Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Page 26

Fálkinn - 19.04.1961, Page 26
Staldrað við... Frh. af bls. 19. bjargað sér eftir tilsögn hans. Það var eins með þá báða, Egil og Jón, sem þá áttu B.S.R., áð þeir voru ekkert að skamma mann þó eitthvað kæmi fyrir. Voru ljúfmennskan ein. Hins veg- ar tóku þeir menn á eintal og fundu að ef tilefni var til. Það er munur eða sumir, sem hella sér yfir menn í margra manna áheyrn fyrir smámuni. — Og svo fórst þú í bæjaraksturinn? — Já, þeir hættu að hafa menn á kaupi í kreppunni. Þá fóru menn að eiga sína bíla, margir hverjir. Ég hef samt aldrei haft lag á að safna pen- ingum og lengst af ekið fyrir aðra. — Þú átt þó þennan . . . — Við eigum hann tveir saman. Hvað ég vildi segja. Ég hef aldrei selt eina einustu flösku af brennivíni, og það eru ekki nema ókunnugir menn, sem spyrja mig um slíkt. — Hefur þér ekki dottið í hug að selja? — Nei, mér er meinilla við brenni- vín í kringum aksturinn. Maður hefur svo sem séð sitt af hverju. Bezt er að „Nei, auðvitað er maðurinn minn ekki heima. Þurfið þér að spyrja að því. Sjáið þér ekki að ég er að vaska upp?“ látast ekki taka eftir því sem miður fer hjá náunganum. Það er ekki á allra færi að leiðbeina öðrum, og hver er svo sem fær um að dæma? — Hvað finnst þér um þá kynslóð, sem nú er að alast upp? — Mér finnst hún, og þá sérstaklega hér í Reykjavík, alveg til fyrirmyndar. Maður verður bara að gefa þeim tíma til að koma sér fyrir í bílnum og átta sig. Svo þegar maður fer að ræða við þetta æskulfólk, er þetta ekkert nema hjálpsemin og almennilegheitin. Þetta á alveg sérstaklega við um æskuna hér í bænum. Það eru helzt strákar úr þorp- unum úti á landi, sem hafa reynt að stinga af án þess að borga og sýnt ruddaskap. Ég gleymi því ekki á synod- us hér í fyrra. Ég var að aka prests- hjónum og blessuð maddaman fór að tala við mig um þessa gjörspilltu Reykjavíkuræsku. Ég var nú aldeilis ekki á sama máli, máttu trúa. Nei, það fær mig enginn til að trúa því, að þetta fólk, sem nú er að alast upp, gefi okk- ur hinum eftir í dugnaði, heiðarleik og góðum eiginleikum. — — Og í þessu glumdi hátalarinn. Sveinn átti að fara að húsi í Hlíðunum . . . Sv. S. Spáö í spil - Frh. af bls. 15 tekur öll spilin 52 og tekur úr þeim gosana fjóra og tígulásinn. Þessi spil eru lögð í röð hvert við hliðina á öðru. Sú, sem spáð er fyrir, ímyndar sér að gosarnir séu aðdáendur hennar eftir því hvort þeir eru dökkhærðir eða ljóshærð- ir. Tígulásinn er „glerfjallið". Síðan stokkar maður spilin og byrjar að leggja. Maður leggur upp spil fyrir spil í fimm bunka, fyrir neðan gosana fjóra og „glerfjallið“. Þannig heldur maður áfram þar til hjartadrottningin kemur upp. Gosanum, sem hjarta- drottningin hafnar undir, er snúið fjórð- ung úr hring til hægri. Það þýðir: „Hann hneigir sig“. Ef hjartadrottning- in í næstu uppleggingu kemur undir annan gosa, fær hann einnig leyfi til þess að „hneigja sig“. En ef drottningin kemur undir sama gosann og í fyrsta sinnið, þá er honum snúið í liggjandi stöðu. Það þýðir: „Hann krýpur á kné“. Ef hjartadrottningin kemur í þriðja sinn undir sama gosann, er spilinu snúið fjórðung úr hring til viðbótar, þannig að það halli til vinstri. Það þýðir: „Hann biður þín“. Ef það gerist í fjórða sinn, að hjartadrottningin komi undir sama gosanum, þá er spilið sett í sömu stöðu og fyrst, en snýr nú upp—niður. Það þýðir: „Hann fær já“. Ef það kemur fyrir, að „glerfjallið“ hneigir sig, krýpur á kné, biður og fær já, táknar það, að viðkomandi stúlka verði piparkerling um aldur og ævi! Staðurinn að þessu sinni er þorp, sem stendur innst við botn fjarðar vestan megin. Húsin eru á íremur mjórri mal- arspildu upp frá fjörunni undir háum melkömbum, er ganga sem næst í sjó fram norðan við staðinn. Sunnan við þá liggur á, sem kauptúnið er kennt við. Hún rennur nú um innanvert þorp- ið og út í sjó hjá neðstu húsunum. ☆ Byggðin þarna er ekki mjög gömul. Um 1870 rísa þar fyrstu húsin í fjör- unni, hvorki háreist né ásjáleg. Árið 1872 hefst fyrst verzlun á staðnum. En nú er staðurinn orðinn allstór bær með yfir 1000 íbúa. Allmikill hluti þeirra lifir á landbúnaði, á kýr, sauðfé og aflar fóðurs handa búpeningi ýmist af nýrækt innan við þorpið og uppi á melunum eða fær leigð slægjulönd lengra inni í sveitinni. Verzlun er einn- ig orðin allmikil bæði kaupfélags og kaupmanna. Á staðnum er mjólkursam- lag, smjör- og ostagerð og hraðfrysti- hús. Útgerð er einnig nokkur, en stopul fiskisæld á firðinum. ☆ Lengi var hafnlaust á þessum stað, skipalægi ekkert 1 norðan og norðaust- anátt, en bátabryggjur brotnuðu oft í brimróti og stundum af völdum hafísa. En fyrir nokkrum árum var ráðist í miklar hafnarbætur með aðstoð hins opinbera. ☆ Einn er sá þáttur í lífi þorpsbúa, og raunar nærsveitafólks, sem er á líkan hátt einkennandi fyrir þennan stað og þjóðhátíðin er fyrir Vestmannaeyinga. Þetta gerist ætíð á sama tíma og sýslu- fundurinn, sem venjulega er haldinn í marzmánuði ár hvert. Þetta er eins konar héraðsþing í nýjum, en þó þjóð- legum stíl. Meðan hinir virðulegu og ráðsettu sýslunefndarmenn sitja á rök- stólum, efnir yngri kynslóðin til marg- breytilegs mannfagnaðar á hverju ein- asta kvöldi í vikutíma. Þar er boðið upp á ýmislegt til skemmtunar, svo sem fyrirlestra, leiksýningar, ljóðaflutning, söng og ýmis önnur atriði til fróðleiks og skemmtunar. Þetta dregur oft að fjölda gesta og þátttakenda, jafnvel úr fjarlægum sveitum, enda er alltaf glatt á hjalla þennan tíma. Einn af efnileg- ustu yngri rithöfundum hér á landi gaf út sína fyrstu bók fyrir nokkrum árum og bar hún nafn þessa fyrirbæris. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.