Fálkinn - 15.03.1961, Qupperneq 21
um að komast gegnum tjaldið aftur, og
honum tókst líka að ná í bróður Helgu
með sér. En vitanlega varð hann að
vera í felum, eftir að hann var slopp-
inn. Hann mátti ekki hafa samband við
nokkurn mann — ekki einu sinni við
þig, Kata, þú skilur hve hættulegt það
hefði getað orðið. Ég var eini maður-
inn, sem vissi um hann.
— Og þú treystir mér ekki svo vel,
að þú þyrðir að segja mér það?
— Við treystum þér, — en það var
þetta samband þitt við Bernhard Wil-
liam.
— Vissuð þið, að hann var á bandi
óvinanna?
Hann hristi höfuðið. — Ekki fyrst
í stað, pví að þá hefði ég aldrei leyft
að þú yrði honum eins handgengin og
þú varst orðin. Tilfinningar mínar hefðu
ekki leyft það, meina ég. Síðar fékk
ég grun á honum, en ég hafði enga
fullnaðarsönnun fyrr en hann fletti of-
an af sér sjálfur í flugvélinni.
— Veit sir Alexander um Frank?
spurði hún.
— Hann vissi ekkert fyrst um sinn,
en nú veit hann allt. Hann gat vitanlega
ekki samþykkt að Frank tæki málið í
eigin hendur. Svo að ég er hræddur
um að Frank verði að fara úrLeyniþjón-
ustunni og fá sér aðra atvinnu, en það
verða engin vandræði úr því. Og þegar
hann hefur Helgu sér til trausts og
halds, hugsa ég að hann verði svo sæll
að hann setji ekki smámunina fyrir sig.
Kata kinkaði kolli — hún var altek-
in af fögnuði.
— Ég veit, að Helga gerir hann ham-
ingjusaman. Mér þykir svo vænt um
hana.
Hún minntist þess, er hún sá Helgu
fyrst, og á leiðinni til Ástralíu. Hún
mundi hve einkennilega hún hafði hag-
að sér, og að hún hafði fallið í ómegin
þegar þau voru að borða í Karachi.
— Veitti einhver Helgu eftirför á leið-
inni hingað? spurði hún.
Adrian kinkaði kolli. — Hún sagði
mér frá því, þegar ég flaug með hana
til Adelaide. Hún sá einn af snuðrur-
um þeirra í veitingasalnum í Karachi.
Hann var persónulegur óvinur hennar
og hættulegur maður. Hún vonaðist til
að komast út í flugvélina án þess að
rekast á hann, en hann gerði henni
fyrirsát á leiðinni. Hann gaf henni ýmis-
konar fyrirskipanir, meðal annars að
fara í tiltekið hús í Kínverjahverfinu
í Singapoore. Hann skipaði henni að
njósna um þig, og reyndi að lauma áróð-
ursritlingum til þín, sem gætu vakið
á þér grunsemdir hjá Leyniþjónustunni
og hjá útlendingaeftirlitinu í Port Dar-
win. Þeim var illa við að þú kæmir
hingað, skilurðu, því að þeim var ekki
um að þú fengir að vita of mikið um
Frank. En hún neitaði að gera þetta,
og komst undan flugumanninum. Eins
og á stóð, gat hún ekki gert neitt flóns-
legra. Hún vissi, að Williams var í land-
ráðaflokknum og hún bað hann um
Frh. á bls. 32
jjj
|
1
i
1
I;;
1
li;
Ííi
ií
H GERISTIHSTIIVIKIJ?
STJÖRNUSPÁIN
HrútsmerkiB. Einhverjir erfiðleikar verða á vegi yðar í þessari viku, annaðhvort á heimilinu eða vinnustað. Yður skal ráðlagt að reyna að leysa vandamálin án þess að grípa til róttækra að- gerða. Á föstudag eða laugardag gerist atburður, sem hefur mikla fjárhagslega þýðingu fyrir ykkur. s; [ 21. MAHZ — 1 20. APRÚ.
