Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Síða 10

Fálkinn - 15.03.1961, Síða 10
SIGAUNASTULKAN I. Macfarlane hafði oft veitt því eftir- tekt, að vinur hans, Dickie Carpentar, hafði undarlega óbeit á Sígaunum. Hann hafði samt aldrei vitað, hver var ástæðan til þess. En þegar trúlofun Dickie og Esther Lawes fór út um þúf- ur, vildi svo til, að þessir tveir menn ræddust við í fyllsta trúnaði. Macfarlane hafði verið trúlofaður Rakelu, systur Esther, um eins árs skeið. Hann hafði þekkt þær Lawesystur báð- ar frá því að þær voru litlar. Feiminn og varkár, eins og hann var raunar allt- af, hafði hann varla viljað viðurkenna fyrir sjálfum sér, að þetta barnslega andlit Rakelar með brúnu, sterku aug- unum, hafði stöðugt vaxandi áhrif á hann. Hún var ekki nærri því eins falleg og Esther, en miklu blíðari og tryggari. Vegna trúlofunar Dickie og Esthers var það, sem vináttubönd þessara tveggja manna urðu sterkari en áður. En þegar eftir nokkrar vikur var trúlofunin far- in út um þúfur, og vesalings bláeygði og óreyndi Dickie var mjög niðurdreg- inn. Þar til nú hafði allt gengið eins og í sögu í lífi hans. Ferill hans í flotanum hafði verið einstaklega glæsilegur. Hann hafði meðfædda löngun til að stunda sjóinn. Það var einhver vottur af vík- ingseðli í honum: Hann var frumstæður og blátt áfram, — opinskár maður, sem skildi ekki brögð eða undirferli, hvorki í orði né á borði. Hann var í flokki þeirra ungu Englendinga, sem hata til- finningasemi í hvaða mynd sem hún birtist, og eiga sérstaklega erfitt með að orða það, sem þeim býr í brjósti. Macfarlane, hinn hrausti Skoti, sem undir harðri skel sinni var ofurlítið rómantízkur, hlustaði þolinmóður á orðaflaum vinar síns og tottaði pípu sína makindalega á meðan. Hann hafði gert sér ljóst fyrirfram, að það yrði heldur betur afferming hjá Dickie, ef hann á annað borð færi að leysa frá skjóðunni, en hann hafði búizt við, að aðalefni frásagnar hans yrði allt annað en raun varð á. í fyrstu talaði Dickie nefnilega alls ekki um Esther Lawes, heldur eyddi miklum tíma í að lýsa þeim ótta og þeirri hræðslu, sem atvik, er hann lifði í bernsku hefði kallað fram hjá honum. — Það byrjaði allt saman með draumi, sem mig dreymdi, þegar ég var barn. Þetta var eiginlega ekki martröð, held- ur draumur, sem sótti stöðugt á mig aftur og aftur. Hún — Sígaunastúlkan á ég við —- skaut upp kollinum næstum í hverjum einasta draumi, sem mig dreymdi, jafnvel þægilegum barna- draumum um afmælisboð, eldfæri og þess háttar. Einmitt þegar ég skemmti mér hvað bezt, tók ég skyndilega eftir að hún stóð þarna og virti mig fyrir sér -—- með dapurlegum augum sínum, skilurðu, eins og hún vissi eitthvað, sem ég vissi ekki. Ég get ekki útskýrt hvers vegna þetta skefldi mig svo mjög, en það gerði það vissulega. í hvert ein- asta skipti! Ég var vanur að vakna og hrópa af skelfingu, og gamla barnfóstr- an mín sagði alltaf: — Nú hefur herra Dickie dreymt einn af Sígaunadraumunum sínum . . —- Varstu þá nokkurn tíma hræddur af raunverulegum Sígaunum? — Nei, ekki þá •— ekki fyrr en síðar. Það var reyndar líka einkennilegt. Ég. var að leita að hvolpi, sem ég átti og sem hafði strokið frá mér. Ég skauzt út um garðdyrnar og eftir einum af skóg- apstígunum. Þú veizt, við bjuggum þá í Nýjaskógi. Loks kom ég að einhvers konar rjóðri með trébrú yfir á. Og rétt við hliðina á brúnni stóð Sígaunastúlka með rauðan skýluklút yfir höfðinu, ná- kvæmlega eins og stúlkan, sem var vön að birtast mér í draumunum. Og auð- vitað varð ég strax skelfingu lostinn. Hún horfði nefnilega á mig, skilurðu, með sama hrygga augnaráðinu eins og hún vissi eitthvað, sem ég vissi ekki og væri leið yfir því. Og svo sagði hún ró- lega um leið og hún kinkaði kolli til mín: — Ef ég væri í yðar sporum, mundi ég ekki fara þessa leið! Ég get ekki sagt þér hvers vegna, en þetta gerði mig frávita af hræðslu. Ég þaut fram hjá henni og út á brúna. Og hún hlýtur að hafa verið fúin. Að minnsta kosti brotnaði hún og ég féll í ána. Það var mjög sterkur straumur í ánni og ég var nærri drukknaður. Þetta var viðbjóðsleg tilfinning, skal ég segja þér. Ég hef aldrei gleymt þessu. Og mér fannst eins og þetta væri Sígaunastúlk- unni að kenna. — Er það satt? Og jafnvel þótt hún aðvaraði þig. Eða kannski einmitt fyrst og fremt af því að hún aðvaraði þig? — Já, ég held næstum að það sé skýr- ingin. Dickie þagnaði en hélt áfram: — Ég hef sagt þér frá draumum mín- um, ekki af því að þeir standi neitt í sambandi við það, sem gerðist, heldur af því að þeir eru svo að segja lykillinn að þeirri tilfinningu, sem ég kalla „Sí- gaunatilfinninguna“. En nú ætla ég að fara fljótt yfir sögu og hverfa til fyrsta kvölds míns hjá Lawes-fjölskyldunni. Ég var þá nýkominn frá vesturströnd- inni Það var mjög undarlegt að vera kominn til Englands aftur. Lawes-fjöl- skyldan voru gamlir vinir foreldra minna. Ég hafði ekki séð dætur þeirra síðan ég var sjálfur sex—sjö ára, en son- ur þeirra, Arthur, var einn af mínum beztu vinum. Þegar hann lézt, byrjaði Esther að skrifa mér og senda mér blöð. Hún skrifaði mér einstaklega skemmti- leg bréf. Ég óskaði þess alltaf, að ég væri dálítið pennafær, þegar ég settist niður til að svara henni. Það var undar- legt að þekkja stúlku mjög vel í gegn- um bréfaskriftir og ekkert an'nað, Nú, það fyrsta sem ég gerði var að sjálf- sögðu að heimsækja Lawes-fjölskyld- una. Esther var ekki heima, þegar ég kom, en þau bjuggust við að hún kæmi um kvöldið. Við kvöldverðarborðið sat ég við hlið Rakelar. f hvert einasta skipti sem ég leit yfir borðið, kom und- arleg tilfinning yfir mig. Ég fann, að einhver veitti mér eftirtekt og mér fannst það óþægilegt. Loks kom ég auga á hana. .. — Hverja? Við brúna stóð Sígaunastúlka nteð rauðan skýluklút, nákvæmlega eins og stúlkan, sem birtist mér í draumnum. Það var eins og hún vissi eitthvað, sem ég vissi ekki og það gerði mig óttasleginn... SMÁSAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.