Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Page 33

Fálkinn - 15.03.1961, Page 33
Koníaksflaskan - Frh. af bls. 25 virtist honum ægilegt og ógnandi á svip- inn. Það yrðu logandi slagsmál. Kannski mundi fólkið brjóta niður skúrinn hans og eyðileggja alla munina. Kannski mundi það taka hann og fleygja honum í vatnið við hátíðlega athöfn. Fleiri og fleiri myndu blanda sér í málið. Þannig var það alltaf. Fólk elskaði slagsmál. Ef til vill kæmist lögreglan í spilið. Herra Vogelsang mundi ekki þola svona lagað. Hann þoldi ekki neins konar upp- steit. Hann rak sitt tivolí eins og það væri klausturskóli. Kannski léti hann setja hann í fangelsi? Johansen studdi sig við bjálkann. Hann vætti tunguna. Hún var þurr eins og sandpappír, sem hefur legið í sólskini. Ó, guð! Nú stóð maðurinn beint fyrir framan hann og heilt herlið með honum. — Sæll, aftur, sagði hann. — Ég er kominn til þess að freista gæfunnar enn einu sinni. Johansen deplaði augunum. Hann skildi ekki, hvað vra á seyði. Var mað- urinn að gera gys að honum? Ætlaði hann að gera einhvern skopleik úr þessu, áður en hann léti til skarar skríða? Johansen rétti honum þrjá hringi. Hann hefur ekki opnað flöskuna enn- þá, hugsaði hann og andvarpaði fegin- samlega. Þessi ljóshærði kraftajötunn bað um þrjá hringi til viðbótar. — Nú skal ég reyna hvort það tekst ekki aftur. Sjáið þér til. Við hjónin erum búin að bjóða öllum nágrönnun- um í kaffi og koníak. Og þarna situr öll hersingin í garðinum okkar og bíður í spenningi og eftirvæntingu meðan ég fer að sækja flöskuna. Hvað haldið þér að gerist svo? Ég hrasa og dett um kött eins nágranna míns. Og það sitja sumir í dagsins önn - Frh. af bls. 14. sá fluguna mína elskulega sitja skjálf- andi á hurðarhúninum! Hún hafði sem sé ratað heim til okkar. Ég flýtti mér nú með hana inn í hlýj- una og sagði konunni þessi stórtíðindi. En gleði mín var skammvinn, því flug- an hafði ekki þolað kuldann og fengið slæmt kvef. Um kvöldið hnerraði hún mikið og hóstaði, en morguninn eftir lá hún önduð á náttborðinu hjá mér. Ég var reglulega hryggur. Svo frétti ég það strax daginn eftir, að Sveinsína frænka væri farin að breiða það um allan bæ, að annað hvort væri ég orðinn flogaveikur eða snarvit- laus. Dagur Anns. 100% VATNSÞÉTT HÖGGÞÉTT OG SEGULVARIÐ * FÁST í ÖLLIJM IIELZTU ÚRAVERZLUNUM ennþá yfir tómum glösunum og bölva kettinum. Guð veri lofaður, sagði Johansen við sjálfan sig. Þessum ketti vildi ég mega gefa fleytifulla rjómaskál, blessuðu dýrinu. — Þrjá hringa í viðbót, sagði sá ljós- hærði. — Þú eyðir eins miklu og heil koní- aksflaska kostar, sagði einhver, og af þessu var óspart hlegið. — Ég er farinn að ná mér á strik núna, sagði hann. Hann var búinn að eyða tuttugu krón- um og hafði aðeins unnið nokkra eyma- hringi, sem hann fleygði yfir mann- fjöldann. Johansen dró djúpt andann. Síðan tók hann koníaksflöskuna upp af gólfinu. — Nú hafið þér reynt svo oft, herra, án þess að hafa heppnina með yður. — Ég ætla að heiðra yður með koníaks- flösku. Allir viðstaddir hrópuðu margfalt húrra fyrir Johansen. Honum var ljóst, að sá gamli herra Vogelsand yrði æfur, þegar hann frétti þetta, en það gerði ekkert til. Johansen hafði nú loksins hreina samvizku. Nú leið honum vel. Hann stóð lengi og brosti út undir eyru, sæll og glaður. Hann byrjaði að raula fyrir munni sér .... En hvað var þetta? Hvað var nú á seyði? Johansen sá ekki betur en þarna kæmi sá ljóshærði æð- andi, eldrauður og þrútinn af reiði í framan og heill sægur af fólki fylgdi á eftir honum. Hvað gat nú hafa gerzt? Hann kom nær og nær og .... Áður en Johansen féll í yfirlið, heyrði hann slitur úr setningum: Hrtitjáft (juUauqAAcH hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. — .... vatn í flöskunni .... skal fá það borgað, bölvaður dóninn .... UTILEGA - Frh. af bls. 9. Morguninn eftir setti flaggstöngin á Oset á sig kryppu, eins og góður köttur, og vindurinn ýlfraði og vegir tepptust. En haugbúarnir frá Örterhögda komu til gistihússins í ágætu skapi og ásig- komulagi. Sumum kvennanna hafði orð- ið dálítið kalt, en það var ekki fyrr en þær fóru á fætur, og eiginlega bara af því, að þær höfðu verið svo duglegar við morgunverkin, að þær höfðu orðið að bíða eftir karlmönnunum. Sumir höfðu fundið kulda við bakið þá um nóttina, er þeir byltu sér, en langflestir — bæði húsmæður um fimmtugt og 16 ára ung- lingar — höfðu sofið ágætlega. í stóra snjóhúsinu hafði einn karlmannanna setið uppi um nóttina og gert hitamæl- ingar — þriggja stiga hiti og tveggja stiga frost var hæsta og lægsta hitastig. „Útilegumennirnir" voru svo sprækir, bæði karlar og konur, að þeir rétt sem snöggvast snöruðu sér inn í gistihúsið til þess að snæða morgunverð. Eftir það fóru allir aftur út í snjóinn til þess að taka próf í þeim fræðum, sem þeir höfðu lært til þess að geta boðið norska vetr- inum byrginn og bjargað sjálfum sér og öðrum. — Gerið okkur bara ekki að neinum forynjum, sögðu konurnar biðjandi. — Flestir, sem eru sæmilega heilsugóðir, geta lokið þessum æfingum, sem við höfum tekið þátt í. Það er næstum það erfiðasta að koma sér burt frá heimili, börnum og starfi í heila viku. Auk þess er heilmikið verk, að yfirvinna þá hleypidóma, að maður geti hreint ekki lokið námskeiðinu. Jafnvel næturgist- ing í snjóhúsi er ánægjuleg, þegar mað- ur hefur lært kúnstina. FALKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.