NautsmerkiS. Vikan byrjar hægt og rólega, en hraðinn eykst með hverj- um degi og fyrr en varir rekur hver viðburðurinn annan. Þér hafið miklar áhyggjur út af starfi yðar og njótið lítillar hvíldar fyrir áhyggjum morgundagsins. Þetta verður aðeins um stundarsakir, og lagast mjög fljótlega. j 21. APHlL — i 21. MAÍ
TvíburamerkiB. Ýmsar óvæntar hindranir verða á vegi yðar fyrstu daga vikunnar, en það er þó bót í máli, að á laugardag berast gleði- leg tíðindi, sem gefa tilefni til þess að gera sér rækilega dagamun um helgina. Og það munuð þér vissuelga gera, svo um munar. j 22. MAl — j 21. JÚNl
KrabbamerkiB. Það er mjög erfitt verkefni, sem þér glímið við um þessar mundir, en þér hafið gaman af að fást við það og ef þér sýnið nægilega mikla þrautsegju og þolinmæði, mun yður tak- ast að leysa það. Þegar því er lokið hljótið þér verðug laun og sérstaka virðingu einnar kvenpersónu, sem þér metið mikils. j 22. JÖNí — j 22. IÚLI
LjónsmerkiB. Þetta verður erilsöm vika bæði heima fyrir og á vinnustað. Heimsóknir gesta verða mjög tíðar á heimilinu og þér mun- uð kynnast nýju fólki, sem þér hafið mikinn áhuga á að hafa samskipti við í framtíðinni. Ekki er loku fyrir það skotið, að þér takið yður ofurlitla ferð á hendur til útlanda mjög bráðlega. j 23. JÚLl — [ 23. AGÚST
J ómfrúarmerkiB. Hinn óvænti atburður þessarar viku mun berast yður bréf- lega eða með símahringingu. Gæfan mun vefða yður hlið- holl, en gleýmið ekki að lofa fjölskyldunni að taka þátt í þessu óvænta meðlæti. Ef þér lendið í vandræðum seinni hluta vikunnar, skuluð þér ráðfæra yður við góðan vin. V | 24. AGÚST— [ 23. SEPT.
VogarskálarmerkiB. Vikan mun hafa upp á sitthvað að bjóða sem er frábrugðið hinum gráa og vanabundna hversdagsleika. Óttizt ekki að hætta yður út í ofurlitla tvísýnu. Það er mál til komið að þér reynið nú einu sinni krafta yðar á nýjum sviðum. Hver veit nema yður verði betur ágengt þar en hingað til. j 24. SEPT. — 23. OKT.
SporBdrekamerkiB. Þér lifið í vikunni mjög sérstætt atvik, sem þér getið mikið lært af. Góður vinur yðar lendir í vandræðum og fyrir til- viljun verðið þér sjónarvottur að harmleik hans og kynnist vandamálum, sem hann hefur lengi strítt við en aldrei sagt frá. Látið yður fordæmi hans að kenningu verða. Ifm Ik ^ Æ 24. OKT. — j 22. NÓV.
BogmannsmerkiB. Þér fáið byr undir báða vængi fjárhagslega í þessari viku, annaðhvort fáið þér gjafir eða óvæntar tekjur, sem þér reikn- uðuð alls ekki með. Gætið þó hófs í peningamálunum og reyn- ið að leggja eitthvað fyrir. Það er lítil bót að auknum tekj- um ef maður eyðir jafnvel meiru en sem þeim svarar. k 23. NÓV. — 21. DES.
SteingeitarmerkiB. Þetta verður tvímælalaust. skemmtilegasta vika mánaðarins. Ástæóan er einfaldlega sú, að strax í byrjun vikunnar fáið þér snjalla hugmynd og framkvæmið hana þegar i stað, en veltið ekki yfir henni vongum fram og aftur, þar til allt er um seinan, eins og þér hafið svo oft gert. j 22. DES. — j 20. JAN.
VatnsberamerkiB. Þér skuiuð gæta fyllst.u varúðar í þessari viku. Erfiðleikar verða á vegi yðar og ef þér bregðist rangt og óskynsamlega við þeim, getur það orðið dýrt spaug. í vikulokin hægir um og þér fáið góðan tíma til að hvíla yður og hressa fyrir væntanlegt strit næstu viku. L | 21. JAN. — 19. FEBR.
FiskamerkiB. Þér fáið sinn skammtinn af hvoru í þessari viku: gleði og sorg, en þó öllu meir af því fyrrnefnda sem betur fer. Farið yður hægt alla vikuna, en hugsið því meir um framtíðaráætl- un yðar. Það ríður á, að hún verði vel undirbúin og þraut- hugsuð frá öllum hliðum. & 20. FEBR. — 20. MARZ
Wmrnm H