Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 36
Basl er búskapur-
Frh. af bls. 18
Hún vissi það ekki þá, vesalings
hænsnafóstran, að samangenginn magi
gamalla hænsna, sem ekki eru of góðu
vanar fyrir, þolir vart kryddaða stór-
steik með sterkri ídýfu, — þar af leið-
andi lá allur fiðurfénaðurinn steindauð-
ur í valnum morguninn eftir velgjörð-
irnar. Haninn einn skrymti af, eins og
hans var von og vísa.
Jæja. Nú varð fyrirvinna heimilisins
að hafa sig að því að afla einhverra
tekna, jafnt þótt aðkallandi verkefni
biðu heima fyrir. Eiginmaðurinn kvaddi
frú sína með kossi og réð sig á síld
með það sama.
Ekki kom duglegu eiginkonunni til
hugar að sitja aðgerðarlaus heima með-
an bóndinn hennar þrælaði, heldur á-
setti hún sér að standsetja alla villuna.
Fyrst var nú rafmagnið til að taka.
Það leiddi svo um allt kotið, að hvergi
var hægt að nálgast steinveggina án
þess að eiga á hættu að endurkastast
út yfir girðinguna. Sem betur fór, lét
þó litla frúin ógert að lagfæra leiðsl-
una — nóg var aðgert samt.
Hún leit yfir íbúðina með augum
hins verkhaga manns, og sá strax að
gólfdúkurinn 1 eldhúsinu var gerónýt-
ur, eldavélargarmurinn nálega dottinn
sundur af ryði, stofuþilin þurftu nýja
fóðurlagningu og stofuloftið sárþarfnað-
ist nýrrar yfirferðar með málningar-
penslinum.
Þar sem litla frúin var aðeins sautján
ára, rétt nýbúin að læra á ryksuguna,
er það afsökunarvert, þótt hún hæfist
fyrst handa með að dúkleggja eldhúsið.
Dúglagningin heppnaðist fram úr von-
um. Aftur á móti gekk ekki eins vel
að drösla eldavélinni, án þess að djúpar
rispur kæmu í nýja dúkinn. Þá var
hafizt handa með fóðurlagninguna. Og
margan langan daginn kepptist litla frú-
in við að festa fóðrið á veggina, þetta
fóður, sem alltaf hrundi niður að morgni
næsta dags.
Loks var þó aðeins eftir að ganga
frá stofuloftinu. Mörg sumarlöng kvöld-
in stóð húsmóðirin uppi á borði og ham-
aðist við að mála loftið. Sofnaði að
lokum vært eftir erfiðið — aðeins til
að vakna aftur að morgni við sömu mar-
tröðina. Ljóti bletturinn í miðju loft-
inu kominn í ljós á ný!
Loks hætti þó að rigna og jafnframt
þakið að leka, svo að bletturinn huld-
ist bak við málninguna.
Og sólbjart ágústkvöld setti frúin upp
veizluborð — tendraði, full eftirvænt-
ingar, ljós á þriggja arma kertastjaka
og lagfærði nettum höndum munnþurrk-
urnar á diskunum. Á hverri stundu
vænti hún komu síldarkóngsins —
ektamakans langþráða. Og sem hún stóð
þarna og beygði sig yfir stofuborðið
full umhyggju, með nýlagt hárið og
í snotra, nýja kjólnum, HRUNDI
STOFULOFTIÐ!
Upp úr rústunum, sem mættu forviða
eiginmanninum, er endilega þurfti að
rekast inn á þessu hræðileg augnabliki,
sá rykfallið konuhöfuð, alþakið eggja-
innvolsi, urrandi fresskött og tauga-
veiklaða hænu, sem nú hafði náð svo
miklu valdi á vængjablöðunum að hún
gat hafið sig á loft og dritað á nýupp-
sett gluggatjöldin!
Cessna -
Frh. af bls. 15
skýrleika og hagræði. Framrúðan er
þannig löguð, að jafnvel í mikilli rign-
ingu er útsjón góð.
Cessna framleiðir nú þrjár tveggja
hreyfla flugur: Cessna 310 F, „Sky-
master“ og ,,Skyknight“. Þótt 310F og
„Skyknight“ séu kostagripir, þá er „Sky-
master“ sennilega athyglisverðust. Cess-
na framleiðir einnig einu einshreyfils
hávængjuna, sem dregur öll hjólin, hina
ágætu Cessna 210.
Arngrímur Sigurðsson.
Sumarpeysa -
Frh. af bls. 31
á prj. nr. 2Vi, haldið áfram að prjóna
2 sl. og 2 br. Áukið út 1 1. beggja vegna
á 4. hverjum prjón. Þegar prjónaðir hafa
verið 8 cm, eru felldar laust af 4 1 i
byrjun hvers prjóns 18 sinnum (9 hvoru
megin). Lykkjurnar, sem eftir eru, felld-
ar laust af.
Frágangur: Spennið stykkin út eftir
máli, leggið rakan klút yfir, látið þorna.
Saumið grunnan brjóstsaum undir erm-
inni á framstykkinu. Saumið axlasaum-
ana, hliðarsaumana og ermarnar í. Press-
ið alla saumana; notið rakan klút undir
járninu.
NIV EA
Ég nota Nivea! En þér?
Núið Nivea á andlitið að kveldi. Þá
verður morgunraksturinn þægilegri
og auðveldari. Og eftir rakstur hefir
Nivea dásamleg áhrif.
Gott er að til er Nivea!
Nivea inniheldur Eucerit —
efni skylt húðfitunni — frá
því stafa hin góðu áhrif þess.
36
FALKINN