Fálkinn - 15.03.1961, Qupperneq 31
— Ó, herra, þér hafið þá ekki heyrt
það, snökkti hún.
— Heyrt hvað?
— Ungfrú Alistair, sá blessaði engill
... það var ölkelduvatnið hennar .. .
það, sem hún er vön að drekka á hverju
kvöldi .. . Vesalings kapteinninn er al-
veg utan við sig, alveg sturlaður.. 1 nn
tók skakka flösku af hillunni í myrkr-
inu. Læknirinn kom, en hann kom of
seint.
Um leið komu Macfarlane orð hennar
í hug: Ég hef alltaf vitað að eitthvað
hræðilegt bíður Maurice. Ég hlýt að geta
hindrað það, — ef einhver getur það þá
. . . En jafnvel hún gat ekki leikið á ör-
lögin. Hvílík glettni örlaganna, að hún,
sem ætlaði að frelsa hann, skyldi verða
það, sem olli tortímingu hans.
Gamla þjónustustúlkan hélt áfram
að snökkta: — Elsku, litla Alistair ...
Eins og hún var alltaf blíð og góð, alltaf
hugsaði hún um þá, sem áttu bágt, hún
gat aldrei séð neinn þjáðst ...
Hún hikaði dálítið, en sagði síðan: —
Mynduð þér kæra yður um að sjá hana,
herra? Mér skildist, að þið hefðuð
þekkst fyrir löngu síðan ... fyrir löngu,
löngu síðan, sagði hún ...
Macfarlane fylgdist með gömlu kon-
unni upp stigann og inn í herbergið fyr-
ir ofan dagstofuna, sem söngurinn
hljómaði frá daginn áður. Efstu rúðu-
glerin voru lituð. Þau vörpuðu rauðum
ljóma á höfðalag rúmsins. Sígaunastúlka
með rauðan klút á höfðinu. Vitleysa,
auðvitað voru það taugarnar, sem hlupu
með hann í gönur . .. í síðasta sinn
horfði hann fast á Alistair Haworth ...
IV.
— Það er stúlka, sem vill gjarnan tala
við yður, herra.
— Hvað segið þér? Macfarlane leit
utangátta á veitingakonuna.
— O, afsakið, ungfrú Rowse ... ég
heyrði ekki .. . ég sá víst sýnir.
— Ekki þó í alvöru, herra. Það er víst
annars undarlegt að horfa á mýrina,
þegar rökkrið fellur á. Það er bæði
„Hvíta stúlkan“, „Smiður fjandans“ og
„Sjómaðurinn og Sígaunastúlkan“.
— Hvað segið þér? Sjómaður og Sí-
gaunastúlka?
— Það eru víst bara munnmælasagn-
ir. Það var draugasaga, sem sögð var í
mínum ungdæmi. Ógæfusöm ást fyrir
mörgum árum síðan. En þau hafa reynd-
ar ekki sézt lengi . ..
— Ekki það? Ekki skyldi mig undra,
þótt þeirra yrði vart aftur ...
— Guð, herra! Það er alveg maka-
laust upp á hverju þér getið fundið að
segja. En hvað með ungu stúlkuna
þarna niðri?
— Hvaða ungu stúlku?
— Hana, sem bíður eftir yður í for-
stofunni. Ungfrú Lawes sagðist hún
heima.
— Ó!
Rakel. Hann fann til undarlegs spenn-
ings innra með sér, fann, hvernig at-
hygli hans var beint inn á aðrar brautir.
Hann hafði gægzt inn í annan heim,
framandi heim. Hann hafði alveg gleymt
Rakel, sem ein tilheyrði þessu lífi. Það
var raunverulega eins og eitthvað
þvingaði hann til þess að missa sjónar
á því sem hann hafði séð, samtímis því
sem sál hans hvarf aftur til hins raun-
verulega heims, sem aðeins hefur þrjár
víddir.
Hann opnaði dyrnar á forstofunni.
Rakel kom á móti honum og horfði á
hann með sínum brúnu og heiðarlegu
augum. Eins og maður sem vaknar aft-
ur af draumi, fann hann heita hamingju-
strauma fara um sig. Hann var lifandi.
— Það er aðeins eitt líf, sem maður
getur verið viss um, — og það er
þetta ...
tf.ótf'C Akrifar
FRÁ sjónarhóli stjörnuspekinnar
Kæra Astró.
Vinsamlegast langar mig að
biðja þig að lesa úr stjörnun-
um framtíð mína.
Ég er fædd 15. júní 1940 kl.
