Fálkinn - 15.03.1961, Síða 28
Bernhard Shaw -
Framh. af bls. 7.
legust skrifuð bók um þessi efni í bók-
menntum okkar tíma. Þar gengur hann
í skrokk á dásömuðustu leikurum þeirra
tíma, niðrar Söru Bernhardt, sem hann
telur miklu minni leikkonu en Eleonoru
Duse. Og hann skopast jafnt og þétt
að hinni gagnrýnislausu aðdáun Eng-
lendinga á Shakespeare. Eftir sýningu
á „Sem yður þóknast“, skrifaði hann
meðal annars, að andríki einnar aðal-
persónunnar (Touchstone) væri þannig
vaxið, að „jafnvel eskimói mundi heimta
peninga aftur eftir leikinn, ef nútíma-
höfundur byði honum viðlíka sálarfóð-
ur“. I tilefni af Shakespeare-hátíðinni
1896 skrifaði hann svolátandi svar við
boði á hátíðarsýninguna í Camberwell:
„Innan sanngjarnra takmarka er ég
ávallt reiðubúinn til þess að sýna Shake-
speare lotningu, en of mikið af öllu
má nú gera. Ég er fyrir löngu hættur
að halda upp á afmælisdaginn minn, og
sé því ekki neina ástæðu til að mér
sé skylt að halda upp á afmælisdag
Shakespeares .... “
Frank Harrys ritstjóri hefur skrifað
ýmsar greinar um Shaw, og áður en
hann dó, lauk hann við stóra bók um
hann. Hann segir m. a. að Shaw hafi
jafnan krafizt þess, að blaðið tæki ekki
við ókeypis aðgöngumiðum að leiksýn-
ingum fyrir hann. Hann vildi ekki njóta
gestrisni leikhúsanna og lesa þeim svo
textann á eftir. Og velkominn gestur
var Bernhard Shaw ekki í leikhúsun-
um, því að það var sannarlega fátt af
því, sem Lundúnaleikhúsin höfðu upp
á að bjóða, sem Shaw fannst ástæða
til að hrósa. Stundum hótuðu áskrif-
endur að segja upp blaðinu, þegar Shaw
hafði skvett sinni stækustu keitu á leik-
húsin, en að jafnaði sat þar við orðin
tóm, því að líf og fjör og snilldarbragðj
var á öllu því, sem Shaw lét frá sér
fara.
Meðan Shaw var leikdómari, virti
hann að jafnaði að vettugi það boðorð,
að menn ættu að vera samkvæmisklædd-
ir í leikhúsinu niðri. Eitt kvöldið, þeg-
ar hann kom í brúna flauelsjakkanum,
sem hann gekk oftast í í þá daga, stöðv-
aði dyravörðurinn hann og sagði: „Þér
fáið ekki að koma hér inn í þessum
jakka.“ — „Jæja, takið þá við honumV'
sagði Shaw, vatt sér úr jakkanum og
hljóp snöggklæddur inn ganginn, en
dyravörðurinn sá sitt óvænna og elti
hann og fékk honum jakkann.
Eitt sinn bar svo við, að maður uppi
á hásvölunum missti bjúgu og datt það
ofan og lenti beint á höfðinu á Shaw.
Hann stóð upp að vörmu spori og hróp-
aði til mannsins: „Yður skjátlast, kunn-
28 FÁLKINN
ingi. Ég er jurtaæta og hef viðbjóð á
bjúgum. Munið, að senda mér kálhaus
næst.“
Sögurnar um grænmetisætuna Bern-
hard Shaw voru löngum kærkomnar
brezku skopblöðunum. Teikningarnar
sýndu hann oft sitja með vatnsglas,
nokkrar baunir og fáein kálblöð og und-
ir stóð: Shaw kýlir vömbina! Leikhús-
stjórarnir voru í stökustu vandræðum
með Shaw og Frank Harrys segir frá,
hvílíka gremju það vakti, þegar leik-
dómari hans „hló í rautt skeggið undir
alvarlegustu atriðum leiksins".
í desember 1892 var fyrsta leikrit
Shaw sýnt. Leikurinn vakti megnasta
hneyksli, og meira að segja vinur hans
Archer tætti það sundur og saman, og
engum datt í hug, að nokkurn tíma gæti
komið frambærilegt leikrit frá Bernhard
Shaw.
En það kom á daginn, að þeir reynd-
ust litlir framtíðarspámenn. Hvert leik-
ritið rak annað og Shaw var kominn
í fremstu röð leikritaskálda fyrr en
varði.
Eitt sinn er Shaw var kallaður fram
á leiksviðið eftir frumsýningu, heyrðist
hjáróma rödd í öllum fagnaðarkliðnum.
Shaw kallaði til mannsins: „Ég hef
fyllstu samúð með yður maður minn.
