Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Síða 6

Fálkinn - 14.06.1961, Síða 6
Múkkinn spókar sig í sólskininu, feitur og sællegur. — Þarna koma fiskifælurnar, segir einhver um leið og við vippum okkur um borð. Við komum beinustu leið af skrifstofunum og erum klæddir eins og hæfir Þar. Gamall og skeggjaður fiski- maður stendur á bryggjunni í svell- þykkri ullarpeysu, með sixpensara á höfði, pípu í öðru munnvikinu og vold- ug sjóstígvél á fótunum. Hann glottir við tönnu, þegar hann sér okkur leggja þannig búna í veiðiferð. — Viljið þið sjóveikistöflu, er spurt. Við svörum ekki slíkri móðgun. 'k Það er glampandi sólskin, spegilslétt- ur sjór og slæðingur af forvitnum áhorf- endum á bryggjunni. Hinn nýi sportbát- ur NÓI, eign nýstofns fyrirtækis að nafni Sjóstangaveiðin h.f., leggur úr höfn með sjö farþega um borð: tvo blaðasnápa, auglýsingastjóra ásamt eig- inkonu og syni, teiknara úr Vestmanna- eyjum (hann var sá eini, sem laumaði upp í sig sjóveikistöflu) og síðast en ekki sízt kaþólskan prest úr Landa- koti, séra Hacking. Allt þetta mislita fólk á það sameiginlegt, að vera stað- ráðið í að gefa áhyggjum og taugastríði hins daglega lífs langt nef eina dagstund og stelast á sjóinn til að anda að sér fersku sjávarloftinu. Hljóðið í vélinni magnast. Þetta eru svo sem engir skellir, enda vélin spán- ný og fyrsta flokks, eins og raunar bát- urinn allur. Fyrr en varir brunar Nói út úr hafnarmynninu. Hvít löðursrák myndast aftur úr honum, þegar hann klýfur sléttan hafflötinn. Islenzkur fáni blaktir við hún í skutnum. — Farþegar taka tal saman og láta ekki hávaðann í vélinni og löðrinu koma í veg fyrir fjörugar samræður. Það er byrjað á spjalli um góða veðrið, og í sambandi við það er minnzt á hið gagnstæða, óveður. Auglýsingastjórinn segir frá því, að einu sinni hafi ekki munað nema hársbreidd, að hann og nokkrir félagar hans stofnuðu með sér óveðursklúbb. — Landið er nefnilega ekki síður fal- legt í óveðri en sólskini, segir hann. — Þess vegna er líka ánægjulegt að ferð- ast í slagveðri. Þá er landið allt í senn: fallegt, tigið og hrikalegt. Þetta þykir mörgum furðuleg fullyrð- ing, en engu að síður merkileg. Ferða- málasérfræðingar okkar ættu að athuga, hvernig væri að auglýsa erlendis eitt- hvað á þessa leið: Skoðið hið hrikalega ísland í grenjandi slagviðri! Skyldi ekki langþreyttum og lífsleiðum milljóna- mæringum, sem búnir eru að margskoða hvern sólskinsblett á hnettinum, þykja þetta forvitnilegt? Séra Hacking klifrar upp í stýrishús- ið, til þess að spjalla við skipstjórann, Sigurð Teitsson. — Sérðu hval, kallar auglýsinga- stjórinn til hans. •—• Já, hann biður að heilsa þér, svar- ar séra Hacking og hlær við. ★ Við 6-baujuna er drepið á vélinni. Séð aftur eftir Nóa. Hver situr í sínu sæti með sína stöng og bíður í eftir- væntingu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.