Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Side 15

Fálkinn - 14.06.1961, Side 15
Cessna Aircraft Company hefur ný- lega kynnt nýja vélflugu, sem fyrst verður afhent kaupendum í ágúst næst- komandi. Verðið er 67.500 dollarar, og segir Cessna það 30.000 dollurum lægra verð en á öðrum háfleygum tveggja hreyfla flugum. Til samanburðar ma geta þess, að ný Piper Aztex mun kosta um 50.000 dollara. Hin nýja vélfluga er hraðfleyg, rúm- góð, og er ætluð fyrir fimm farþega. Það hefur verið unnið að ,,Skyknight“ í mörg ár, og hún er fyrsta flugan sinnar tegundar, sem knúð er tveimur „loftöldum" (,,turbocharged“) hreyfl- um. Það er e.t.v. dálítið skrítið að tala um loftalda hreyfla, en hinir venjulegu bulluhreyflar eru ekki ólikari manns- líkamanum en svo, að í mikilli hæð, þar sem loftið er þunnt, skortir þá loft, eða réttara sagt, þétt loft. Úr þessu hef- ur verið bætt á þann hátt, að n.k. loft- dælukerfi er komið fyrir í sambandi við hreyflana, þannig að þeir halda fullri orku sinni í meiri hæð en áður. A ensku er þessi vélaútbúnaður nefndur „turbo- charger“, og á íslenzku gæti hann e.t.v. nefnzt hverfilloftalari. Cessna „Skyknight“ Mál og afköst. Vænghaf: 19,97 m Lengd: 8,99 m Hæð: 3,14 m Burðarvængsflötur: 16,26 fm Tómþungi (nálega réttur): 1447 kg Flugtaksþungi: 2263 kg Orka: 2 x 260 hö. Hreyflar: Tveir 6-strokka Con- tinental TISO-470-B Vængflatarálag: 139 kg/fm Orkuálag: 4,35 kg/ha. Hámarkshraði (í 4876 m hæð): 425 km/klst. Flughraði (75% orka, 3000 m hæð): 358 km/klst. Flugtak (að 15 m hæð): 448 m Lending (úr 15 m hæð): 540 m Klifurhraði (báðir hreyflar): 564 m/mín. Þjónustuflugþol (b. hr.): 8290 m Flugþol (hám. í 3000 m hæð): 1632 km — 5,9 klst./275 km/ klst. Eldsneyti: 386 lítrar. Með þessum hreyflum (Continental) kemst „Skyknight“ upp í 8290 m hæð. Hreyflarnir halda fullri orku sinni, sem er samtals 520 hö., upp í 4875 m hæð, og getur flughraðinn þá verið allt að 425 km/klst. Loftalarinn er alveg sjálf- virkur, og tryggir það rétt magn auk- ins innsogslofts við mismunandi loft- þyngdir. Önnur vélfluga með svona loft- alinn hreyfil er t. d. LASA 60. „Skyknight“ klifrar um 564 m á mín- útu, og í flugtaki fer hún vel yfir 15 m háa hindrun eftir 448 metra ferð. Lágmarksstýriflughraðinn á flugi (Vmca) með annan hreyfilinn stöðvað- an, er 142 km/klst. Lendingarútbúnað- ur „Skyknight“-flugunnar á að þola allt að 14 tonna farg, eða um fimmfaldan hámarksþunga flugunnar. Hemlar eru og geysilega sterkir. „Skyknight11 á að vera örugg í rekstri, og ýmis útbúnað- ur er tvöfaldur, s. s. raflar, benzíndæl- ur og kveikjukerfi. Að innan er „Skyknight“ mjög vist- leg og rúmgóð. Sætabökin eru með hnakkastoðum og þau er hægt að stilla fullkomlega eftir óskum farþeganna. Fyrir þá, sem vilja, er farþegarúmið búið með gluggatjöldum, loftræsurum, öskubökkum, vindlakveikjurum, hatta- hillum og snögum. Hitunarkerfið er mjög fljótvirkt. Mælaborð og stjórntæki eru samkvæmt ströngustu kröfum um Frh. á bls. 36

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.