Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Side 18

Fálkinn - 19.04.1961, Side 18
SVEINN — Meinilla við brennivín í akstrinum. ANDRÉS — Bezt þegar ekkert skeður. Enda þótt sú stétt manna, sem hér verður gerð að umtalsefni, sitji oftast fast á sínum rassi, fara þeir þó víða og sjá margt. Þeir kynnast ýmsum þeim hliðum mannlegs lífs, esm varla þola að sjá dagsljósið — og' lenda í ævintý-r um. Ýmsir krefjast af þeim meiri og annars konar þjónustu, en að flytja fólk eða hluti milli staða, sem er þó óneitanlega hlutverk stéttarinnar. Þeir eru við allan sólarhringinn og sinna köllum, en fá þó oft vanþakklæti að launum. Því er heldur ekki að neita, að nokkrir menn innan þessarar stétt- ar eiga þar ekki heima. Þeir spilla fyrir heildinni og setja á hana niðrandi orð. En þrátt fyrir það: Leigubílstjórar eru hin þarfasta stétt, sem gegnir mikilvægu starfi í nútíma þjóðfélagi Islendinga. ★ Fyrir nokkrum dögum lögðum við leið okkar niður á B.S.R. eða nánar til- tekið niður í Shellport. Það var í því porti, sem karskir strákar afvopnuðu nokkra hermenn á stríðsárunum og földu byssurnar bak við hús. Það var heldur fátt í portinu, eitthvað líflegra að gera og Sveinbjörn í afgreiðslugat- inu var léttur á brún. Það v'oru nokkrir komnir og búnir að hengja upp þegar Níels kom. Níels er búinn að vera lengi á B.S.R., en tók sér frí í nokkur ár og á Hafnar- fjarðarrútunni. — Hvernig gengur atvinnan? — Þetta er hálfgerð ördeyða. Helzt eitthvað líf í því á laugardögum. Við höfum annars mikið okkar föstu kúnna hérna. —• Attu kannske flösku? — Nei, við eigum það ekki hérna. -— Hvað gerið þið þá? •—• Við ökum þeim stundum á aðra stöð. — Og hvað gerist svo? — Stundum töpum við farþegunum þar. — Hversvegna? — Þeir neita að selja þeim nema þeir taki bílinn líka, sérstaklega ef langtúr er fram undan. Ég hef tapað mörgum túrum austur fyrir fjall og upp á Akra- nes svona. — Spyrja sumir um kvenfólk? — Það eru helzt útlendingar. Kem- ur fyrir með þá sem eru ókunnugir í bænum. — Þið vitið auðvitað um eitthvað slíkt? — Það veit enginn neitt. Hins vegar er náttúrlega ekki hægt að komast hjá að vita hvert Kanarnir og stelpurnar fara. Það eru nokkur hús hérna í bæn- um, sem virðast vera opin allan sólar- hringinn. — Þeir voru að tala um vændi í stór- um stíl í Frjálsri þjóð. Heldur þú að það sé satt? — Það er ekki gott að segja. Það er staðreynd, að sumar stúlkur eru ver- gjarnar og aðrar ekki. Hefur þetta ekki alltaf verið svona? Allt frá því fyrsta? Sumir segja að vændi sé elzti atvinnu- vegurinn! — Þú varst lengi á Hafnarfjarðar- rútunni. Hvers vegna fórst þú aftur hingað? — Ja, í fyrsta lagi hefði ég tapað plássinu hér, og svo var ég orðinn dá- lítið þreyttur á þessu. — Þið höfðuð þó bílfreyjur. •— Svo þú manst eftir því. Já, já, við höfðum bílfreyjur. Það átti að vera gott og flýta fyrir afgreiðslunni. Svo kom Scania Vabis bíll og ég fékk hann. Þá hætti ég að hafa bílfreyju, og fannst það ganga betur. — Þú hefur þá orðið bílfreyjustétt- inni að bana? — Það er nú kannske heldur mikið sagt. Annars voru margir farþeganna ákaflega hrifnir af stúlkunum. Það er eins og með flugfreyjur. Það er sagt að þær fái giftingartilboð frá millum á hverju ári. — Ertu mikið í næturakstrinum? — Svona af og til. — Spyrja ekki sumir um þjónustu aðra en akstur? — Það kemur fyrir. — Hvað helzt? STALDRAÐ VIÐ Á 18 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.