Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 10
1.
Áður fyrr var Krýsivík í Gullbringu-
sýslu í þjóðleið. Vermenn úr austur-
sveitum fóru vestur með ströndinni um
Selvog, Herdísarvík og Krýsivík, hvort
heldur þeir ætluðu til Grindavíkur eða
Suðurnesja. í Krýsivíkurhverfi var tals-
verð byggð, kirkja og útræði nokkurt.
Nú er byggðin komin í eyði og fátt
minnir á forna frægð. í Krýsivík var
fyrr meir áningarstaður, áður lagt var
á hið illfæra Ögmundarhraun, en það
er með verstu hraunum yfirferðar á
Suðurlandi. Um hraunið er til gömul
vísa, sem lýsir því allvel:
Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
gjótur bæði og grjótgarðar,
glamra þar við skeifurnar.
Lýsing alþýðustökunnar á hrauninu
er ábyggilega sönn. Það þarf ekki mik-
ið ímyndunaraff til að skynja raunir
og erfiðleika illa útbúinna ferðamanna
áður fyrr. Langferðir um vegleysur,
hraun og sanda voru þungbærar bæði
mönnum og hestum. Kostur allur var
knappur og hestar oft á tíðum illa járn-
aðir og lítt til efna að bæta, þegar
eitthvað brast eða bilaði. En þrautseigja
fólksins var ódrepandi. Það var sótt
til fanga, þó kalt blési á móti.
Á heimleið á vorin úr veri, var ákjós-
anlegur áningarstaður fyrir vermenn
við Krýsivík. Þar var gott að á um
stund og njóta gróðurs um mýrar og
móa, eftir erfiða ferð um eyðisanda og
hraun. í flestum árum var þar kominn
nokkur gróður upp úr lokum, því skýlt
er Þar og gróðursælt. Gróður vorsins
minnti ferðamenn á, að þeir voru að
nálgast frjósamar sveitir Suðurlands-
undirlendisins, þó enn væri ófarin leið
yfir hraun og sanda.
í Krýsivík voru líka, eins og víða í
afskekktum sveitum, dulræn mögn og
huldar vættir. Sögur og sagnir af slíku
voru ríkar í hugum ferðamanna á heim-
leið. í áningarstað voru sögurnar sagð-
ar. Þeir eldri sögðu frá, en yngri menn-
irnir námu. Þegar heim var komið, voru
sögurnar rifjaðar upp. Fólk í fjarlæg-
um sveitum kynntist af þeim byggðinni
við úthafið, sem var sérstæð um margt.
Krýsivikurhverfi er sérkennilegt og ein-
kenni þess heillandi, ókunnum ferða-
manni. Sveitin er girt, hraunum, sönd-
um, vötnum og sævi. Hún ber fyrst
og fremst einkenni Reykjanessins.
Hvergi er máttur úthafsins eins auðsær
og þar. Við Krýsivíkurberg brotnar alda
Atlantshafsins hamröm og tröllsleg í
veðraham vetrarins. Hún er ægileg í
tign sinni og tröllslegum mætti. En á
vorum er þar annar heimur. Þá sóttu
bændur hverfisins föng í bergið, egg
og fugl. Geilar og skorur bergsins eru
ristar djúpum rúnum af hamförum hafs-
ins. En þar var gjöfult til fanga, þegar
kyrrð og friður sólmánðar ríkti um lög
og láð.
2.
Jón hét maður og var Sigurðsson.
Hann var barnfæddur og uppalinn á
Langsstöðum í Hraungerðishreppi í Flóa.
Foreldrar hans voru fátæk, hjáleigufólk
á rýrri kotjörð, einni af Hraungerðis-
hjáleigum. Þau áttu mörg börn og var
Jón elztur. Þegar á fermingar aldri var
Jón sendur til vers, eins og þá var títt
um unglinga frá efnaminni heimilum.
Hann fékk skiprúm í Grindavík, sem
þá var eftirsótt verstöð. Jón reri þar
margar vertíðir.
Jón var sæmilega greindur, en naut
lítillar uppfræðslu í æsku, eins og flest
börn í sveitum um og fyrir miðbik síð-
ustu aldar. Uppfræðsla unglinga var
aðallega miðuð við undirstöðuatriði
kristindómsins, til þess að geta leyst
spurningar prestsins á fermingardag-
inn. En hins vegar kenndu margir al-
þýðumenn börnum sínum önnur fræði,
sem voru þjóðleg, en prestar kölluðu
hindurvitni og hjátrú. Þessi alþýðlegu
fræði voru byggð á langri reynslu al-
þýðunnar við daglega önn og höfðu hlot-
ið eldskírn af raun aldanna. Margir ung-
ir menn lærðu margt af slíku og nutu
af því, þegar á reyndi í lífsbaráttunni.
Jón þótti þegar í æsku sérvitur í
meira lagi. Ein sérvizka hans var sú,
að hann vildi vera sem allra mest einn.
Hann kaus helzt að vinna þau verk,
þar sem hann gat verið aleinn. Einn
háttur hans var sá, að hann notaði
vettlinga í meira lagi og fannst mörg-
um hann nota þá, þegar þess var lítii
þörf, og venjulegu fólki datt ekki í
hug að setja upp vettlinga. Þótti vett-
lingabrúkun Jóns furðu einkennileg og
fékk hann af henni viðurnefni, og var
nefndur Jón berhenti. Festist þetta
aukanafn við hann og fylgdi honum
alla ævi.
Þegar Jón var til vers, vildi hann
helzt fara einn. En því varð sjaldan
við komið, því ekki þótti ráðlegt, að
menn væru einir á ferð langan veg
um vetur, þegar allra veðra var von.
En á vorin, er hann fór heim úr veri,
gat hann aftur á móti farið einn. Þá
fór hann eftir vild og drollaði þá á
bæjum og fékk sér vist um tíma, ef
svo bar undir. Jón vildi helzt dvelja
og fá viðvik á prestssetrum og betri
bæjum. Hann var alls staðar aufúsugest-
ur, því hann var skemmtilegur á heim-
ili og kunni frá mörgu að segja. Hann
var duglegur til vinnu og sérstaklega
trúr við hvaða starf sem var. Honum
var því alls staðar treyst, þó hann væri
látinn vinna út af fyrir sig langt frá
öðrum.
Jón var mikil eftirhermukráka, svo
að hann náði máli úr flestum mönn-
um. Lítt beitti hann þessari gáfu, nema
helzt til þess að herma eftir prestum
og betri bændum. Hann notaði veru
sína á prestssetrum, til að kynnast ræð-
um og kækjum prestanna. Hann lærði
oft heila kafla úr ræðum þeirra, því
að hann var stálminnugur. Hann hafði
gott söngeyra og var lagviss, svo að
hann átti auðvelt með að leika tón
presta. Þegar vel lá á Jóni og hann var
staddur á bæjum, þar sem honum féll
vel, lék hann stundum fyrir fólk kafla
úr ræðum presta, tónaði eftir þeim og
Nott eina lá Jón í fleti sínu í kofanum
og hafði ef til vill fest blund um
stund. En alit í einu heyrði hann einhver
undarleg hljóð úti...
ÍSLENZK FRÁSÖGN EFTIR JÓN GÍSLASON
10 FÁLKINN