Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Qupperneq 20

Fálkinn - 01.11.1961, Qupperneq 20
eitt er víst: að lítt hefur tímans tönn nagað þetta járntrölþ enda þótt járn sé sá -málmur, sem hinn harði jaxl tímans vinnur einna bezt á. Nú lá leið okkar til kolakranans, og við gengu yfir votan Arnarhólinn, sem eitt sinn var ljúfasta gistihús í Reykja- vík. Það var, þegar bárujárnsgirðingin stóð uppi norðast á hólnum og veitti gott skjól gegn napurri norðanáttinni. Þá fengu menn sér hádegisblund í dögg- votu grasinu eða sváfu svefni hins rétt- látu á nóttum. Og 'Bakkus veitti þeim yl og hlýju. Stundum komu og ein- kennisklæddir menn og veittu þessum mönnum húsaskjól af einskærri misk- urinsemi. Við gengum hratt yfir hólinn og fyrr en varði vorum við komnir inn í kola- port Kol og Salts. Það var rigningar- suddi og kolaportið minnti okkur ósjálf- rátt á skítugar enskar hafnarborgir. Um leið og við gengum inn í portið, ók þarna inn bíll, stór Mercedes Benz vöru- bíll austan úr Landeyjum. Og bifreiðar- stjórinn ætlaði að fá kol, sex tonn af kolum. Þeir vilja nefnilega hafa nota- lega hlýtt í húsum sínum, Landeying- arnir. Svo var sett á bílinn tvö tonn af kolum i pokum og síðan var mokað upp á hann lausri kolamöl, alls fjórum tonn- um. Enn er miltið keypt af kolum, enda þótt olían sé nú að mestu aðalupphit- unarefni húsa. Það liggur ekki í því að olían sé betra efni til upphitunar húsa, heldur er hún miklu þægilegri við- fangs. Menn þurfa ekki að moka olí- unni inn í ofnana eða miðstöðvarkatl- ana, en það þarf við kolin. Þannig stend- ur á því að kol eru yfirleitt minna not- uð til upphitunar í húsum nú á tím- um. Fólk gefur nefnilega geysimikið fyr- ir þægindin. Fólk er allt fyrir þægindin nú á dögum, letin fylgir í kjölfarið. Við fórum nú í verkstjórann og báðum hann leyfis að fá að fara upp í kolakranann, og veitti hann góðfúslega leyfi sitt til þess, en þó mættum við ekki trufla kranastjórann við vinnu hans, enda get- ur góður verkstjóri ekki annað en bann- að, að menn sitji og kjafti í vinnutím- anum. Ekki vissi hann hvenær kraninn hefði verið reistur, en kvaðst þó halda, að hann hefði verið uppkominn 1927. Ennfremur spurðum við hann um, hve þungan hann héldi kranann vera. Ekki hafði hann hugmynd um það, enda mun vera erfitt að ákveða nokkrar tölur í því sambandi, hins vegar sögðu nokkrir verkamenn þarna, að hann væri áreið- anlega geysiþungur. En hvað um það, við ætluðum að klífa þetta mannvirki og tókst það eftir aðra tilraun. Hið mikla mannvirki hristist ógur- lega, kraninn rann fram og aftur með miklar byrðar, svo að járnbáknið lék allt á reiðiskjálfi. Við fikuðum okkur hægt og hægt’ upp, þrep fyrir þrep. Stönzuðum þegar kraninn flutti byrð- arnar fram og aftur, því að hristing- urinn var svo mikill, að við urðum að ríghalda okkur í bröttum stiganum. Stiginn liggur í tveim áföngum upp á brú, sem liggur að vélahúsi. Við vor- um nú komnir upp á neðri stigapall- inn og var ekki laust við, að nokkurn geig setti að okkur, enda er það ekki nema eðiiiegt, þar sem pallur þessi er næstum þrettán metra hæð frá jörð og fyrir neðan eru egghvöss kolin. Hingað og ekki lengra komst franskur kvik- myndatökumaður fyrir nokkrum árum, og eru þó franskir myndatökumenn á- litnir vera einhverjir fífldjörfustu og bíræfnustu myndatökumenn í heimi. Við gátum því verið hreyknir af afreki okk- ar og brátt vorum við komnir alla leið upp. Franskir myndatökumenn voru ekki lengur þeir bíræfnustu í heimi. Við fórum nú eftir brúnni, studdum og righéldum okkur í handriðið. Ekki var þess langt að bíða, að við kæm- umst á leiðarenda. Þar tók á móti okk- ur Marteinn Kratsch og brosti ofurlítið að. óförum okkar og hræðslu. „Þetta venst furðu fljótt að vera svona hátt uppi. Ég var dálítið hræddur við þetta \ fyrst, en það fór strax af. Ég er bú- inn að vera hér kranamaður í tvö ár og líkar bara vel. Við skiptumst á, ég og bróðir minn. Hann kenndi mér starf- l ið, enda er hann búinn að vinna við þetta í áraraðir. Við förum nú að skipta, og þá getið þið talað við hann. Það er bara verst, að útsýnið er svo lítið núna í rigningunni, að þið sjáið ekkert að ráði. Hér er útsýnið eina skemmtun manns, hér kemur varla nokkur kjaft- ur, og maður hefur ekkert annað fyrir stafni stundum, þegar maður er ekki að keyra kranann en að virða fyrir sér útsýnið.“ ,,Eru mennirnir ekki skemmtilega litl- ir í þessai’i hæð?“ „Jú þeir eru eins litlir og fjöllin eru blá.“ „Hefur þú einhverja hugmynd um, hvað Ef einhverjum hefur dottið Effelturninn í hug, er hann leit á myndina hér að neðan, þá er bezt að taka það strax fram,, að þetta er bara kolakraninn niður við höfn. Myndin hér til hægri er tekin úr Hegranum og beint ofan í lest á skipi. (Ljósm. Oddur Ólafsson). mmma f$r y'* " 'M 1 \ æML

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.