En hvað getum við tveir á móti svona
mörgum?“
Eftir frumsýninguna á „Pygmalion"
í London ætlaði allt að ærast af fagn-
aðarlátum og höfundurinn var kallað-
ur fram. Þegar allt ætlaði af göflun-
um að ganga, varð sir Herbert Tree,
sem lék hlutverk Henry Higgins, að
koma fram á leiksviðið og tilkynna, að
Shaw hefði rokið heim í bræði út af
allri þessari kátínu.
Þegar Shaw hafði fengið viðurkenn-
ingu um allan heim fyrir „Saint Joan“,
var það skrafað, að hann ætlaði ekki
að semja fleiri leikrit. Blaðamaður
spurði hann, hvort þetta væri satt, og
fékk svohljóðandi svar: „Hvernig ætti
ég að geta numið staðar? Hætta end-
urnar nokkurn tíma að synda?“
Á einum af hinum óteljandi verka-
mannafundum, sem Shaw talaði á, stóð
maður einn upp og andmælti því, að
millistéttarmaður eins og Shaw væri lát-
inn tala í nafni verkalýðsins. ,,Ég milli-
stéttarmaður," hrópaði Shaw upp yfir
sig. „Þetta særir mig. Heiðraður ræðu-
maður gleymir því, að ég telst til há-
stéttanna. Afi minn var skyldur baróni.
Þess vegna ber ég virðingu fyrir sjálf-
um mér.“
Þegar Bernhard Shaw ætlaði að gifta
sig, var hann lasburða eftir langa legu.
Hann kom til fógetans í gömlum og
snjáðum fötum og gekk við hækju!
Svaramenn hans báðir komu í spari-
fötunum. „Fógetanum datt ekki í hug,
að ég væri brúðguminn,“ segir Shaw.
„Hann hélt víst að ég væri einn þess-
ara betlara, sem eru svo sjálfsagðir við
allar hjónavígslur. Hann tók annan
svaramanninn, sem var sex fet á hæð
í staðinn fyrir mig, en þegar fógetinn
sneri lestri sínum að honum, fannst
svaramanni sér nóg boðið og lét mér
eftir virðingarstöðuna.“
Síðar varð Shaw ríkur maður af tekj-
um sínum frá leikhúsum og forleggj-
úrum. Hann keypti sér hús í Adelphi
Terrace og búgarð í Hertfordshire.
Shaw hlaut bókmenntaverðlaun No-
bels 1925. Við það tækifæri spurði blaða-
maður hann, hvers vegna hann hefði
fengið verðlaunin einmitt þá. „Jú, það
skal ég segja yður, ungi maður,“ svar-
aði Shaw, „það var vegna þess, að ég
skrifaði ekkert það ár.“
Heimifisáhöld -
Framh. af bls. 22.
um og er því til lítilla bóta; á venju-
lega að hilma yfir lélegt undirlag. Ekki
hafa plastsköft heldur reynzt vel.
Tenging blaðs og skafts verður að vera
góð. Blaðtungan á að vera jafnstór um
sig og skaftið, og fest saman með hnoð-
um á samskeytum og á 2—3 stöðum
gegnum skaftið.
Slæm festing er aftur á móti, þegar
blaðtungan er aðeins mjór, stuttur tangi,
sem rekinn er inn í skaftið, jafnvel þótt
hólkur sé settur á að framan.
Hnífar þeir, sem hér hefur verið lýst,
eru dýrari en venjulegir hnífar. En það
borgar sig að kaupa þá, því að styrk-
leiki skaftsins sker úr um endingargildi
hnífsins.
Neglurnar -
Framh. af bls. 23.
reynt að bæta, í stað þess að lakka all-
ar neglurnar upp á ný. Það á helzt ekki
að skipta um naglalakk oftar en viku-
lega.
Notið lakkeyðir, sem ekki inniheldur
aceton, þvoið svo strax neglurnar vel,
áður er lakkið er borið á, svo lakkeyð-
irinn setjist ekki ofan í hornlag nagl-
anna. Notið aðeins 1. fl. naglalakk, og
það borgar sig, að eyða peningum 1 und-
ir- og yfirlakk, auk þess litar, sem ætl-
un yðar er að nota hverju sinni.
Lakk er því borið á 4 sinnum; fyrst
undirlakk, síðar venjulegt lakk tvisv-
ar, og að lokum sérstakt yfirlakk, sem
verndar og herðir sjálft naglalakkið,
þannig að það flagnar síður af á nagla-
brúnunum.
Það skaðar ekki neglurnar, þótt lakk-
lagið sé Þykkt, — naglalakk er ekki
skaðlegt fyrir neglurnar. Það hlífir aft-
ur á móti nöglunum á sama hátt og bón
hlífir gólfunum.