Fréttablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FIMMTUDAGUR
1. október 2009 — 232. tölublað — 9. árgangur
Áður 19.900
Nú 14 900
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafknúnir
hæginda-
stólar
•
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval
Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465www.belladonna.is
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
LARA STONE, fyrirsætan vinsæla, situr fyrir í nýjasta tölublaði
franska Vogue. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá
staðreynd að Stone sem er venjulega hvít er svört á myndunum.
„Ég á það til þegar ég finn eitthvað sem ég fíla að kaupa það í fleiri en einum lit,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leiklistarnemi á fjórða ári við leiklistardeild Lista-háskóla Íslands. Anna Gunndís, eða Dunda eins og hún er ávallt kölluð, var stödd í útskriftarferð í Berlín í vor þegar hún keypti kjól-inn sem hún skartar á myndinni„Mig vantaði á þ ii
aðeins annan þeirra,“ segir hún en fljótt fékk hún bakþanka. „Nokkr-um dögum eftir að ég kom heim hringdi ég í Þórunni vinkonu sem varð eftir í Berlín og sendi hana í búðina til að kaupa hinn kjólinn,“ segir Dunda og hlær.Hún segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hún kaupi fl iein kjó
blúndum eins og amma mín elsk-aði mjög mikið.“ En notar hún þá hversdags eða spari? „Maður veit aldrei hvenær maður deyr og ég vil deyja í fallegum kjól. Þess vegna nota ég alla mína kjóla hversdags,“ svarar hún hlæjandi. Dunda o fé
Keypti kjól í hjartaðAnna Gunndís Guðmundsdóttir leiklistarnemi gengur nánast eingöngu í kjólum. Oft kaupir hún sama
kjólinn í mörgum litum og eitt sinn keypti hún sér þrettán kjóla á einu bretti á vefsíðunni eBay.
Anna Gunndís, eða Dunda, með uppáhaldskjólana sína sem hún fann í Hello Kitty-búð í Berlín.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ANNA GUNNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR
Keypti þrettán kjóla
á einu bretti á eBay
• tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
YFIRHAFNIR
ÚLPUR OG
Sérblað fimmtudagur 1. október 2009
Þröng staða – þrjár leiðir
Íslendingar eiga nú um þrjár
leiðir að velja út úr þeirri þröngu
stöðu, sem gömlu bankarnir
komu landinu í“, skrifar
Þorvaldur Gylfason.
Í DAG 28
Býður Obama
í borgara
Friðrik Weisshappel
býður Bandaríkja-
forseta í mat með
auglýsingu í
Politiken.
FÓLK 58
ÚLPUR OG YFIRHAFNIR
Leður, loðfeldir
og mjúkar línur
Sérblað um úlpur og yfirhafnir
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG.
Sjá nánar á www.betrabak.is
Tækifæri
Aðeins í örfáa daga
20-40% afsláttur
af sýningarvörum
Eitt líf - njótum þess !
Fyrstir koma
- fyrstir fá
ÉLJAGANGUR Í dag verða norð-
an 5-10 m/s austast, annars aust-
lægari 3-8. Stöku él norðaustan
og austan til og hætt við snjó- eða
slydduéljum suðvestan til fyrir
hádegi. Rigning eða slydda þar í
kvöld. Frostlaust með ströndum.
VEÐUR 4
1
0
1
2
2
Hátíð græðara
fer fram í
fyrsta sinn
Sérblað um
græðara.
FYLGIR FRÉTTA-
BLAÐINU Í DAG
dagur græðaraFIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2009
Dagskrá 3. október á Hótel Loftleiðum9.30 – 9.35 Setning. Preben Jón Pétursson, FÍHN9.35 Lilja Oddsdóttir, lithimnufræðingur, formaður BÍG Um áfangasigra og markmið græðara10.00 Selma Júlíusdóttir, skólastjóri Lífsskólans Ilmolíur til lækninga10.25 Haraldur Magnússon, osteópati, B.Sc. Munurinn á mataræði fyrr og nú – til hins betra eða verra?11.05 Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, CSFÍHöfuðbeina- og spjaldhryggjar-meðferð, horft til framtíðar.11.30 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, ráð-gjafi, B.Sc. líffræði Raki í húsnæði11.55 Margrét Bára Jósefsdóttir, ljósmóðirViltu vera þinn eigin heilsumeistari?13.15 Eygló Þorgeirsdóttir, sjúkranuddariLíkami fyrir lífið13.40 Jakobína Eygló Benediktsdóttir, SSOVÍ Fjölþjóðleg rannsókn á áhrifum svæðameðferðar á krabba-meinssjúklinga14.05 Ágústa K. Andersen, nálastungu-fræðingur og hómópati Hin fimm skapandi öfl; grunnur að heildrænni meðferð
14.30 Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfr. M.Sc. Áhrif svæðameð-ferðar á þunglyndi og kvíða15.00 Stefanía Ólafsdóttir, CranioLífsorkan og cranio15.25 Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, grasalæknir Austræn hugmynda-fræði í nálastungulækningum15.50 Þórgunna Þórarinsdóttir, SMFÍSvæða-/viðbragðsmeðferð fóta og handa
16.15 Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur Hvert er frelsi mannsins?
16.35 – 16.55 Susanne Nordling, formaður NSK Um kosti og galla Evrópusam- bandsins fyrir gr ð
Lið ársins valið
Fréttablaðið hefur
valið lið ársins í
Pepsi-deild karla.