0.15. Ég veit ekki hverjar
upplýsingar fleiri ég á að
gefa, en ég er ógift, en ákaf-
lega ástfangin. Hann er fædd-
ur 14. nóvember 1937. Hvern-
ig heldurðu að það fari? Ég
vona að þú getir eitthvað
leyzt úr vandamálum mínum,
með fyrirfram kærri þökk,
fyrir skemmtilegan þátt og
fjölbreytni í blaðinu.
Lolló.
P.S. er ekki hægt að fá
svarið skriflegt og bréfið ekki
birt? Vanti borgun láttu mig
vita.
Svar til Lolló.
Við ákváðum að svara bréfi
þínu í blaðinu því ekkert
heimilisfang fylgdi bréfi þínu
þannig, að við gátum ekki
svarað þér beint. Hægt er að
fá lesningu í svipaðri mynd af
ævisjám eins og birast í Fálk-
anum, beint það er að segja
ekki birt í blaðinu, en þá þarf
að senda kr. 200,00 gjald á
skrifstofu Fálkans, Hallveig-
arstíg 10, í ábyrgðarbréfi
merktu Astró „einkamál“.
Þegar ég setti upp kort þitt,
sá ég strax, að þú ert nú und-
ir mjög sterkum áhrifum frá
Venusi. Þess vegna ertu mjög
næm fyrir öllu slíku sem
að ástarmálunum lýtur. Mjög
athyglisverð eru áhrif plánet-
anna í Nautsmerki þínu og
Krabbamerkinu. Hið fyrr-
nefnda geymir þrjár plánet-
ur þínar þar á meðal Júpiter,
en venjulega er hann tákn um
vel efnaðar manneskjur, þar
sem hann er vel settur. Þér er
einnið sérlega annt um fögur
málverk og myndir. í hinu síð-
arnefnda merki, Krabba-
merkinu, eru einnig sterkar
afstöður, en það merkir að þú
sért mikið gefin fyrir að vera
heima, og kappkostar að
halda öllu til haga þar.
Tvíburamerkið gerir þig
nokkuð tvískipta í skoðun og
verki þannig að þú átt nokk-
uð erfitt með að ákveða þig.
Fólk undir þessu merki segir
oft það í dag, sem er algjör-
lega andsnúið því sem það
sagði í gær. Þetta merki ger-
ir þig fljóta í hugsun og fljóta
að átta þig og skilja.
Svo maður víki að aðal
spurningunni þinni um hvern-
ig ástarævintýri þínu muni
reiða af, þá verð ég að segja,
að mér er ómögulegt að sjá
nægilegt samræmi milli ykk-
ar til að nægi til hjúskapar.
Þegar litið er á sólmerki
ykkar kemur í ljós að þú ert
opinská, en pilturinn er dul-
úðugur og það eykst til muna
þegar stundirnar líða fram.
Nú sem stendur virkar þessi
afstaða hans sem skemmtana-
fýsn og jafnvel sem vínhneigð
hjá honum, en þessi áhrif
breytast með aldrinum og
verða mikið fínni og háleitari.
Svipað ósamræmi gildir
einnig milli mánaafstaða ykk-
ar. í þínu korti er máninn í
Vogarmerkinu, sem dregur
mjög úr tvískinnungsáhrifum
frá Tvíburamerkinu í fari þínu
og gefur þér aukið jafnvægi og
næma tilfinningu fyrir því,
sem kallast réttlæti, þannig
að þú ert fljót að gera athuga-
semd ef þér finnst einhver
hljóta of mikið eða lítið. í
korti piltsins er Máninn í
Fiskamerkinu í samstöðu við
Satrún. Þetta virkar þannig,
að hann er ósjálfstæður og
svartsýnn. Þessi afstaða hneig-
ist einnig mjög til neyslu örf-
andi drykkja. Pilturinn verð-
ur oft að þiggja ráð hjá öðr-
um og getur sjaldnast tekið
nokkra verulega ákvörðun án
samráðs við aðra. Hins vegar
er einn bezti kostur þessarar
tunglafstöðu sá, að pilturinn
er samúðarfullur og mundi
vera góður eiginmaður réttri
eiginkonu. Síðasta afstaðan,
sem til umræðu er í sambandi
við ástarmálin, eru afstöður
Venusar, en þær eru einnig ó-
hagstæðar. Þau öfl, sem þarna
eru að verki mundu reynast
þér þung byrði, þegar fram í
sækir, því hrifningaráhrif
Venusar líða hjá. Árekstrar
og deilur yrðu uppskeran.
Eftir þrjú ár muntu hitta
mann, sem fæst við ritstörf og
samband ykkar ætti að geta
verið samræmiskenndara en
þessi ævisjá gefur til kynna.
Beztu makar, sem þú átt völ
á eru fæddir undir Vogar-
merkinu og Vatnsberamerk-
inu.
FÁLKINN
31