Fálkinn - 01.11.1961, Page 7
Ádeilugreinar.
. . . Af hverju látið þið ekki
einhvern góðan mann eins og
t. d. Helga Sæm. skrifa fyrir
ykkur ádeilugreinar öðru
hverju?
Menntlingur.
Svar.
Af því aö enginn er Helga
Sæm. líkur.
Svar til Torfa.
Það er áreiðanlega ekkert at-
liugavert viö bróöur yðar. Hann
hefur bara önnur álmgamál en
þér og hugsar svolítiö öðruvísi.
Það getur varla talizt mennta-
mannahroki aö brúka kjaft viö
bróöur sinn, enda þótt hann sé
aðeins iðnaðarmaöur. Strákum
leiðist, að eldri brasður séu aö
siða þá til, enda er þaö ekki
nema eölilegt, því aö hann er á
þeim aldri. Auk þess lifir hann
í allt öðrum heimi, veröld bók-
anna er hans heimur, þar sem
þér hafiö aftur á móti andstyggð
á bókum. Það er þess vegna ekki
nema von, aö þið þoliö illa hvorn
annan, en við ráðleggjum yöur
aö láta strákinn afskiptalaus-
an, þá mun allt fara vel aö lok-
um og allar deilur munu hjaðna
niður af sjálfu sér.
★ Getraunir.
Kæri Fálki. — Mér þykir
mjög gaman að hinni nýju
myndagetraun, en ég er í
vandræðum með hvernig ég á
að orða það sem vantar á
myndirnar. Hvernig er bezt
að merkja það inn á seðilinn
eða má maður skrifa það á
laust blað, ef maður tímir ekki
að klippa það út úr blaðinu?
Vinsamlegast.
Xerkes.
Svar:
Þér skuluð merkja þá hluti,
sem vantar á myndinni þann-
ig, a!ð þér tiltakið hvers konar
hlutur þetta er, hvort hann er
ofarlega eða neðahlega á
myndinni og hvort hann er til
vinstri eða hœgri á myndinni.
Þér megið skrifa lausnirnar
á laust blað, en gœtið þess
bara að númera seðlana vel
og merkja vel þá hluti sem
vantar á myndina og númera
þá gjarnan niður. í stuttu
máli sagt, sníða þá alveg eftir
seðlunum fyrir lausnirnar í
blaðinu. Enn fremur skuluð
þér og gœta vel að því að
senda ekki miðana fyrr en öll
getraunin er komin í blaðinu.
yndisþokkann
undirföt
undirpils
undirkjólar
nóttkjólar
SILVO er meira en venjulegur fægilögur.
SILVO er sérstaklega tilbúið til þess að
ná fullkomnum árangri og gljáa á silfr-
ið, án j)ess að skaða hið viðkvæma yfir-
l orð j>ess.
er merki framtíðarinnar ó kvenundirfatnaði tízkuvara