Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Side 19

Fálkinn - 01.11.1961, Side 19
u Með kaldan musterissvip Eitt af þeim mannvirkjum, sem setur svip sinn á hið daglega líf við höfnina er kolakraninn. Hann stendur þarna mikilúðlegur og tign- arlegur, eins og myndarlegt tröll. Ef til vill hafa myndarleg tröll aldrei verið til, en það skiptir engu máli, kolakraninn er án efa myndar- legur og tignarlegur í augum alls þorra bæjarbúa. Kannski er þetta stóra bákn dálítið hrollvekjandi, svona svart og drungalegt, og máske finnst og einhverjum hann ætla að hrynja ofan á hann. En kolakran- inn er ákaflega traustbyggður og engin hætta er á slíku slysi. Hegr- inn er eins konar tákn Reykjavíkurhafnar, án hans væri engin höfn, að margra áliti. Og svo á kolakraninn líka sína sögu, eins og flestir aðrir merkilegir hlutir. Aftur á móti leikur nokkur vafi á um hvenær hann er reistur. Sumir segja, að hann hafi verið reistur árið 1923, en aðrir halda því fram, að hann hafi ekki komið fyrr en á árinu 1927. Enn- fremur héldu þeir fræðimenn í Skjala- og minjasafni Reykjavíkur- bæjar, að hann hefði verið reistur árið 1918, og mundi sú umsögn af mörgum talin hin traustasta heimild. Hins vegar ætlum við að láta reisudag kolakrans liggja á milli hluta, því að í raun og veru kemur okkur hann ekkert við. Það er sagnfræðinganna að skera úr um mál þetta. Þess vegna ætlum við aðeins að láta þess getið, að Titanfélagið danska stóð fyrir byggingu hans, og upphaflega var áætlað, að kran- inn næði alveg fram á bakkann. Ekki sakar að minnast á, að kola- kraninn gengur fyrir rafmagni á sérstakri spennu, sem sérstakur spennubreytir breytir úr háspennustraumi Reykjavíkur. Auk þess er unnt að færa kranann fram og aftur meðfram hafnarbakkanum. En

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.