Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Page 8

Fálkinn - 01.11.1961, Page 8
NÝ SKÁLDSAGA EFTIR M IÝJAN HÖFUND, GÍSLA KOLBEINSSON Stúlkan kraup á kné frammi fyrir mynd af Antóníó og baðst fyrir. Hann heyrði ekki rödd hennar, en fylgdist með því. hvernig hún bærði varirnar og hvíslaði orðin í sjálfa sig. Hún hafði spennt greipar um leyndardóminn, sem daglangt hékk í bandi um háls hennar. Það reyndist vera afar langur og sér- kennilegur kross. Stúlkan signdi sig og reis á fætur. Gunnar brosti þar sem hann lá út af í rúmi stúlkunnar. Heilagur Antóníó horfði á þau tvö innan úr skrautlegum glerramma. Hann var mjög alvizkuleg- ur á svipinn. Stúlkan hafði kropið nakin og geislar morgunsólarinnar skinu á Ijósbrúna húð hennar. Hún var mjög heit. ,,Af hverju glottir þú? Hvers vegna ertu svona — Þú ert ekkert fyndinn”, sagði stúlkan og hengdi krossinn um háls sér. „Ég er ekki að reyna að vera það”, sagði hann. „Ég er að bjóða heilögum Antóníó góðan dag. Hann er verndar- dýrlingurinn þinn, og það þykir engin hótfyndni að bjóða góðan dag. Ekki í mínu landi”. Hann leit á skeggjaða, góð- mannlega ásjónu heilags Antóníós og kinkaði kolli. Hún horfði á sjómanninn með hryggð í augum og botnaði ekkert í honum. Það var í fyrsta sinn sem hann sá hryggð í augum hennar. Allt annað hafði hann fengið að sjá, en aldrei hryggð fyrr en núna, fyrst hann lét eins og fífl framan í alvizkulegan dýrling- inn, Hatur og losta — það hafði hann hvort tveggja séð, en ekki hryggð fyrr en núna. Það klæddi hana ekki að vera sorgmædd. Það fór henni vel að hata, en ekki þessi hryggð. „Ég meinti ekkert með þessu, Lena“, sagði hann. ,,Ég skil þig ekki, og þú skilur mig ekki. Við tökum dýrlinga ekki mjög hátíðlega heima hjá mér“. Hún horfði hugsandi á hann, yppti öxlum og gekk út að glugganum. „Veiztu, að þú verður drengjalegur, þeg- ar þú sefur?“ sagði hún. Nei það vissi hann ekki. „Ég hef aldrei séð sjálfan mig sofandi", sagði hann. „Þú verður drengjalegur“, endurtók hún brosandi. „Ég lá vakandi og skoðaði þig — ég er búin að skoða þig allan“. Hann var eiginlega á báðum áttum, hvað hún meinti. „Þáð er svo skrýtið“, sagði hún. „Þú gerir allt drengjalega. Allt sem þú gerir, gerir þú drengjalega“. „Lena, hvað áttu við“, sagði hann. „Ekkert“, sagði hún snögglega og yppti öxlum. „Ég komst bara að leynd- armáli í nótt“ „Hvaða leyndarmáli“, sagði hann. „Þú hefur átt góða foreldra“, sagði hún. „Hvernig veiztu það?“ sagði hann. „Lena, hvaða rugl er í þér. Hefurðu drukkið? „Ég er dálítið drukkin“, sagði hún, „en ekki af áfengi. Ég hef aldrei fundið svona áður. Ég hélt að svona væri ekki til“. „Svona hvað?“ sagði hann. „Menn sem eru svona“, sagði hún. „Þú hefur átt góða foreldra. Stundum talarðu eins og þú sért dálítið kald- hæðinn. Þú skammast þín fyrir að hafa átt góða foreldra. Þú skammast þín fyrir að vera drengjalegur“. Hann var á báðum áttum. „Ég veit það ekki, Lena“, sagði hann. „Mér finnst þetta samt vafasöm meðmæli — ég get ekki að þvf gert“. „Svona eins og þú sperrir upp auga- brúnirnar“ sagði hún. „Þú gerir það vegna þess að þú skammast þín fyrir að vera drengjalegur. Segðu mér hvern- ig það er heima hjá þér?“ „Lena hvað gengur að þér?“ sagði hann. „Hvers vegna ertu orðin svona skrýtin?" „Það er ekkert“, sagði hún brosandi, yppti öxlum og settist í gluggann með fótleggina uppi í kistunni. Hún gældi við öxlina á sér og horfði brosandi á hana. „Þú ert allt öðru vísi en sjómenn eru. Ég var að hugsa um það í nótt, hvað þú ert. Ég veit það ekki — þú gætir verið skáld, eða einhver lista- maður. Þú reynir að vera sjómaður og reynir að tala eins og sjómaður, en þér heppnast það ekki, vegna þess að þú ert það ekki. Þú heldur að það sé karl- mannlegt að vera hrjúfur og tala kald- hæðnislega. En það er ekki endilega karlmannlegt. Það er karlmannlegt að vera maður sjálfur. Viðkvæmur maður getur verið karlmenni engu að síður. En ekki samt maður eins og þú, sem ert viðkvæmur en þykist vera kald- hæðinn. Þú reynir að skilja Kúbu. Út- lendingar reyna ekki að skilja Kúbu. Þeir koma til Havana til að skemmta sér. Ef þeir skemmta sér, segja þeir að Kúba sé ágæt — ef þeir skemmta sér ekki segja þeir að Kúba sé bölvað land. Útlendingar þekkja ekki Kúbu. Ég er ekki mjög heimsk og ég hef augu. Ég hef horft á menn eyða á einu kvöldi sömu upphæð og flest fólk hér vinnur sér inn á ári. Ég gæti sagt þér margt fleira, ef ég talaði ensku vel. Ég gæti sagt þér frá hryðjuverkum. Til hvers ætti ég að segja þér það. fyrst þú vilt vera kaldhæðinn? Kaldhæðinn maður skilur ekki. Hann getur verið fyndinn, en hann skilur ekki. Vertu áfram í þin- um heimi. Það er góður heimur, og vertu áfram í honum. Ef einhver spyr þig um Kúbu, skaltu segja: Ég skil ekki Kúbu“. Sjómaðurinn starði undrandi á stúlk- una. Hún hafði aldrei haldið svona langa og hátíðlega tölu áður, síðan hann kynntist henni. Fyrlr jólin kemur út á forlagi ísafoldar skáldsaga eftir nýjan höfund, Gísla Kolbeinsson, sjómann í Vestmanna- eyjum. Sagan gerist á Kúbu og hér birtast tveir stuttir kaflar úr henni. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.