Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Page 19

Fálkinn - 14.06.1961, Page 19
SLENZK FEGURÐ ’61 Fegurðarsamkeppnin 1961 fór fram síðastliðinn laugardag og sunnudag 10. og 11. þ. m. og í dag, mánudag, birtir FÁLKINN myndir af fegurðardísunum bæði frá undankeppninni og úrslitun- um í gærkveldi. Þátttakendur voru ekki nema átta að þessu sinni, þar sem þrjár helltust úr lestinni á síðustu stundu. Stúlkurnar komu fram tvívegis á laugardag og var þá kosið um fimm, sem kepptu síðan til úrslita á sunnu- dag. Fegurðarsamkeppnin hefur jafnan vakið athygli og forvitni almennings og þess vegna höfðum við á FÁLKAN- UM snör handtök til þess að geta ílutt lesendum myndir af fegurðardísunum eins fljótt og nokkur kostur var á. Á þessari blaðsíðu og bls. 23 birtast myndir af öllum þátttakendunum, en á næstu opnu sjáum við ungfrú ís- land 1961, ungfrú Reykjavík 1961 og beztu ijósmyndafyrirsætuna. Á efri myndinni sjáum við lokaatriði fyrri dags fegurðarsamkeppninnar. Stúlkurnar átta koma allar fram á sviðið við ákaft lófaklapp áhorfenda. í miðju er Ævar Iívaran, sem kynnti fegurð'ardísirnar. Á neðri myndinni virðir dómnefndin fyrir sér einn þátttak- enda, Maríu Guömundsdóttur. (Oddur Ólafsson tók allar myndirnar fyrir FÁLKANN).

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.