Fálkinn - 15.03.1961, Síða 13
við munum brátt komst að raun um.
Þessi svið eru táknuð í skilningi al-
mennings með orðinu „himnar“ og öll
trúarbrögð geta þar um. Sálin yfirgefur
hinn stjarneska líkama þegar hún held-
ur til æðri sviða. Þá byrjar hinn stjarn-
eski líkami að leysast upp, og er tímar
líða hverfur hann algerlega og verður
að hinu upphaflega efni. Meðan á þessu
stendur dvelur líkamsgerfi þetta á þessu
undirdeildarsvæði stjarneska heimsins.
Þessi deild gegnir engu öðru hlutverki
og er algerlega aðskilin frá öllum öðr-
um deildum eða sviðum.
Mjög mikill munur er á hinum ýmsu
stjarnesku líkömum eftir hver í hlut
á, hvað viðvíkur þeim tíma sem tekur
fyrir líkamann að leysast upp. Til dæm-
is lík manns sem hefur verið mjög langt
kominn andlega leysist mjög fljótt upp,
þar eð efnisagnir líkamans dragast ekki
nema að litlu leyti að þessum lágu svið-
um. En á hinn bóginn hvað viðvíkur
manni sem haldinn var mjög jarðlæg-
um hugsjónum og ágirnd, þá endist sá
líkami mikið lengur, svo sterkt er það
aðdráttarafl sem myndast þegar sálin
er í líkamanum.
Þessir stjarnlíkamar eru dauðir og
hafa ekki yfir neinni hugsun eða vit-
und að ráða; öðru máli gegnir um hina
svokölluðu „skugga" þessa sviðs, sem
tilheyra öðrum flokki. En nú skulum
við líta á þá nánar. Jæja, þá skulum
við halda á næstu svið fyrir ofan.
Viðdvöl okkar á þessari neðri deild
stjarnheims var ekki ánægjuleg, en hin-
ir svonefndu ,,skuggar“ varpa nokkru
ljósi á sérstök fyrirbrigði sálræns eða
dulræns eðlis, sem oft eru rangtúlkuð.
Þú tókst eftir því að í staðinn fyrir að
fljóta um í stjarnheimi, eins og skeljarn-
ar sem við sáum fyrir nokkrum andar-
tökum, þá reikuðu þessir skuggar um
eins og skuggalegar mannverur, í svefn-
gengilsástandi. Þú sást Þá ganga um
dreymandi án ákveðins markmiðs eða
ætlunar, draugaleg, óbærileg sjón.
Þessir skuggar eru raunverulega
stjarnskeljar, sem sálin hefur yfirgefið,
en samt skilið eftir nægilegt afl sakir
fyrri útstreymis hugsana og viljaafls til
að þær gætu reikað um í nokkurn tíma.
Þessi orka dvínar smám saman, og þess-
Framh. á bls. 32.
á:• ■
■;
■
Hvað gerist þegar maður gengur aftur? Eina skýringu á fyrirbrigðinu
er að finna í þessari grein, sem Þór Baldurs befur tekið saman
AFTURGÖNGURNAR
FÁLKINN 13