Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 10
Þér þekkið ef til vill franskt smálag, lag, sem heitir „Rose du Provence" (sveitarósin)? Þetta er ofur einfalt lítið lag, barns- legt, en þó ekki viðkvæmt eða væmið. Það ber boð um eitthvað í hug manns, sem er hreint og fallegt. En eins og þeir eru margir sem þekkja þessa litlu, fögru þjóðvísu, þá er hitt.eins víst, að þeir eru fáir sem þekkja skáldsögu, sem ber þetta sama heiti. Og það er ekki að undra. Hún náði aldrei heimsfrægð, þótt hún væri í rauninni góð og athyglisverð bók. Hún stóð, — þegar betur var að gætt, — í nokkru sambandi við lagið. Það mun hver verða var við, sem þekkir bæði söguna og lagið. Það var höfundur sögunnar, sem sagði mér eftirfarandi frásögn suður í Sviss. Ég ætla ekki að nefna nafn hans, en svo mikið get ég 'sagt, að mörg af ritum hans hafa hlotið vinsældir er- lendis. ,,Rose du Pronvince“ vakti ekki mikla athygli. Hann sagði sjálfur við mig að það væri af því, að hún væri of góð. Þetta eru rithöfundar vanir að segja. Ég hefði heldur kosið að segja, að efnið væri ekki heppilegt fyrir skáld- sögu. Það hefði farið betur í ljóði, lagi eða smásögu. Það er ástæðan, En nú ætla ég að leitast við að endursegja það, sem franski rithöfundurinn trúði mér fyrir í endurminningum mínum er þetta allt eins og lítið lag, eða öllu heldur ofurlítið málverk með fíngerðum þurr- litum Það er sagan um Isobel, sem ég ætla að segja og það er fyrst og fremst saga um unga konu, sem átti svo hreina og saklausa sál. Isobel dró andann djúpt í fyrsta sinn sem hún sá opið haf. Fyrstu áhrifin urðu nærri því of sterk. Hana hafði að vísu oft dreymt um hafið. Hún hafði séð stórt og fallegt málverk af því, en þrátt fyrir það varð hún alveg gagn- tekin af stórfengleik þess. Taugar hennar voru þar að auki í ekki sem beztu lagi. Þær voru óstyrkar af eftirvæntingu, vonum, spenningi — og ekki svo litlum kvíða. Síðasta misserið hafði í raun og veru verið einn óslitinn undirbúningur fyrir hana undir það sem við bar í dag: Koma hennar á fjölsótta baðstaðinn. Þegar mamma hennar hafði dáið fyrir tveimur árum. hafði henni tæmzt dálítill arfur, sem gerði hana fjárhags- lega sjálfstæða. Þegar sorgin við and- lát móðurinnar var farin að dvína, hóf hin innibyrgða lífslöngun Isobel fyrst að láta á sér bæra. Árin sem hún hafði lifað hingað til, höfðu liðið í sakleysi bernskunnar og vímu unglingsdraumanna. Hún hafði alizt upp í litlu sveitaþorpi í hinu mesta tilbreytingarleysi. Á heimilinu hafði hún haft þann starfa að stunda sjúka móður sína. Tilveran — hið 10 FÁLKINN raunverulega líf og vandamál þess, — höfðu verið íulikomlega íjarri henni. Nú fyrst stóð hún á þröskuldi veru- leikans. Nú íyrst átti hún að Iæra að þekkja heiminn. Og þetta gerði hana órólega. Það hleypti henni í hátíðaskap og gerði hana taugaóstyrka í senn alveg eins og unga stúlku, sem er að fara á fyrsta stefnumótið eða á fyrsta dansleikinn. Hún horíði yfir ströndina, yfir hvít- an sandinn, sem næstum því skar í augun, sem vön voru öðrum og mýkri litum Hún horfði með gagnrýni og að- dáun í senn á ungdóminn, sem var að baða sig og hló og hrópaði af gleði. En hvað sem nú olli því, fann hún það ofur vel, að það var lífið sjálft, sem