Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Qupperneq 11

Fálkinn - 01.11.1961, Qupperneq 11
á líkan hátt og ég hugsa mér að stúlk- an hafi horft á frú Farringham. Það leið nærri því mínúta þangað til hann hélt áfram. Ég hafði enga hugmynd um, hvað hann ætlaði sér að segja, en mér fannst við vera komnir langar leiðir burt frá gildaskálanum, sem við sátum á. Ég hallaði mér til hans yfir borðið. — Haldið þér áfram, sagði ég. — Ungfrú Farringham stóð og starði á stúlkuna, hélt hann áfram. — Yður hlýtur að skjátlast, sagði hún. Það vor- uð þér, sem fylgduð okkur til herbergj- anna, þegar við komum hingað klukk- an hálf níu í kvöld. Stúlkan virtist alls ekki botna í þessu. — Á ég að hringja til hótelþjónsins? spurði hún. Ungfrú Farringham kinkaði kolli. Hótelþjónninn kom upp og ungfrú Farringham kannaðist við hann aftur. Hún endurtók spurningu sína, en árang- urslaust. Hótelþjónninn sagði, að ung- frúin hefði verið alein, hann hefði sjálf- ur borið koffortin hennar tvö upp í her- bergi hennar á fimmtu hæð. Hvernig gat hún spurt svona? Ungfrú Faringham vissi ekki hverju hún ætti að trúa. Þetta hlaut að vera grátt gaman. Eftir stutta stund mundi hún hafa náð fundi móður sinnar aftur. Hún hvessti augun á þjónustufólkið. — Sækið hótelstjórann, sagði hún svo. Hann kom að vörmu spori. Hvað væri að? Hvort ungfrúin væri ekki ánægð með herbergið sitt? Gæti hann orðið henni að einhverju liði? Unga stúlkan gerði grein fyrir mál- inu. Móðir hennar hefði fengið herbergi á fjórðu hæð. En síðan hafi hún hlotið að flytja í annað herbergi. Hvar hún væri nú? Hún spurði þessara spurninga mjög rólega, þó að hjartað hamaðist í brjósti hennar. Framkoma hótelstjórans breyttist í einni svipan. Hann lét greinilega á sér sjá, að hann væri gramur yfir því, að láta enska stelpu gabba sig upp á fjórðu hæð. — Þér leyfið yður að gera að gamni yðar? sagði hann kuldalega. Á þessu andartaki fann ungfrú Far- ringham fyrst í raun og veru, hversu óttaslegin hún var. Væri móðir hennar horfin, þá stóð hún ein uppi í París. — Mamma og ég komum í sama bíln- um af brautarstöðinni, sagði hún skjálf- rödduð. Þér afsökuðuð, að við gætum ekki fengið samliggjandi herbergi, því að það væri svo gestkvæmt. Þér munið þó víst, að við skrifuðum nöfnin okkar í gestabókina? Forstjórinn yppti öxlum. — Ég endurtek. að þér hljótið að vera að gera að gamni yðar. Hann sneri sér að hótelþjóninum. — Sækið gestabókina! Bókin kom og ungfrú Farringham skoðaði hana. Loks fann hún nafnið sitt. Það stóð í línu milli einhvers greifa og ensks aðalsmanns. Nafn móður hennar var hvergi að finna í bókinni. Það má hugsa sér, hvernig henni hef- ur orðið við. — Ungfrúin er máske þreytt eftir ferðina, sagði hótelstjórinn stimamjúk- ur. Hann vissi af reynslu að enskar stúlkur eru ákaflega viðkvæmar. — En .... móðir mín? stamaði stúlk- an. — Hvað á þetta að þýða? Ég skil það ekki. — Það er læknir hérna á hótelinu, ef imgfrúin .... Hún greip fram í fyrir 'hótelstjóran- um: — Þér haldið, að ég sé veik, en það er ég alls ekki. Það verður að rannsaka allt gistihúsið. Kannski móðir mín hafi hitt einhverja kunningja og að hún hafi farið niður í veitingasalinn. Ég er svo hrædd. Þér verðið að hjálpa mér. Forstjórinn yppti öxlum, en skipaði að láta leita um allt 'húsið .... John Chester rétti mér vindlingahylk- ið sitt. — Já, hélt hann áfram, — það var leitað hátt og lágt um gistihúsið, en frú Farringham fannst hvergi. Forstjórinn virtist gera allt, sem í hans valdi stóð. Honum tókst meira að segja að ná í bílstjórann, sem hafði ekið stúlkunni af brautarstöðinni. Ungfrú Farringham þekkti hann strax aftur. — Þér munið víst eftir mér, sagði hún. — Já, ungfrú. Þér komuð um klukk- Frh. á bls. 31. SNJÖLL SMÁSAGA EFTIR RALPH STRAUS FALKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.