Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 35
sagði Flynn. — Hjálpið okkur til þess
að komast þangað um borð án þess að
mikið beri á, og svo hafið þér strákinn
með yður í land aftur.
— Smyglun? tautaði Arabinn og
kinkaði kolli.
— Hvað kostar það? spurði Flynn.
Arabinn fór eitthvað að tauta um
tollverði. En Flynn tók nokkra punds-
seðla úr vasanum og rétti honum. Þrjú
pund voru stórfé, frá Arabans sjónar-
miði, og hann benti þeim viðstöðulaust
að koma niður í bátinn. Og svo var
haldið út í „Queen Maud“.
Þar var kaðalstigi á skipshliðinni.
Flynn hjálpaði Arabastráknum upp og
fór sjálfur á eftir. Um leið og hann
kom upp á borðstokkinn blístraði hann.
Og þá sá hann andlit, sem hvíslaði:
„Allt í lagi!“
Áður en varði voru Flynn og Arab-
inn horfnir undir þiljur.
Strákurinn hvarf inn í klefa, en eft-
ir dálitla stund kom ljómandi falleg
ung stúlka út úr sama klefanum. —
Kawahkib! Flynn mátti engan tíma
missa. Hann fór í föt Arabastráksins,
og vatt sér ofan í bátinn við skipshlið-
ina með böggul í hendinni. Og bátur-
inn hélt til lands. Arabinn sagði eitt-
hvað við strákinn á leiðinni, á arabisku.
En Flynn lézt vera mállaus.
Hann flýtti sér inn í þröngt sund og
þar gat hann farið úr Arabagörmunum
í sín eigin föt, sem voru í bögglinum.
Og síðan gat hann rólegur farið niður á
bryggju aftur og komizt í bátinn, sem
sótti síðustu skipverjana í land.
Kawakib, sem var aðeins nítján ára,
var falin í einum hásetaklefanum. En
þegar skipið var komið út á rúmsjó fór
Flynn upp á þilfar með hana. Vitanlega
varð dálítið uppistand við skipstjórann
útaf þessu: hann var hræddur um, að
hann kæmist í bölvun, því að
Flynn hafði stolið stelpunni. En svo
sansaðist skipstjórinn á þetta og gifti
þau í snatri og allt féll í ljúfa löð. En
skipstjórinn varaði Flynn eindregið við
því að stíga fæti sínum á þurrt 1 írak,
því að þá mundi hann samstundisverða
settur inn fyrir þjófnað. Ambátt var
lögleg eign þess sem hafði keypt hana
svo að það gat ekki leikið vafi á, að
Flynn var þjófur.
Flynn fór með brúði sína heim til
móður sinnar í Middelsbrough og fór að
kenna henni ensku og að tyggja upp á
ensku. Hún lærði fljótt enskt hrogna-
mál, með sterkum írskum hreim, sem
hún lærði af tengdamömmu sinni. Kaw-
ahkib átti erfitt með að skilja að stúlk-
urnar þarna í kring voru frjálsar og gátu
gifst hverjum sem þær vildu. Henni
fannst sjálfsagt að einhver ætti þær —
alveg eins og t. d. bíl eða kú.
Nú eru tvö ár liðin síðan ítalinn
lagði á ráðin um þennan einkennilega
þjófnað og Flynn og Kawahkib giftust.
Þau eru jafn ástfangin núna eins og
kvöldið sem arabastráknum var smygl-
að um borð í „Queen Maud“.
Enn ástfangnari, segir Flynn. — Þá
gat hún ekki sagt að hún elskaði mig,
en nú getur hún það ...
Stangaveiðar -
Frh. af bls. 8.
komnir í sæti sín á augabragði og bún-
ir að renna. Fyrr en varir fæst stærsti
fiskur ferðarinnar.
— Þessi líka rosa golli, eins og Sig-
urður komst að orði.
En þar með er draumurinn búinn.
Samt er ekki um það að villast, að
þarna er krökkt af fiski, þótt hann bíti
ekki á hjá okkur.
★
Nói siglir hratt til lands. Við sjáum
Hekluna og tvo togara stefna til hafs.
