Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Síða 8

Fálkinn - 15.03.1961, Síða 8
IJtiiega í 20 gr. frosti Ofviðri á fjöllum! sagði útvarpið 27. janúar. Fellibylurinn ,,Jónas“ geisaði um vesturströndina og þaut ógnandi um Lang-fjallgarðinn. Sums staðar lét hann sér nægja að skafa snjóinn í skafla, en annars staðar myndaði hann geysimiklar snjódyngjur. Enginn gat reiknað út hvar storm- urinn myndi verða mestur og flestir, sem á fjöllum voru þennan dag, gættu þess vandlega að vera inni eða a. m. k. í námunda við mannabústaði. En á Oset gistihúsinu í Gol var þessu hins vegar öðruvísi farið. Þaðan fóru 90 manns — þar af 28 konur — í ferðalag þennan morgun, og kl. 9 að morgni daginn eftir komu þau fyrst til gistihússins aftur. Allan daginn og nóttina dvöldu þau úti af frjálsum vilja. Það er ef til vill ekkert skrítið þótt karlmenn geri slíkt, en það er annað mál með kvenfólk. Þessar voru svo sem engar „amazónur“, hins vegar ósköp venjulegar húsmæður, verkakonur eða jafnvel skólastúlkur. Þær voru heldur engir skíðameistarar, og engin þeirra hafði áður sofið úti að nóttu til. Hitinn þessa óveðursnótt, sem þau dvöldu úti, var -f- 15—20 stig. Var þetta óðs manns æði? Nei, alls ekki. Allt þetta fólk var þátttakendur og kennarar í námskeiði í björgun úr snjó, sem var á vegum Rauða krossins. Sextán kvennanna höfðu verið valdar af handahófi, en hinar voru meðlimir hjálparsveita Rauða krossins. Námskeiðið stóð í viku, og þessi nótt undir beru lofti var næst-síðasta atriðið. Áður hafði þátttakendum verið kennt hvernig bæri að bregð- ast við undir ýmsum aðstæðum, t. d. að búa til skíðasleða úr hverju sem var, að þekkja á áttavita, kennt að varast ýmsar hættur í fjallendi og að klæðast réttum vetrarfötum og yfirleitt að hegða sér sem skynsamlegast í fjallaferðum. Þessi æfing, sem nú skal greint frá, hafði verið auglýst og streymdu áhorfendur til staðarins. Frá sjónvarpinu og Norsk Film komu kvikmyndatökumenn til þess að mynda hópinn og blaðamenn innlendir og erlendir voru einnig við- staddir. Menn höfðu fyrst og fremst áhuga á því, hvernig konunum myndi reiða af. Vera má, að einhver stúlknanna hafi litið saknaðaraugum til hillunnar neðan við spegilinn þar sem allt snyrtidótið og tannburstinn var, er þær fóru úr herbergjum sínum á gisti- húsinu. Þess konar munað höfðu þær lítil not fyrir sólar- hringinn, sem í hönd fór. Andlit þeirra voru vel smurð gulu vaselíni og þær voru klæddar vindþéttum úlpum, sem her- inn átti, og er þær stigu á skíðin í öllum þessum skrúða, var erfitt að greina þær frá karlmönnum. í bak- pokunum var hreint ekkert óþarfadrasl, en hins vegar hlý treyja og ullarbuxur ásamt naumum matvæla- skammti, sem var neyðarskammtur Rauða krossins og hers- ins. Ofan á bakpokanum voru svefnpokar og upp úr pokun- um gægðust einnig sagir og léttar aluminiumskóflur, en það voru áhöldin til þess að gera sér náttstað með. Staðurinn þar sem æfingin var gerð, var í h.u.b. 9 km fjar- lægð frá gistihúsinu — uppi á 1100 metra háum hnúk, sem Örterhögda heitir. Hópurinn færðist hægt í áttina til hnúks- ins. Sá, er ætlar að dveljast næturlangt á fjalli, má ekki svitna á leiðinni upp. Um daginn var mikið að gera á Örterhögda, og var allt mjög vel skipulagt. Fyrir klukkan fimm var öllu starfi

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.