Fálkinn - 15.03.1961, Side 22
HEIMILISAHÖLD
Þegar talað er um heimilisáhöld til
léttis fyrir húsmæður, er venjulega átt
við öll stærri hjálpartæki, eins og hræri-
vélar, þvottavélár, ryksugur o. s. frv.
En litlu eldhús- og heimilisáhöldin eru
-ekki þýðingarminni, og rétt áhöld, vel
gerð, þannig, að þau falli vel í hendi,
og velhæf sínu verki, geta orðið til
mikils léttis. Hefur mér því dottið í
hug að fara nokkrum orðum um þau
algengustu í næstu blöðum.
Ekki er hægt að gera áætlun um
áhaldakaup, sem henta öllum heimilum.
Fjöldi áhalda fer auðvitað fyrst og
fremst eftir stærð heimilisins eða öllu
fremur hvað vinna á á heimilinu. En
vert er að hafa í huga, að betra er að
eiga fá og góð áhöld, heldur en mörg
og léleg. Bæði borgar bað sig fjárhags-
lega og vinnulega séö.
Ef við byrjum á því að líta á hníf-
ana, þá þurfum við að eiga einn stóran
hníf til þess að skera með kjöt,
fisk o. fl. Einn miðlungshníf til að
skera með ost, álegg o. f 1., og svo
einn lítinn hníf. Þetta er hægt að kom-
ast af með. En með tímanum væri svo
gott að bæta við brauðhníf, en hægt
er að skera brauð líka með stóra hnífn-
uin og einum eða tveijnur litlum hníf-
um. Annan litlu hnífanna veljum við
með litlu blaði, til þess að flysja með
grænmeti og ávexti.
Á góðum eldhnúshníf á blaðið að vera
ll^Éllllli
•fBH
mm
■ ■ .■.■..■■■■'
■
.
ÉgívHj;
■■ .
% F.
' ' ■ '
f*Sgl|
fellÍI
Á-K:'
l , a
Við þurfum ekki að eiga fleiri en fjóra hnífa (efri mynd). Venjulegustu
handtökin við að skera, hakka (a—c) og flaka (d). Takið eftir hversu
hökin að framan og aftan á skaftinu veita góðan stuðning (neðri mynd).
22 FÁLKINN
sveigjanlegt og eggin bitgóð. Auðvelt
á að vera að halda því hreinu. Ryðfrítt,
hert stál uppfyllir bezt þessar kröfur.
Einnig er vert að athuga form og gerð
skaftsins. Það á að vera þannig lagað,
að það fari vel í hendi og ekki sé þreyt-
andi að halda á því. Einnig þarf skaftið
að vera úr vönduðu efni. Beztar eru
harðar, feitar kjörviðartegundir (teak,
bubinga, mahogni). Þær hrinda vel frá
sér vatni, eru ókleifar og þola yfirleitt
vel það hnjask, sem hnífar verða fyrir.
í sköft úr birki, beyki og eik o. fl., geng-
ur vatn mjög auðveldlega, og endast
því illa. Lakkhúð flagnar fljótt af sköft-
Framh. á bls. 28.
ÁBÆTISRÉTTIR
Eplamarenz.
8 epli
1 dl vatn
50 g sykur
Rifinn appelsínubörkur
4 eggjahvítur
150 g sykur
5 möndlur, ef vill.
Eplin flysjuð, skorin í bita, soðin allt
að því í mauk með sykri, örlitlu vatni
og rifnum berki. Maukið látið í eldfast
mót. Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykur-
inn þeyttur með augnablik. Hellt yfir
eplamaukið. Söxuðum möndlum stráð
yfir. Bakað við vægan hita 175 °C í 40
mínútur.
SveskjufrauS.
200 g sveskjur
3% dl vatn
75 g sykur
Rifinn börkur af 1 appelsínu
4 eggjahvítur.
Sama aðferð og í uppskriftinni á
aprikósufrauði á næstu síðu.