skolaði sínum hættulegu og hátíðlegu bylgjum til hennar. Hún hafði talsverðan hjartslátt, þeg- ar hún gekk upp að hótelinu, þar sem hún hafði pantað herbergi. Hún var mjög alúðleg við dyravörðinn, sem tók á móti farangri hennar og gaf honum ríflegt þjórfé strax á fyrsta degi. Henni þótti allur varinn góður. Hún vildi ekki, að sagt yrði um sig, að hún væri „úr sveit“. Hún var ánægð með herbergið. Það var rúmt. hreint og loftgott og það lék hressandi og heilsubætandi blær um það, blær, sem endurnýjaðist stöðugt gegnum opnar dyr á svölunum. Hún tók upp úr töskunum. Hún lagði alla fallegu kjólana sina á rúmið. Hún setti hattana sína, strandbúninginn og baðfötin hingað og þangað um herberg- ið, svo að það leit seinast út eins og ein- hver tízkuverzlun. Og svo fór hún að máta öll þessi föt. Hún gekk fram og aftur fyrir spegilinn, hvað eftir annað og æfði sig í alls konar dömulegum hreyfingum, sem koma mættu henni að góðu liði þessa dagana sem hún ætlaði að dveljast á baðstaðnum. Hún var fullkomlega sannfærð um, að ,,tækni“ hennar væri í góðu lagi. Hún hafði lesið ótal leiðarvísa um sam- kvæmislífið og almenna kurteisi og hún hafði lesið hvern ,,Highlife“ róm- aninn á fætur öðrum, ekki eins og ung stúlka. sem hefur þá að dægrastyttingu, heldur eins og prófessor, sem er að lesa sanskrítmállýzkur. Loksins sofnaði hún með baðfötin í annarri hendi og- langt gulgrænt síga- rettumunnstykki í hinni. Og í draumi var hún sjálf miðpunkturinn í sumar- dansleikjum og strandaævintýrum. Hún titraði af taugaóstyrk meðan á kvöldverðinum stóð og hún merkti sér til sárra leiðinda að hún stokkroðnaði, þegar henni var fyrst boðið upp í dans. En hún stríddi eins og hún gat til að sýnast róleg. Hún kunni langa runu af frægum tilvitnunum utan bókar og hún notaði útlend orð og brosti við og smám saman sannfærðist hún um, að hún félli eðlilega inn í umhverfið. Það var þetta sem hún hafði viljað. Hún var upp með sér af því að hún gat, enda þótt hún hefði alizt upp í smáþorpi, sársauka- laust komist inn í hinn ljómandi, al- þjóðlega hótelheim. Hún kynntist ýmsu fólki, en hún dró sig nokkuð í hlé með vilja. Hún var einsömul ung dama, með áherzlu á orðinu dama. En hún fann það þó, að það hlaut að hvíla einhver dulræna yfir persónuleik hennar og framkomu. Engan grunaði hver hún væri eða hvaðan hún kæmi. Hún gat farið þaðan í skyndi og komið jafn óvænt aftur. Hvernig leit fólk á hana? Rík, ung ekkja? Blaðakona frá einhverju af heimsblöðunum? Fræg leikkona, sem var í sumarleyfi sínu og gekk undir dulnefni? Hún daðraði dálítið, en allt var það þó í hófi. Hún hafði lært að lyfta brún- unum lítið eitt og brosa blítt og í- smeygilega Og nú fór svo, að þegar hálfur mán- uðurinn, sem hún hafði ætlað að eyða á baðströndinni, var liðinn hjá, þá hafði hún kynnzt einum manni svo alvarlega, að hún varð að kveðja hann. Það var dálítið gráhærður maður um fertugt, þekktur rithöfundur, meðlim- ur frönsku akademíunnar. Þau höfðu átt svo margar indælar stundir saman. Venjulega hafði það verið hún, sem hafði haldið uppi samræðunum. Og hún hafði sannarlega ekki sparað forn- SMÁS/AGÁ gftir franska rit- HOFUNDINN PIERRE D'ANCOURT

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.