Fálkinn - 15.03.1961, Síða 20
— Það er hugsanlegt, sagði hann ró-
lega. — Hjónaband Rods og hennar
var í rauninni farið út um þúfur fyrir
mörgum árum. Til þess að halda heim-
ilisfriðinn, lét hún sem hún væri sam-
þykk njósnastarfseminni, og ef ég hefði
ekki komið til skjalanna, er hugsanlegt
að hún hefði orðið að fullu á bandi
landráðamannanna.
Adrian faðmaði hana að sér aftur. —
Þú veizt, að ég elska þig, Kata, og hef
elskað þig lengi. Þú hefur fundið það
á þér.
— Mig langar til að trúa því Adrian.
En kvöldið í Surrey forðum, þegar þú
sagðist ekki vilja giftast mér ....
— Það var ekki það, að ég vildi ekki
giftast þér, hrópaði hann. — Ég gat það
ekki. Því að þá var ég nefnilega giftur,
og það var ekki sjáanlegt, að ég fengi
nokkurntíma frelsið aftur.
— Varstu kvæntur, Adrian? Hún
starði á hann, eins og hún tryði honum
ekki. — Ég skil þetta ekki, — hvers
vegna sá ég aldrei konuna þína, og
hversvegna minntist þú aldrei á hana?
— Þetta var ekki raunverulegt hjóna-
band, Kata. Það var málamyndahjóna-
band, sem var gert af lagalegum ástæð-
um. Við höfum aldrei lifað saman sem
maður og kona. En þegar ég varð ást-
fanginn af þér; var ég enn bundinn
Gretu .... Við skulum setjast, Kata,
sagði hann. — Ég er eiginlega þreytt-
ur, ef satt skal segja, Þetta hefur verið
talsvert erfiður dagur.
— Já, sagði hún. — Nú skal ég gefa
þér te.
Þau drukku teið að heita mátti þegj-
andi, en svo tók hann hana í fang sér.
— Það eru nokkur ár síðan þetta byrj-
aði, sagði hann rólega. — Við Frank
vorum aldir upp í sama landi, og hitt-
um tvær stúlkur, sem voru afar illa
staddar. Báðar þurftu nauðsynlega að
eignast brezkan borgararétt, og við
Frank vorum lausir og liðugir þá. Og
svo höfðum við líka þjórað talsvert þetta
kvöld. Svo mikið var víst, að við kvænt-
umst þeim til þess að þær fengju rétt-
indin og gætu komizt til Englands. Ætl-
unin var sú, að við fengjum skilnað
undir eins og þangað kæmi — og okkur
sýndist þetta vera skikkanlegar og mein-
lausar stúlkur. Þær voru í dauðans vand-
ræðum og við tókum þær trúanlegar.
— Og það var þá Helga, sem giftist
Frank? sagði Kata.
Hann kinkaði kolli. — En hún reynd-
ist svikalaus — hún gekkst undir að
halda samninginn og skilja við hann.
En þá var Frank orðinn ástfanginn af
henni — og vildi ekki skilja.
— En hvers vegna minntist hann
aldrei á þetta við mig? spurði hún ef-
andi. — Hann mátti vita, að ég mundi
taka Helgu opnum örmum.
— Já, hún er yndisleg, finnst þér það
ekki? En þeir höfðu tangarhald á henni
þá, skilurðu, því að þeir höfðu hremmt
ýmsa ættingja hennar. Hún elskaði fjöl-
skyldu sína, sérstaklega tvíburabróður
sinn, sem er vísindamaður. Þeir hótuðu
henni að gera honum ólíft ef hún yrði
áfram í Englandi, svo að þess vegna
hrökklaðist hún þaðan aftur. Hún skrif-
aði Frank, að þeir hefðu neytt sig til
að sækja um skilnað. Hann var ekki
mönnum sinnandi og gerði sig sekan um
alls konar fífldirfsku til þess að reyna
að ná sambandi við hana aftur.
— Var það þess vegna, sem hann var
svona gerbreyttur síðast, þegar hann var
heima í Englandi?
Adrian kinkaði kolli.
Hann var staðráðinn í að ná í hana
aftur, jafnvel þó hann yrði að hverfa
bak við járntjaldið til þess sjálfur. Ég
reyndi að fá hann ofan af þessu, lagði
meira að segja torfærur fyrir hann. En
ekkert stoðaði. Hann varð mér því gram-
ari og fór sínu fram.
— Það var þá þess vegna, sem þið
urðuð óvinir?
Hann kinkaði kolli. — Og svo kom að
því að þeir þurftu á Helgu að halda
hérna. Nú voru foreldrar hennar dánir,
og ef ekki hefði verið bróðirinn, hefði
hún getað slitið sig úr þessum fjötrum.
En hún vissi að ef hún gerði það, mundi
það bitna á honum. Þegar Frank var
kominn hingað, sá hann allt í einu ráðið
til að bjarga þessum bróður hennar. En
til þess að það gæti tekizt, varð hann að
láta sem hann hefði gengið í lið með
óvinunum. Stewart, sem var aðalfor-
sprakki þeirra hérna, vissi ekki betur
en að þeir hefðu komið Frank einmitt
þangað, sem þeir vildu helzt hafa hann.
— En Frank var þegar kominn í sam-
band við annan — talsvert dularfullan
mann, sem gengur undir nafninu „Ridd-
arinn“. Þessi þjóðsagnahetja hefur gert
það að aðalstarfi sínu að ná fólki burt
úr járntjaldslöndunum, hversu vel sem
þess er gætt. Frank bað hann úm að
hjálpa sér við að ná bróður Helgu, svo
að hún gæti slitið öllu gömlu sambandi
og orðið frjáls manneskja. Og um leið
tókst Frank að sannfæra Stewart um,
að sig langaði í raun og veru til að
starfa bak við járntjaldið, og Stewart
sá um undirbúning ferðar hans.
Þetta gerðist í aðalatriðum, eins og
ég hef sagt þér áður. Flugvélin, sem
hirti hann fór með hann út að sjó, og
þar fór hann um borð í kafbát — sama
kafbátinn, sem átti að sækja okkur öll
í morgun — og fara með teikningam-
ar, leynivopnið og margt fleira. Þeir
vissu auðvitað ekki betur en að ég væri
samherji þeirra. Ég hafði gert það sem
ég gat til þess að láta þá halda það.
En ég hafði gert Leyniþjónustunni að-
vart og ráðlagt að senda flugvélar í
veg fyrir okkur, til að neyða okkur til
að halda stefnunni til Kangaroo Fields.
Og ég gat hagað því svo, að við feng-
um flugmann frá Leyniþjónustunni í
stað hins varaflugmannsins, sem var
landráðamaður eins og hinir. Adrian
glotti kuldalega.
— Ég varð að beita talsvert hörðu
við hinn flugmanninn til þess að „taka
hann úr umferð“, svo að ég gæti fengið
hinn manninn á réttan stað.
— Og Frank — er Frank lifandi?
— Hann lifir eins og blóm í eggi,
sagði Adrian hlæjandi. — Með aðstoð
þessa manns — Riddarans — tókst hon-
„Hann mátti ekki hafa samband við nokkurn
mann, ekki einu sinni þig, Kata. Þú
skilur hve hættulegt það hefði getað orðið.
Eg var sá eini, sem vissi um hann."
20 FALKINN