Klukkan er farin að ganga tíu. Sólsetr-
ið er eins og það getur fegurst orðið
hér við Reykjavík. Hér og hvar sést
olíubrák. Þar skartar sjórinn öllum
regnbogans litum ....
fiAtró Akrifat
FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR
Ég var á heimili mínu til
16 ára aldurs. Kynntist þá 24
ára manni og átti með honum
eitt barn. Síðan hef ég verið
hér í Reykjavík og sunnan-
lands. Ég er ör í skapi og
slæm á taugum. Giftist fyrir
tveim árum manni, sem er
fæddur í Reykjavík. Hjóna-
band okkar er gott, nema mað-
urinn minn drekkur mjög
mikið og er þá alveg gjör-
breyttur maður þegar hann er
undir áhrifum. Lyginn, kæru-
laus og ómerkilegur. En mér
finnst hann prýðismaður og
áhugasamur, þegar hann er
ekki undir áhrifum. Hann er
víst búinn að drekka lengi.
Síðan við giftum okkur, hef-
ur hann verið mest til sjós.
Ég missti móður mína þegar
ég var ung, og hef alltaf verið
óhamingjusöm, sem barn og
alltaf eitthvað, sem mér hefur
fundizt vanta á. Ég á eitt barn
með manninum mínum. Viltu
nú segja mér, hvort sú ósk
mín rætist, að maðurinn minn
hætti að drekka, eða hvort ég
verð að skilja við hann vegna
drykkjuskapar. Hvernig okk-
urvegnar með börnin og hvort
við munum eignast fleiri börn.
Vinsamlegast látið ekki uppi
fæðingarstaði eða ártöl ....
Með fyrirfram þakklæti,
Stína.
Svar til Stínu:
Ekki mundi ég beinlínis
vilja segja, að kort ykkar séu
ákjósanleg til hjúskapar, því
margt er á öndverðum meiði
með ykkur. En þannig er nú
samt lífið. Við lærum mest
af mótlætinu oft á tíðum. í
þínu korti eru mjög áberandi
afstöður í hinum jarðnesku
merkjum, og merkir það, að
þú sért kona staðföst, að vissu
marki í lífinu, en ef rétt er,
að þú búir yfir ríku tilfinn-
ingalífi, ertu fædd á tímanum
tólf, en þannig fellur sólin
í fjórða hús, sem er hús ríkra
tilfinninga, en merki sólmerk-
is þíns, Steingeitarmerkisins,
draga samt úr þeim áhrifum.
Ég vildi einnig benda þér á,
að þú hefur mjög sterkar pen-
ingaafstöður í kortinu þínu, og
mundi ég eindregið ráðleggja
þér að reyna að fást við verzl-
unarstörf eða einhverja höndl-
un, því að peningarnir mundu
gjarna sækja til Þín, svo fremi
að þú gerðir eitthvað til að
þeim auðnaðist það. Sumt fólk
er nefnilega peningafólk, en
annað fólk eignast aldrei neitt,
hversu mikið sem það vinnur
sér inn.
Ef við tökum til umræðu
drykkjuskap eiginmanns þíns,
þá eru höfuðástæðurnar til
hans gagnafstaða Mánans í
Fiskamerkinu og Neptúns í
Meyjarmerki. Þessi afstaða er
venjulega óbrigðult merki
drykkjumannsins. Hann hefur
einnig Sólina í Krabbamerk-
inu, en það gerir hann aftur
á móti tilfinningaríkan og
hrifnæman, en sviptir hann að
nokkru lífsfjöri. Þess vegna
þarf hann að hella svolitlu
benzíni á tankinn öðru hverju
til að lífga sig upp, ef svo
mætti að orði kveða.
Ég vildi einnig benda þér
sjálfri á, að áfengisneyzla eða
hneigð til hennar mun sækja
þó nokkuð á þig upp úr 32.
aldursári þínu, Þá gengur sól
fæðingarkorts þíns inn í merki
Fiskanna. Lífsstarf manns þíns
ætti hiklaust að vera sjórinn,
þar er hans líf, þar kann hann
við sig og hann ætti aldrei að
búa á stað, þar sem hann hefði
ekki sjávarsýn.
Um nánustu framtíð vildi
ég segja, að 1965 sker sig að
nokkru úr hvað erfiðleika á-
hræir, en þeir geta verið á
sviði heilsufarsins, en er þó
einnig hætt á efnahagslífinu
í sambandi við húsnæðisskipti,
sem þó verða til hins verra.
Hvað heilsufarinu viðvíkur,
virkar afstaða þessi á taugarn-
ar og þér hættir til að vera
uppstökk og óþolinmóð, en
slíkt ber auðvitað að reyna að
varast.
Ég sé ekki, að til neinna erfið-
leika dragi umfram það, sem
orðið er í framtíðinni, og þótt
lífið geti reynzt okkur erfitt á
stundum, eigum við jafnan
sólskinsstundir, sem varpa
birtu sinni yfir bylgjudali lífs-
ins.
FÁLKiNN 35