Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Side 14

Fálkinn - 15.03.1961, Side 14
A í) dayAÍHA CHH VINKONA MlN, FLUGAN Það var komið fram á góu. Sólin far- in að voga sér hærra á himininn og geislamir farnir að hlýja obbolítið. Suma morgnana voru þeir meira að segja nægilega heitir til að vekja til lífsins, fyrir tímann eina og eina flugu. Bn svo gerði oft eftir hádegið norðan gassa með snjókomu, og ef aumingja flugurnar sluppu ekki inn um svefn- herbergisglugga, áður en þeim var skellt í ofboði vegna veðrabreytingar- innar, var úti um þær. Það var líka svo ágætt að vera fluga á fótum í góubyrj- un, ef maður komst inn í hlýja íbúð. Krökkum finnst nýnæmi að sjá flugu og enginn vill flæma einstæðinginn út í kuldann. Svo lagðist hann í rigningar nokkra daga, sem voru hver öðrum grárri, og þá datt engri flugu í hug að reyna að vakna fyrir tímann. Og nú ætla ég einmitt að segja ykkur sögu af einni svona flugu, sem rétt náði að sleppa inn um svefnherbergisglugg- ann hjá okkur, áður en konan skellti honum í ofboði hérna um daginn, þegar hann gerði norðan gassann. Ég tók strax eftir því, að þetta var óvenjulega gáfuð og skemmtileg fluga, iangt hafin yfir stöllur sínar, sem drituðu á ljósaperur sumarlangt. Svo var það líka ábyggi- legt, að hún var gædd alveg sérstökum persónuleika og var fram úr hófi kurt- eis. Hún var aldrei með læti eins og aðrar flugur og óþarfa suð, heldur fór hún sér mjög hægt og stóð langtímum í sömu sporum, t. d. þegar hún var að hlusta á útvarpið, eða þegar ég var að tala við hana. Strax á morgnana var hún komin á ról. Hún snerist krinkum mig, þegar ég var að raka mig, og ég er ekki frá því, að ég hafi séð hana þvo sér í framan líkt og kettir gera, með því að núa framfót- unum um hausinn á sér. Ekki varð ég þó var við, að hún burstaði í sér tenn- urnar. Þegar við fórum svo fram í eld- hús að drekka morgunkaffið, þá fylgdi hún ávallt með og settist stillt og prúð á borðið og beið þess að ég gæfi henni nokkur sykurkorn, en aldrei fór hún beint í sykurkarið, eins og öðrum flug- um er títt. Svona gekk þetta til í nokkra daga, og var ég farinn að umgangast hana eins og hvern annan fjölskyldumeðlim, bjóða góðan daginn o. s. frv. Mér var farið að þykja heilmikið vænt um blessunina. En svo kom að örlagaríkum og sorgleg- um degi í lífi flugunnar minnar. Og allt var það henni Sveinsínu frænku að kenna, hvernig fór. Nú skal ég greina frá því. Það var kalt í veðri og ég setti því upp hattinn, þegar ég fór að heiman eft- ir hádegisverðinn. Á leiðinni klæjaði mig nokkrum sinnum í lubbann, en ekki tók ég samt af mér hattinn til að klóra mér, því það þykir víst ekki neitt sér- lega fínt. Þegar niður á skrifstofuna kom, rak mig alveg í rogastanz, því þeg- ar ég tók hattinn, flaug orsökin fyrir höfuðkláðanum út úr honum! Flugan mín hafði falið sig í hattinum til þess að komast með mér niður eftir. Fyrst ávítaði ég hana, en mér hlýnaði um hjartaræturnar yfir vináttu og tryggð vinkonu minnar. Allan daginn var hún að fylgjast með vinnu minni, ýmist spígsporandi á borð- inu eða fljúgandi um alla skrifstofuna og virtist gefa öllu gaum. Ekki þorði ég að tala við hana nema í hálfum hljóð- um af hættu við það, að einhver heyrði til mín og héldi mig eitthvað skrítinn. Loks var svo komið að heimfarartíma og ég skipaði flugunni minni að fara inn í hattinn. Nú var kominn strekkingur úti og napurt mjög. Ekkert bar til tíð- inda fyrr en við vorum komin upp á miðjan Skólavörðustíg, en þá dundi ó- gæfan yfir. Ég þurfti endilega að rekast beint í flasið á Sveinsínu frænku. Hún er hin mesta kjaftatífa og ætlaði nú að rekja úr mér garnirnar. Og þá gleymdi ég alveg flugunni, því ég álpaðist til að lyfta hattinum, þegar ég heilsaði. Vesal- ings flugan hefur eflaust haldið, að við værum komin heim, því hún flögraði út en þá tók vindkviða hana og bar hana upp stíginn með hraði miklu. Ég hafði ekki einu sinni fyrir því að kveðja hina agndofa frænku mína, heldur tók undir mig stökk og endasentist hljóðandi eftir flugunni minni. Leit mín reyndist árangurslaus. Ég ráfaði um Skólavörðustíginn og nær- liggjandi götur og skimaði alls staðar, en sá hana hvergi. Hvernig er líka hægt að ætlast til þess, að maður finni eina litla flugu í svona stórum heimi? Dauf- ur í dálkinn rölti ég því heimleiðis og hugsaði ekki fallega til Sveinsínu, en bölvaði samt gleymsku minni og ógætni, að ég skyldi ekki muna eftir því, að flugan var í hattinum. Sem ég hafði nú verið hissa, þegar flugan flaug út úr hattinum eftir há- degið, þá getið þið rétt ímyndað ykkur, hve undrandi og glaður ég varð, þegar ég kom að útidyrahurðinni heima, og Frh. á bls. 33

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.