Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 27

Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 27
hana, rétti hann höndina aftur fyrir sig og seildist til hand- fangsins á bílhurðinni til þess að opna hana. Hún var ekki fyrr komin inn í bifreiðina en hún sá til Ben Cornell. Hann leit flóttalega kringum sig og hljóp fram gangstéttina. „Grand Central," sagði hann við bílstjórann og skellti hurð- inni á eftir sér. Vagninn tók viðbragð og rann af stað. Það lék sigurbros um varir loðskinnakaupmannsins. Hann hafði gát á götunni gegnum afturrúðuna. En hún var mannlaus eins og áður. Helen þagði. Hún skildi ekkert í að ekki skyldi neitt hafa komið fyrir. Það hafði verið svo umtalað, að Lock Meredith skyldi bíða. Þegar þau óku fram hjá Rockefeller Institute, sveigði bifreið út úr Austur-72. stræti. Cornell ókyrrðist, er hann sá að bifreiðin elti hann. Honum varð hægara, er hann kom að brautarstöðinni og sá að hin bifreiðin hélt áfram niður Park Avenue. Frá stöðinni fóru næturlestir svo að segja í allar áttir. Cornell valdi norðurlestina, — hún átti að fara eftir stundar- fjórðung. Hann keypti farmiða til Albany — svefnvagn. Hel- en sá það og sagði: „Ég ætla að sitja í klefanum í nótt.“ „Hvaða bull,“ sagði Cornell. „Verið þér ekki svona af- undin.“ „Hvernig ætti ég að vera annað? .... Ég er ekkert upp á yður komin.“ „Það getur nú orðið skrambans óþægilegt fyrir yður, ef þér hagið yður ekki skikkanlega .... munið að ....“ Hann þagnaði og skimaði kringum sig í mannfjöldanum, sem fyllti stöðvargólfið. „... . að ég á við mann, sem einskis svífist,“ bætti Helen við hálfnaða setninguna. „Það er ekki í fyrsta skipti, og ég er ekkert hrædd .... þetta verður eins og ég sagði.“ „Ég hef haldið yður aðra en þér eruð,“ andvarpaði Cornell. Nú fór Helen að hafa augun hjá sér. Henni fannst endilega, að einhver væri að horfa á sig, eða einhver sem hún þekkti, væri þarna nærri. Þarna stóð kreóli ekki langt frá og var að kveikja sér í vindlingi. Bjarmann lagði á andlitið á hon- um. Helen tók öndina á lofti. Maðurinn var dökkur á hör- und og með ofurlítið yfirskegg, en að öðru leyti var hann nauðaólíkur Lock Meredith. Cornell tók hana undir arminn og sagði; „Nú verðum við að fara út á stéttina. Lestin fer eftir 4 mínútur. Kreólinn fleygði eldspýtunni frá sér og gekk á undan þeim fram á stétt nr. 4, en þaðan fór Albanylestin. Cornell fór sömu leiðina á eftir að átti sér einskis ills von. Helen var orðin örugg og róleg. Hún var ekki ein síns liðs lengur. Ekki ein um hlutverkið. Hvaða hlutverk .... Hvað vakti fyrir Meredith? Það hlaut að vera einhver ástæða til þess að hann hremmdi ekki Cornell þegar í stað. Ætlaði hann að láta hann fara eins langt og hann kæmist, eins og köttur, sem leikur sér að mús? Hún sá að kreólinn fór inn í vagn nokkru framar í lestinni. „Svefnvagninn er hérna,“ muldraði Cornell. „Það gildir mig einu,“ sagði Helen. „Og á gistihúsunum er ég einkaritari yðar, skiljið þér það. Ég heimta að fá herbergi út af fyrir mig.