Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 13
JÖN JÓNSSON
— ómissandi á bryggjunni
í brimrótinu og skipverjar
héldu sér og héngu í reiðan-
um og reyndu að standa af
sér ólögin. Skipið tók nú mjög
að brotna.
Allt í einu heyrðist yngsti
skipverjinn, Eiður Benedikts-
son, kalla: „Ég ætla að reyna
að komast í land með línu.“
Félagar hans bundu síðan
um hann línu og Eiður kast-
aði sér út í æðandi brimið
og reyndi að krafsa sig að
landi. Er hann var kominn
nokkuð áleiðis, tók útsogið
hann og kastaði honum fram
að skipinu, en skipsmenn
drógu hann um borð. Ekki
gafst Eiður upp við svo búið
og náði landi í þriðju atrennu,
þá orðinn meiddur' og marinn.
Honum tókst að f esta línuna
í landi, og eftir það lásu skip-
brotsmenn sig í land einn af
öðrum.
Það, sem bjargaði þeim úr
heljargreipum, var þrek og
karlmennskulund yngsta skip-
verjans, Eiðs Benediktssonar.
Eftir að hafa lesið frásögn
Guðmundar,fórum við nokkru
áður á fund Eiðs og hittum
hann að afloku kaffi, þar sem
hann borðar. Erindið var að
fá hann til að segja frá strand-
inu. Eiður sagði, að það væri
nú búið að skrifa nóg um það.
Svo hefði komið maður hérna
fyrir nokkru og ætlað að
skrifa, en ekkert hefði hann
séð af því.
— Hvort hann væri Akur-
eyringur?
— Nei, nei, Vestfirðingur,
fæddur og uppalinn á ísafirði.
Flutti norður um tvítugt.
— Hvers vegna?
— Meiri vinna og fiskur í
Eyjafirðinum.
Og svo barst talið að sjó-
sókn fyrr og nú. Eiður sagði
frá því, er hann var á skipi,
sem réri frá Hnífsdal, þá ung-
ur maður. Þeir fóru 130 róðra
yfir úthaldið, og þegar búið
var að gera upp, var kaupið
137 krónur. Hundrað krónur
fóru í kostnað og þeir þótt-
ust heppnir að hafa þrjátíu-
og-sjö-kallinn.
Eiður varð skipstjóri árið
1906 og stundaði sjóinn allt
þar til fyrir þrem árum. „Ein-
hverntíma verður maður að
hætta,“ sagði hann.
Og þarna á Strandgötunni
ræddust þeir við Halldór og'
Eiður, þegar við kvöddum, og
þeir voru báðir svo vissir um
að tolla ekki á filmu, að það
væri hreinn óþarfi að hafa
fyrir að smella af.
í Skipagötunni er Hús-
gagnaverzlunin Kjarni, og
þegar okkur bar að, var verzl-
unarstjórinn, Jón Níelsson,
fyrir utan að pakka inn ein-
hverskonar borði.
Við spurðum Jón, hvort
hann seldi mikið af húsgögn-
um þessa dagana, og hvort
menn borguðu skuldir sínar.
Jón sagði, að það seldist alltaf
nokkuð af hinu og þessu.
Dagamunur væri að vísu á
HAUKUR SIGURÐSSON
— fjörðurinn dauður í ár
INGÓLFUR INGÓLFSSON
— gott að selja Fálkann
þessu. Suma daga væri dauft,
en aðra mikið að gera. Fólk
greiddi yfirleitt skuldir sínar
skilvíslega, þó fyrir kæmi, að
menn væru auralausir tíma og
tíma.
— Koma svo ekki kunn-
ingjarnir og spjalla við þig?
— Jú, það kemur oft fyrir.
Og svo tók Jón aftur til við
innpakkninguna, því að mjólk-
urbíllinn átti að taka borðið,
og hans var von á hverri
stundu.
Og svo lá leiðin niður á
bryggju.
Þar lá Esjan, og upp- og út-
skipun í fullum gangi. Þar
hittum við Jón verkstjóra.
í hugum þeirra, sem hafa
komið á skipi til Akureyrar
og fylgzt með því, sem fram
fer, er Jón óaðskiljalegur hluti
umhverfisins, enda hefur hann
lengi stjórnað öllu, sem fram
fer á bryggjunni þegar um af-
greiðslu skipa er að ræða.
Við byrjuðum að stríða Jóni
á því, að hann væri orðinli
gráhærður, en hann sagði að
það væri betra en að hafa
skalla.
— Verður verkfall? spurð-
um við.
Nokkrar litlar
svipmyndir
frá sólskinsdegi
á Akureyri
I