Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Side 17

Fálkinn - 14.06.1961, Side 17
þegar hann þykist viss um, að matar- tíminn sé um garð genginn hjá foreldr- um rauðhærða drengsins. Hann sting- ur leigfanginu inn á sig til að verja það regninu. En þá dettur honum í hug, að ef til vill geti hann týnt þessum verð- mæta grip, ef hann gæti hans ekki nógu vandlega. Þess vegna tekur hann leik- fang sitt aftur innan úr barmi sínum og heldur því í vinnulúdnni, regnvotri greip sinni. Þegar hann var lítill eignaðist hann aldrei leikföng. Fólkið hafði ann- að við aurana sína að gera en að henda þeim í glingur handa stráknum. En nú orðið þykir sjálfsagt að börn dundi við leikföng. Ojá, þau eru ekki skilyrðis- laust látin fara að þræla fyrir brauði sínu, þótt þau vaxi úr grasi fílhraust og spræk, ekki endilega.Út á það er svosem ekkert að segja. Þetta er nú einu sinni lenzka nú til dags, aldarandinn, — en hefði ekki þótt til fyrirmyndar í gamla daga, onei. Nú ætlar þessi gamlá maður að leyfa sér að vera eins og nútímafólk- ið og gefa krakka leikfang, — gleðja barnssál á þann hátt sem hann hafði aldrei verið gladdur, þegar hann var barn. Það þarf svo ósköp lítið til að gleðja barnssálána. Hann sér fyrir hvernig gleði drengsins hljóti að verða, þegar hann taki á móti afmælisgjöfinni. Þakk- læti barna er innálegra en þakklæti nokkurs fullorðins manns getur orðið. Þess vegna er það eftirsóknarverðara. Vinnulúna siggróna höndin gamia mannsins ber fáeán högg á útidyrahurð, og einhver kemur til dyra og býður gamla manninum í hús og hann gengur inn. Þarna sér hann rauðhærða kunn- ingjann sinn ásamt tveimur öðrum stráklingum. Þeir eru að leákjum á stofugólfinu. Foreldrar rauðhærða drengsins bjóða gestinum sæti, og gest- urinn þiggur sætið. Honum er boðið kaffi og hann þiggur kaffið. Það er næsta langt síðan hann hefur fengizt til að koma inn fyrir dyr á þessu heim- ili. Og hann er spurður frétta eins og gerist og gengur. Og hann svarar eins og gerást og gengur, — já, honum líður alveg prýðilega, heilsan er svosem ekki slæm, það er eitthvað annað. Hann hef- ur alltaf nóga vinnu við tóbakáð, hann er að skera þetta allan daginn, það held ég. Það er ekki gerandi lengur að ráða sig í vinnu til annarra. — Hvað þýðir fyrir gamalmenni að keppa á við fuil- hraustar manneskjur? Ekki par. Svo víkur gamM maðurinn sér að drengjunum, sem sitja flötum beinum á stofugólfinu. Þú átt afmæM í dag, ljúfurinn, segár hann við rauðhærða hnokkann, og rauð- hærði hnokkinn stendur upp. Hvað. ertu nú orðinn gamall, heillakarhnn? Sex ára, svarar drengurinn. Hann er bara skynugur sá litM, segir faðir hans. Hann er farinn að þekkja stafina, þekkti marga á afmæhnu sínu i fyrra. Gamii maðurinn er hýr á svip, og það er nánast skrýtið að sjá hann. Hann strýkur um höfuð sér og segár: Já. Börn eru svo anzi tápmikil nú orðið. Það má segja. Þeim vex fiskur um hrygg, greyjunum, miklu fyrr en okkur, þegar við vorum ung. Við vor- um aumingjar fram eftir öllu, ýmist af þrældómi eða einangrun ... Svo er það Mka annað, sem kannske er nú vitleysa í mér, og sjálfsagt vitleysa. Það er trúa mín, að krakkar með þessum hára- Mt séu sjaldan eftirbátar hinna, nema síður sé ... GamM maðurinn þagnar skyndilega og augnaráðið verður flóttalegt. Hvað hafði hann sagt? Hvernig skyldi fólk- inu verða við að heyra aðra eins end- emis vitleysu? Hann þorir varla að Mta upp. En til þess að bjarga sér úr ógöng- unum, rís hann þegar í stað á fætur, í senn flaumósa og stirðlegur, ætlar sér að skenkja afmæMsbarninu gjöfina, — fara síðan sem skjótast á brott að loknu erindinu. Afmælisbarnið, rauðhærður drengur með skörp augu og freknur, segir honum að fara ekki, biður hann um að setjast aftur. Og gamM maður- inn sezt og brosir kjánalega. Ég ætla að sýna þér það sem ég hef fengið, segir rauðhærði drengurinn, og gamh maðurinn heldur áfram að brosa. Hann strýkur hendinni um hár sitt, sem einu sinni var rautt, — brosir. Og það er ennþá sultardropi á nefinu, sem hann hirðir ekki um að taka burtu. Aðra greipina hefur hann kreppta undir treyjubarminum. Þar heldur hann utan um leikfangið sitt, sem hann ætlar sér að njóta á þann hátt að gefa það öðr- um — öðru barná og yngra, i tilefni dagsins. En fyrst ætlar hann að Mta á leikföng drengsins, sem hann vill sýna, afmæMsgjafirnar, sfem aðrir hafa glatt hann með. Rauðhærði drengurinn leggst niður í gólfáð, teygir sig undir borð og legu- bekk og safnar saman flugvélum, skip- um og bílum, einnig eftirMkingum af byssum og þeim undarlegu farartækj- um, sem gamli maðurinn hefur séð mynd af í blöðunum og nefn- ast skráðdrekar. Þessu safnar hann sam- an, leggur í breiðu fyrir fætur gamla mannsins, brosir ánægjulega, tekur flugvél úr höndum leikbróðurins, Mtur kotroskinn á gestinn og segir: Sko. Hérna sérðu flotann minn — loftflotann. Ég á allar þessar flugvél- ar. Og ég á að fá máklumiklu fleiri. Ég á að fá alveg svo margar, að eng- inn ráði við minn flota. Minn á að vera langstærstur, er það ekki, pabbi? -r- Og Mttu á þessa flugvél. Hún er nýjasta módel og miklu fullkomnari heldur en flugvélarnar hans Didda. Hann er Þjóð- verji. — — Og hér er njósnaflugvél. Hún getur flogið voða lágt í myrkri, og það heyrist ekkert í henni. Þjóðverj- Framh. á bls. 32. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.