ÍÞRÓTTIR 66
VEÐRIÐ Í DAG
SÖFNUN Bleika slaufan, árvisst
söfnunarátak Krabbameins-
félags Íslands vegna brjósta-
krabbameins, hófst í gær. Tólfta
hver kona greinist með brjósta-
krabbamein á Íslandi en um 88
prósent þeirra sem greinast með
brjóstakrabbamein eru á lífi
fimm árum síðar. „Það er einn
besti árangur í baráttunni gegn
brjóstakrabbameini sem um
getur“ segir í fréttatilkynningu.
Slaufan í ár er hönnuð af Sif
Jakobs skartgripahönnuði og
verður hún til sölu til 15. október
í ýmsum verslunum. - sbt
Átak Krabbameinsfélagsins:
Safnað með
bleikri slaufu
VIÐSKIPTI Líflegur markaður
hefur verið með skuldabréf
Glitnis og gamla Kaupþings á
erlendum mörkuðum.
Enginn sýnir áhuga á bréfum
gamla Landsbankans. Verri
tryggingar voru á bak við lán
Landsbankans en hinna bank-
anna og því þykja þau áhættu-
samari fjárfesting. - jab / sjá síðu 24
Gróði í gömlu bönkunum:
Vilja ekki
Landsbanka
STJÓRNMÁL Norski miðflokkurinn,
sem á sæti í ríkisstjórn landsins,
er opinn fyrir því að Norðmenn
veiti Íslendingum lán sem nemur
um 2.000 milljörðum íslenskra
króna. Þetta fullyrða forvígis-
menn Framsóknarflokksins, sem
kynntu leiðtogum ríkisstjórnar-
innar þessa hugmynd í gær.
Höskuldur Þórhallsson, þing-
maður Framsóknarflokksins,
hefur átt viðræður um málið í
Noregi síðustu daga.
Ögmundur Jónasson sagði að
honum litist vel á hugmyndina í
viðtali í Kastljósi í gærkvöldi. - sh
Ný hugmynd frá Framsókn:
Segja norskt
risalán í boði
STJÓRNMÁL Eindregin krafa odd-
vita ríkisstjórnarflokkanna um
að væntanleg lausn á Icesave-
málinu verði gerð í nafni allrar
ríkisstjórnarinnar varð til þess
að Ögmundur Jónasson sagði af
sér embætti heilbrigðisráðherra
í gær.
Ötullega hefur verið unnið að
lausn Icesave-málsins síðan form-
leg viðbrögð Breta og Hollendinga
við lögum Alþingis bárust um
miðjan september.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins stendur tvennt í þeim.
Annars vegar að ríkisábyrgð á
lánveitingum nái aðeins til ársins
2024, óháð því hvort lánin hafi þá
verið uppgreidd eða ekki.
Hins vegar að í lögunum sé
tekið fram að Ísland viðurkenni
ekki skyldur sínar til greiðslu og
hafi ekki fallið frá rétti sínum til
að fá úr því álitamáli skorið.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra og Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra bera þá
von í brjósti að úr leysist á allra
næstu dögum. Þingflokkur Sam-
fylkingarinnar lýsti í gær yfir
stuðningi við Jóhönnu í málinu en
þingflokksfundur Vinstri grænna
hófst seint í gærkvöldi og stóð enn
þegar blaðið fór í prentun.
„Nú tek ég það fram að ég hef
ekki gefið mér neitt um hver mín
afstaða verður í þessu Icesave-
máli. Ég vil að það fái þinglega
meðferð og þingið komi óbundið
að því. Í mínum huga er þetta ekk-
ert smámál; þetta er grundvallar-
atriði í þessu stóra máli, sem er
miklu stærra en ríkisstjórnin og
nokkur stjórnmálaflokkur innan
veggja þingsins,“ segir Ögmundur
Jónasson í viðtali við Fréttablaðið
í dag.
Viðmælendur Fréttablaðsins
eru almennt sammála um að
ríkisstjórnin standi veikari
eftir gærdaginn. Engu að síður
eru þingmenn beggja stjórn-
arflokka einhuga um að halda
stjórnarsamstarfinu áfram.
Þing verður sett í dag og fjár-
lagafrumvarpið kynnt. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er reiknað með rúmlega áttatíu
milljarða króna gati á fjárlögum
næsta árs. Ríkið þarf að greiða
um eitt hundrað milljarða króna
í vaxtagjöld á næsta ári.
- bþs, kóp / sjá síður 6, 8 og 10
Ríkisstjórn í ólgusjó
Ögmundur Jónasson segir af sér ráðherraembætti. Icesave-málið er enn óleyst.
Hallinn á fjárlögum verður rúmlega 80 milljarðar. 100 milljarðar fara í vexti.
SUNDUR OG SAMAN Steingrímur J. Sigfússon missti náinn samherja sinn til langs tíma úr ríkisstjórn í gær, þegar Ögmundur Jónas-
son taldi sér ekki lengur vært þar innanborðs. „Ég get þó fullvissað alla um að engan skugga mun bera á vináttu okkar Ögmundar
Jónassonar; hún er hafin yfir svona hluti,“ segir Steingrímur. Þeir félagar sjást hér yfirgefa þingflokksfund í gær hvor í sínu lagi.
FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN