Fálkinn - 19.04.1961, Page 16
*- pr,
9 dayAÍHA CHh
FLÓÐHESTARNIR
LANDSLEIKHÚSIÐ frumsýndi um
daginn leikritið Flóðhestarnir eftir hið
heimsfræga og umdeilda leikskáld, Jóní-
skó. Þar sem forsetafrúin var erlendis,
en forsetinn að eltast við sjóbirtíng í
landsins fallvötnum, voru okkur hjón-
imum sendir miðarnir þeirra að frum-
sýningunni.
Ykkur mun fullkunnugt, að á svona
frumsýningum er aðeins mesta eðal-
fólk landsins, sem beztan hefur smekk-
inn á leiklist og vínum. Hjá þeim, sem
leiklistarsmekkurinn er meiri, er það
höfúð takmarkmið að drekka í sig vizku
og þroska í orðum þeim, sem leikurun-
um er uppálagt að mæla fram í boði
leikskáldsins. Hjá þeim, sem nefna
mætti víndrykkjumenn og haldnir eru
miklum og góðum vínsmekk, er það
takmarkið að teiga vín í kjallara nokkr-
um neðanundir leikhúsinu, þar sem leik.
ararnir blanda geði við eðalfólkið að
sýningu lokinni. Þar eru og í hávegum
hafðir leikgagnrýnendur og ýmsir tjúgu-
skeggjar, sem telja sig yfirvald um leik-
list á landi hér. Það eru þeir, sem segja
aðlinum, hvað sé gott og hvað sé ekki
gott. Einnig útskýra þeir fyrir mönn-
um gang leikjanna og boðskap þeirra.
og segja frá, hve lengi þessi eða hinn
leikurinn hefur verið leikinn í París,
London og New York.
Annars er leiklistin orðin svo flókin
nú á dögum, að meðalgreint fólk er
hætt að skilja boðskap leikskáldanna
án þess að fá miklar og góðar skýringar
á undan og eftir. Og það er einmitt hér,
sem tjúguskeggjarnir koma í góðar þarf-
ir. Það er að verða alveg eins með leik-
listina og abstraktið. Það er fínast, sem
fæstir skilja, en þeir fáu sem skilja, láta
sér vaxa skegg. Eða kannske eykur það
mjög skeggvöxt manna að skilja óskilj-
anlegar listir?
Einn af þeim fáu, sem skilja, var svo
almennilegur að flytja opinberlega
greinargóðan fyrirlestur um Jónískó og
verk hans. Þar kom m. a. fram, að Flóð-
hestarnir eru meðal auðskildustu verka
skáldsins. í sumum hinna torskildari
verka kemur það fyrir, að aðalpersón-
urnar skipta oft um nafn í leiknum eða
gufa hreinlega upp í miðjum klíðum.
Skáldinu á að vera einkar lagið að gera
hinar skoplegustu senur há dramatísk-
ar, en aftur á móti hin sorglegustu at-
vik sprenghlægileg. Þessu til dæmis er
þess getið, að Þjóðverjar túlki Flóðhest-
una sem sorgarleik, en ýmsar þjóð-
ir aðrar skemmti sér dátt við hann sem
hinn villtasta farsa (ekkert skylt við
kjötfars; heldur fagmál leikfólks). —
Þetta er alveg sambærilegt við það, að
mörg hinna frægari abstraktmálverka
eru jafngóð, hvernig svo sem þau snúa.
Nú jæja, Flóðhestarnir ganga út á
það, að leikendur breytast hver af öðr-
um í flóðhesta. Ekki er glögglega hægt
að sjá, eftir hvaða lögmálum þessi um-
breyting fer, eða réttar sagt, hverjum
er hættast við þessari breytingu. Helzt
virðist þetta vera bráðsmitandi farsótt.
Ekki skal því neitað, að ýmis orðaskipti
eru þarna mjög skemmtileg og lifandi
köttur kemur þarna fram. Lék hann
prýðisvel. Aðalhetjan er drykkfelldur
ístöðuleysingi, sem er að strita við að
halda sér í bindindi og forða sér frá því
að fara alveg í svaðið. Og að lokum
fer svo, að allir hafa breytzt í flóðhesta
nema hetjan ístöðulitla. En hún er þá,
þegar öllu er á botninn hvolft, svo í-
stöðumikil, að hún kemst hjá því að
smitast af flóðhestaveikinni. Lýkur svo
leiknum með því, að hetjan lýsir því
yfir, að hún ætli aldrei að gefast upp
fyrir flóðhestaplágunni, heldur stritast
við að vera lítill og ljótur maður.
Tjúgaskeggjarnir segja okkur, að við
megum draga hvaða ályktanir sem við
viljum af boðskap leiksins. Hann geti
verið ádeila á kommúnisma, nazisma,
imperialisma, smáborgarahátt og eigin-
lega hvað sem er. Þetta minnir mig á
margar skýringar á abstraktmálverkun-
um. Úr þeim má lesa, segja spekingarn-
ir, ýmist fagurt landslag, skip í úfnum
sjó eða konu á legubekk, allt úr sömu
myndinni.
Okkur er sagt, að þetta sé fín leiklist,
sem nú fari sigurför um allan heiminn,
og við munum brátt sjá og skilja boð-
skapinn, sem hún flytur. Og það bezta
er sagt vera það, að hún er svo marg-
breytileg þessi nýja list, að eitt og sama
verkið geti flutt margs konar boðskap,
verið einum til skemmtunar og dægra-
styttingar, en vakið annan til umhugs-
unar um lífsins böl og vanda.
Svona rétt til að sýna ykkur lítillega,
hvað það er, sem við eigum eftir að læra
að skilja og njóta, þá ætla ég að taka
nokkrar ritaðar glefsur um þessa nýju
leikritun, eftir einn sérfræðinginn: „ . . .
hefur til dæmis samið það, sem hann
kallar litla samtalssinfóníu þar sem
hann ætlar leikurunum að leggja meiri
áherzlu á hljóman setningarinnar en
merkingu hennar. Þeir eiga að bera sig
eins og tónhstarmenn sem leggja meg-
ináherzlu á að skila skýrt hverri nótu
og sýna hljómbygginguna og hrynjand-
ina fremur en túlka hugmyndirnar, sem
búa í textanum. Þetta táknar þó ekki
að textinn hafi ekki boðskap heldur
mun ætlunin að magna sögnina með
því sem virðist kuldalegur fjarski flytj-
andans við innihaldið, það er ekki hans
að hugsa um það.“
Dagur Anns.