Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 8
„Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar?“ Þeir munu vera fáir, sem ekki muna eftir þessari setningu. En hana segir Jón sterki í leikritinu Skugga-Sveini. Sennilega eru margir, sem minnast þessa leikrits með gleði, ef til vill vekur hann hjá þeim hinar ljúfustu æsku- minningar, minningar sem vakna í sífellu, þegar minnst er á Skugga — Svein. Menn muna kannski eftir þrönginni og hitanum inn í pakkhúsinu, þar sem þeir sáu leikinn fyrst eða söngvar Ástu í Dal hljóma enn fyrir eyrum þeirra. Máski sjá svo sumir sjálfan sig í persónu Ketils skræks og þá er minningin ekki lengur hugljúf. En yfir- leitt mun leikritið Skugga — Sveinn vera eitt vinsælasta verk, sem sýnt hefur verið á sviði hér á landi. Leikritið er bráðum 100 ára og í tilefni þess mun Þjóðleikhúsið sýna það annan jóladag. Þess vegna er ekki úr vegi að rifja svolítið upp sögu þess og vinsældir. íslenzk leikritun á sér ekki langa sögu, sé miðað við aðr- ar þjóðir. Hún er talin eiga rætur sínar að rekja til gam- als skólasiðar í Skálholti, sem upphefst þar um miðja 18. 8 FÁLKINN öld. Var siður þessi upphaf núverandi herranætur. Voru þá piltar skipaðir í virðingar stöður þjóðfélagsins og var yfirbragð skemmtunar þess- arar gáskafullt mjög. Hlaut efsti maður í efra bekk nafn- bótina konungur og hinir fengu aðra og lægri titla. Sá, sem hlaut biskupstign flutti síðan predikun, sem kölluð var Skraparotspredik- un. Var hún flutt með gaman- sömu en jafnframt hátíðlegu Myndirnar á þessari síðu eru af Jóni Aðils í hlutverki Skugga-Sveins, þegar Þjóðleikhúsið lék hann 1952. Efri myndina tók Hjálmar R. Bárðarson, en Vignir þá neöri. predikunarformi. Ræða þessi var mjög stílfærð og öll með sérkennum þeirra manna er eitthvað höfðu numið latn- eska tungu. Menn áttu að koma í auðmýkt og undir- gefni til Skraparots og færa honum landsskuldir og offur. Einkum var brýnt fyrir pilt- t um í fæðu þessari að mis- brúka nú ekki dætur Skrap- arots, en þær hétu Tóbaks- stubbur og Kertisskar. Ann- ■ ars mun siður þessi hafa lagst niður þegar líða tók að alda- mótum og tóku piltar þá að leika létta gamanleiki í stað þessarar predikunar. Tóku piltar þá að leita sér að leikj- um til þess að sýna á herra- nóttum. Fengu þeir þá stund- um frumsamin leikrit eftir íslenzka höfunda, má þar til nefna Geir Vídalín og Sig- urð Pétursson. Árni Helga- son segir í ævisögu Sigurðar Péturssonar, að Bjarglaunin hafi verið hið fyrsta leikrit er sýnt var í Reykjavíkurskóla. Leikrit þetta er venjulega kallað Brandur, örstuttur einþáttungur eftir Geir Vídalín, sem seinna varð fyrstur lúterskur biskup yf- ir öllu íslandi. Árið 1859 stígur í fyrsta sinn ungur maður fæti sínum í Lærðaskóla Reykjavíkur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.