ur Bæringsson skoraði 15 stig og
tók 16 fráköst.
Hjá Njarðvík var Friðrik Stef-
ánsson stigahæstur með 24 stig
en Tommy Johnson skoraði 30
stig fyrir KR. - óþ
Powerade-bikar karla:
Suðurnesjaslag-
ur í úrslitaleik
ARNAR FREYR Átti góðan leik fyrir
Grindavík gegn Snæfelli í gærkvöldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Ensku félögin Manchest-
er United og Chelsea gerðu nóg til
þess að sækja stigin þrjú þegar
annarri umferð riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar lauk í gærkvöldi.
Cristiano Ronaldo skoraði aftur
tvennu í sigri Real Madrid en AC
Milan tapaði óvænt gegn FC Zür-
ich.
Það blés lengi vel ekki byr-
lega fyrir Englandsmeisturum
Manchester United gegn Þýska-
landsmeisturum Wolfsburg á Old
Trafford-leikvanginum í gær-
kvöldi. Michael Owen þurfti að
yfirgefa völlinn vegna meiðsla
strax á 20. mínútu og gestirnir
tóku forystu í leiknum snemma í
síðari hálfleik með skallamarki
Edins Dzeko. Markið reyndist hins
vegar skammgóður vermir því
Ryan Giggs jafnaði leikinn stuttu
síðar eftir að aukaspyrna hans
breytti um stefnu á varnarveggn-
um og fór í markið. Það var svo
Michael Carrick sem innsiglaði 2-
1 sigur United með marki þegar
um stundarfjórðungur lifði leiks.
Knattspyrnustjórinn Sir Alex
Ferguson hjá United var ánægður
með spilamennsku sinna manna
og hrósaði sérstaklega framlagi
Giggs sem skoraði sitt 150. mark
á löngum og farsælum ferli með
United.
„Hann er ótrúlegur. Ég veit
ekki hvernig ég á að bæta við allt
það hrós sem ég hef veitt honum í
gegnum árin en hann er einfald-
lega stórkostlegur leikmaður. Ann-
ars fannst mér liðið í heild sinni
leika vel og markið hjá þeim kom
gegn gangi leiksins. Ég var samt
aldrei smeykur og vissi að mark-
ið myndi koma hjá okkur,“ sagði
Ferguson í leikslok í gærkvöldi.
Sama uppskriftin hjá Chelsea
Nicolas Anelka skoraði eina mark
Chelsea í 0-1 útisigri gegn Apoel
Nicosia og hefur Chelsea því
unnið báða leiki sína til þessa í
riðlakeppninni og í bæði skiptin
hefur framherjinn franski tryggt
Lundúnaliðinu 1-0 sigur.
Þá virðist ekkert lát vera á
markaskoruninni hjá Portúgal-
anum Cristiano Ronaldo hjá Real
Madrid en hann skoraði tvennu í 3-
0 sigri Madrídinga gegn Marseille
á Santiago Bernabeu-leikvanginum
í gærkvöld. Ronaldo skoraði einn-
ig tvennu í fyrsta leik Real Madr-
id í riðlakeppninni. Kaka skoraði
síðan þriðja mark heimamanna úr
vítaspyrnu.
Óvæntustu úrslit kvöldsins áttu
sér stað á San Siro-leikvanginum
í Mílanóborg þar sem svissneska
félagið FC Zürich vann frækinn 0-
1 sigur gegn AC Milan.
Varnarmaðurinn finnski Hannu
Tihinen skoraði eina mark leiks-
ins en úrslitin hljóta að verða til
þess að auka enn á óánægjuradd-
ir í garð knattspyrnustjórans
Leonardo sem hefur byrjað afar
illa í stjórastólnum hjá AC Milan.
omar@frettabladid.is
Carrick bjargvættur United
Manchester United og Chelsea unnu bæði nauma sigra í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar í gær. Cristiano Ronaldo heldur áfram að skora fyrir Real Madrid.
SÖGULEGT MARK Liðsfélagar hins gamalreynda Ryan Giggs hylla hann eftir að hann
skoraði sitt 150. mark á ferlinum með Manchester United í gær. Giggs jafnaði leikinn
fyrir United með markinu áður en Michael Carrick innsiglaði 2-1 sigur.
NORDIC PHOTOS/AFP