“ Cornell svaraði ekki. Hann þreif í handlegginn á henni og ýtti henni upp í einn vagninn. Augnabliki síðar rann lestin af stað. Dave Dott laut niður að manninum, sem hreyfði hvorki legg né lið. Hann þurfti ekki að kveikja á eldspýtu og skoða andlitið til þess að vita að það var Terry, sem hann hafði fundið steindauðan þarna við garðlagið kringum þakið. Hann flýtti sér að leggja líkið á bakið. Það gat ekki verið nema mínúta frá því Terry var skotinn, hendur hans voru volgar ennþá. En hjartað stóð kyrrt, og úr sárinu á bring- unni rann breiður blóðlækur. Dave stakk hendinni undir vestið hans. En hann fann ekki það, sem hann leitað að. Búnt af 100 dollara seðlum. Hann hafði þá verið myrtur til fjár. Án þess að Terry vissi, hafði honum verið veitt eftirför, er hann fór að sækja peningana. Það var einhver, sem vissi um erindið, og hann hafði séð hann flýja upp á þakið. Morðinginn hlaut að vera þarna á næstu grösum. Blaðaljósmyndarinn hrökk við. Var það sem honum heyrð- ist — fótatak þarna rétt fyrir aftan hann? Létt, hratt fóta- tak .... eins og einhver væri að læðast burt og vildi ekki láta taka eftir sér. Án frekari umhugsunar tók Dave viðbragð og hljóp inn í myrkrið. Og nú kom hann auga á einhverja renglulega veru — það var stúlka. Eftir fáeinar sekúndur hafði hann náð í hana og tók föstu taki um handlegginn á henni. Hún barðist um á hæl og hnakka, eins og villidýr, og reyndi að losa sig, svo að hann varð að taka báðum höndum utan um hana til þess að hún gæti ekki komið fyrir sig höndunum. Hún veinaði undan þrýstingnum, því að Dave tók óþyrmilega á henni. „Sleppið mér!“ sagði hún í bænarróm. „Ég hef ekki gert neitt fyrir mér.“ „Athæfi yðar bendir í aðra átt,“ tautaði Dave Dott. „Ef þér getið stillt yður um að rífa og klóra eins og köttur, þá skal ég sleppa annarri hendinni á yður. En ég læt yður ekki hlaupa á burt.“ „Yður er óhætt að sleppa mér .... ég skal ekki hlaupa,“ stundi hún. Dave Dott sleppti annarri hendinni, en hélt eftir sem áður um handlegginn á henni. Hann gat ekki greint andlitsdrætti hennar Þarna, vegna þess hve dimmt var, en líkamsvöxtur- inn var rennilegur og fallegur. „Þetta .... þetta var hann bróðir minn,“ sagði hún allt í einu og reyndi að bæla niðri í sér grátinn. „Sem skaut Terry?“ spurði Dave. Honum þótti merkilegt, að hann skyldi ekki hafa heyrt skothvellinn í svona stuttri fjarlægð. Morðinginn hlaut að hafa notað byssu með hljóð- deyfandi umbúnaði. Hún hristi höfuðið og fór að gráta. Grannur líkami henn- ar skalf af ekka. Dave gerði ekkert til að hugga hana. Hann þekkti hana ekki og hafði enga meðaumkvun með henni. Manneskja, sem leikur jafn djarfan leik, verður sjálf að taka afleiðingunum. „Terry .... hann var stjúpbróðir minn,“ gat hún loksins stunið upp úr sér. „Höfðuð þið talað ykkur saman um að hittast hérna?“ spurði hann óþjáll. „Nei, hann hafði ekki hugmynd um að ég veitti honum eftirför. Ég mátti ekki fá að vita hvað hann hefði fyrir stafni. Hann sagði mér ekki annað en það, að hann hefði fengið velborgaða vinnu.“ „Það sagði hann víst alveg satt,“ svaraði Dve þurrlega. „Mig grunaði að þetta væri ekki allt með felldu. Hann hafði bannað mér að elta sig, þegar hann færi út á kvöldin. (Framh.) Hann teit niður að manninum, sem hreyfði hvorki legg né lið. Hann þurfti ekki að kveikja á eldspýtu og skoða andiitið til þess að sjá, að þetta var Terry ... FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.